Sveitarstjórn

402. fundur 04. maí 2011 kl. 09:02 - 09:02 Eldri-fundur

402 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 3. maí 2011 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Karel Rafnsson, Bryndís þórhallsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, Skrifstofustjóri.


Dagskrá:

1.  1104005F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 5
 Fundargerð 5.  fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.

 1.1. 1104011 - Fjallskil og fjárgöngur 2011
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
   
2.  1104007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 160
 Fundargerð 160.  fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.

 2.1. 1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.2. 1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 2.3. 1104014 - Hríshóll - staðsetning heygeymslu
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
   
3.  1104012 - 134. fundur Heilbrigðisnefndar
 Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
   
4.  1104015 - ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2010, fyrri umræða
 á fundinn mætti þorsteinn þorsteinsson,  endurskoðandi og fór yfir ársreikning ársins 2010.   Samþykkt að vísa reikningnum til síðari umræðu.
   
5.  1104008 - Styrkbeiðni bókasafns HA v/safns Kristjáns Karlssonar um enskan skáldskap
 Erindi frá Háskólanum á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk kr. 50.000 - 100.000.-  til að gera Kristjáni Karlssyni skáldi og bókmenntafræðingi kleift að færa bókasafni Háskólans á Akureyri safn sitt af bókum.    Erindinu er hafnað.
   
6.  1003011 - Breyting á samþykkt um gatnagerðargjald
 Sveitarstjórn samþykkir að fella niður gatnagerðargjald á lóðum nr. 2, 4, 6  og 8 við Bakkatröð.   Gatnagerðargjaldið er fellt niður tímabundið vegna atvinnuuppbyggingar og verður byggingarréttur boðinn út með opnu útboði. Lögð verði áhersla á að hafist verði handa við uppbyggingu sem fyrst og að byggt verði á sem flestum lóðum.   
Við mat á tilboðum verði horft til eftirfarandi þátta:
Greiðslugeta til að byggja íbúðarhús þarf að vera fyrir hendi.
Hefja þarf framkvæmdir á árinu annars falli byggingarréttur úr gildi.
Hús þarf að vera fokhelt innan árs frá úthlutun og utanhússfrágangi húss og lóðar lokið innan tveggja ára. Að öðrum kosti verði lagt á 30% gatnagerðargjalds (um 1,5 Mkr.) í hvoru tilviki. Gengið verði frá þessari kvöð í lóðarleigusamningi.
Verð á byggingarrétti ráði.
Sveitarstjóra falið að auglýsa útboð.
   
7.  1103002 - Ungfolahólf
 Fyrir fundinum lá minnisblað frá sveitarstjóra þar sem listað er upp það land sem sveitarfélagið á og hvernig því er ráðstafað í dag.   Sveitarstjóra er falið að móta reglur um ráðstöfun lands í eigu sveitarfélagsins.
   
8.  1008016 - Heimilisfræði - breyting á húsnæði heimavistar
 Lagt fram til kynningar niðurstaða úr úboði á breytingum og innréttingu eldhúss og heimilisfræðikennslustofu í heimavistarhúsi. 
   
9.  1002007 - Syðra-Laugaland, ráðstöfun fasteigna
 Kristín Kolbeinsdóttir og Einar Gíslason véku af fundi vegna vanhæfi  meðan erindið var rætt og afgreitt.
Fyrir fundinum lá kauptilboð  kr. 36,5 millj.  í eignina Syðra Laugaland,   skrifstofuhús.   Tilboðsgjafar eru Grettir Hjörleifsson og Kristín Kolbeinsdóttir.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tilboðið og veitir sveitarstjóra umboð til að ganga frá sölunni.
 
   
10.  1006012 - Skipan í nefndir, ráð og stjórnir 2010-2014, skv. 51. grein samþykktarar um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar
 Hrund Hlöðversdóttir sem ráðin hefur verið aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar lætur af setu í skólanefnd.  í stað Hrundar sem aðalmaður í skólanefnd kemur Sigmundur Guðmundsson. Nýr varamaður fyrir F-listann er Kristín Sigurðardóttir, Berglandi.
ákveðið að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfund  AFE. 
   
11.  1103018 - Eyjafjarðarsveit - Viðskiptabanki
 í framhaldi af bókun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar frá   22. mars 2011,  hefur farið fram könnun á þjónustugjöldum viðskiptabanka og sparisjóða á Akureyri og nágrenni. Auk þess hefur verið fundað með núverandi viðskiptabanka Eyjafjarðarsveitar, Arion banka.
Með hliðsjón af  þessari vinnu og niðurstöðu hennar samþykkir sveitarstjórn að ganga til samninga við BYR sparisjóð um  bankaviðskipti sveitarfélagsins og er sveitarstjóra  og skrifstofustjóra falið að ganga frá samningi þar um.
Aftur vill sveitarstjórn þakka starfsmönnum Arion banka á Akureyri fyrir gott samstarf og samskipti til margra ára en sú staða sem uppi er nú varðandi launaþróun og stefnu bankans er að mati sveitastjórnar óásættanleg og er það yfirstjórnar bankans að taka á því máli.
í kjölfar kreppunnar þurfti Eyjafjarðarsveit, eins og mörg önnur sveitarfélög, að bregðast við til  að lækka rekstrarkostnað sveitarfélagsins og í  október 2008 var gripið til  aðgerða sem kölluðu á sársaukafullan niðurskurð m.a. uppsagnir fólks, lækkun launa og kröfu um meira vinnuframlag  allra sem að rekstri sveitarfélagsins koma.  Með þessum aðgerðum, skilningi  og góðri samstöðu starfsmanna og íbúa hefur tekist að halda þeirri góðu fjárhagsstöðu sem sveitarfélagið hefur haft. 
ástæður þess að gripið er til þessara aðgerða er megn óánægja sveitarstjórnar með þá   launastefnu sem virðist vera að ryðja sér til rúms á ný í nokkrum fjármálastofnunum landsins  á sama tíma og einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög eru að vinna úr afleiðingum fallsins með áðurnefndum hætti.  það  má öllum vera ljóst að fjármunir  til rekstrar þessara bankastofnana eru sóttir til viðskiptavina sem eru  nauðsynleg uppspretta þess fjár sem þarf til  að  greiða laun og annan rekstrarkostnað.
Sveitarstjórn skorar á fyrirtæki, félög,  stofnanir og einstaklinga að vera meðvitaðir um þá þróun sem á sér stað í þeim fjármálastofnunum sem þeir eiga viðskipti við og koma óánægju sinni á framfæri ef þörf er á  t.d. með því að flytja  viðskipti sín. Aðeins á þann hátt er mögulegt að hafa áhrif á stefnu  fjármálastofnana sem oft á tíðum virðist  alls ekki vera í neinum takti  við fólkið í landinu.  
   

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   16:40

Getum við bætt efni síðunnar?