397 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 18. janúar 2011 og
hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Karel Rafnsson, Bryndís þórhallsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar
Sigurgeirsson, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason, skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. 1101003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 153
Fundargerð 153. fundar skipulagsnefndar tekin til
afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
1.1. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
1.2. 1011028 - Jörfabrekka - umsókn um nafn
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
1.3. 1010011 - Höskuldsstaðir stækkun á íbúðarhúsareit á aðalskipulagi
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
1.4. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.5. 1101005 - Stærð frístundahúsa
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
1.6. 1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 1101001F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 134
Fundargerð 134. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
2.1. 1101004 - Skólatröð 2 - félagsleg íbúð
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
2.2. 1101003 - þjónusta við nýbúa
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
3. 1101001 - Fundargerð 93. fundar skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. 1101002 - Fundargerð 94. fundar skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5. 1012008 - Fundargerð 9. fundar framkvæmdastjórnar byggingafulltrúaembættisins 15.12.2010
Gefur ekki tilefni til ályktana.
6. 1012007 - 782. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram til kynningar.
7. 1011025 - 130. fundur Heilbrigðisnefndar
Lögð fram til kynningar.
8. 1012006 - 131. fundur Heilbrigðisnefndar
Lögð fram til kynningar.
9. 1005015 - Hestamannafélagið Funi óskar eftir viðræðum um breytingar á samningi um Melgerðismela
Tekið fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Funa um kaup á hlut Hestamannafélagsins Léttis í Melgerðismelum. Erindinu var frestað
á síðasta fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 11. janúar 2011.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram af fulltrúum F-listans:
"Fulltrúar F-listans telja að hafna beri erindi Funa um lán til kaupa á hlut Léttis í Melgerðismelum þar sem þeir telja ekki forsvaranlegt
að hluti lánsins verði nýttur til að greiða upp eldri skuldir félagsins eins og bókun félagsfundar Funa gerir ráð fyrir. F-listinn
telur hinsvegar mikilvægt að efla starfsemi Funa og leggja því til að Eyjafjarðarsveit kaupi hlut Léttis í Melgerðismelum í samræmi
við kauptilboð sem liggur fyrir milli félaganna."
Tillagan var felld með 4 atkvæðum fulltrúa H-listans og óskuðu þeir að eftirfarandi yrði bókað:
"Fulltrúar H-listans telja ekki fært að styðja tillögu F-listans um að kaupa hlut Léttis í mannvirkjum á Melgerðirsmelum á kr.
6.000.000- þar sem þeir telja að óbreytt ástand hamli ekki þeirri starfsemi sem nú þegar fer fram á Melgerðismelum og
breyti engu um skuldavanda félagsins. "
Fulltrúar H-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn hafnar erindinu að svo stöddu. Fjárhagsstaða Hestamannafélagsins Funa er með þeim hætti að sveitarstjórn telur
það ekki þjóna hagsmunum þess að auka við skuldabyrðina. Sveitarstjórn heitir áframhaldandi stuðningi við
Hestamannafélagið Funa í sínu félagsstarfi."
Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa H-listans. Fulltrúar F-listans voru á móti og vísa til bókunnar með þessu
máli.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10