Sveitarstjórn

202. fundur 07. desember 2006 kl. 00:34 - 00:34 Eldri-fundur

202. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 2. apríl 2002, kl. 16:30.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Valdimar Gunnarsson, Arnbjörg Jóhannsdóttir, Aðalheiður Harðardóttir, Jón Jónsson, Dýrleif Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

 

1. Kynning á starfsemi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
á fundinn mættu Hólmar Svansson og Benedikt Guðmundsson frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.
þá mættu einning á fundinn frá atvinnumálanefnd, Helgi örlygsson og Vaka Jónsdóttir.
Hólmar kynnti starfsemi félagsins og helstu markmið þess.
Nokkrar umræður urðu um starfsemi félagsins.

 

2. Breytingar á lagaumhverfi heilbrigðiseftirlitsins
Valdimar Brynjólfsson, framkv.st. heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra mætti á fundinn og gerði grein fyrir hugmyndum að stofnun "Matvælastofu ríkisins" er tæki yfir þá starfsemi sem nú er að mestu í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og hvaða áhrif það myndi hafa á rekstur þeirra.

 

3. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, 44. fundur 11. mars 2002
Lögð fram til kynningar.

 

4. Fundagerðir menningarmálanefndar 79. og 80. fundur, 14. jan. og 25. feb. 2002
Fundagerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

 

5. Skipan fulltrúa í stjórn félagsheimilanna
Tilnefningar í stjórnina hafa borist frá:
Hússtjórn Freyvangs: Olga ágústsdóttir
Hússtjórn Laugarborgar: Katrín úlfarsdóttir
Hússtjórn Sólgarðs: Birgir Arason
Menningarmálanefnd: Eiríkur Stephensen
Stjórn Eignasjóðs: Bjarni Kristjánsson
Sveitarstjórn staðfestir þessar tilnefningar.

 

6. Ráðstefna um símenntun starfsmanna sveitarfélaga 12. apríl 2002
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að kynna erindið fyrir skólastjóra og leikskólastjóra.

 

7. Erindi skólastjóra Tónlistarskóla Eyjafjarðar dags. 20. mars 2002, beiðni um heimild til hljóðfærakaupa
Erindið samþykkt.

 

8. Mat á fæði leikskólabarna, Elín S. Harðardóttir, næringarráðgjafi
Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10

Getum við bætt efni síðunnar?