Sveitarstjórn

403. fundur 25. maí 2011 kl. 11:56 - 11:56 Eldri-fundur

403 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 24. maí 2011 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Karel Rafnsson, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Ingibjörg ólöf Isaksen, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, skrifstofustjóri.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð 162. fundar skipulagsnefndar. Var það samþykkt og verður 5. liður dagskrár.


Dagskrá:

1.  1105001F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 144
 Fundargerð 144. fundar  íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

 1.1. 1103024 - Fjölskyldudagur 2011
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 1.2. 1104006 - Kvennahlaup íSí 2011
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 1.3. 1104010 - Styrkumsókn fyrir Gautaborgarleikana sumarið 2011
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 1.4. 1104009 - Styrkumsókn vegna Gautaborgarleikanna sumarið 2011
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 1.5. 1105001 - Sparkvöllur, rekstur og fyrirkomulag
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 1.6. 1105002 - Styrkumsókn vegna keppnisferðar til Gautaborgar 2011
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 1.7. 1105003 - Styrkumsókn vegna handboltaiðkunar
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
   
2.  1105002F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 107
 Fundargerð 107.  fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og eistakir liðir bera með sér.

 2.1. 1102024 - Heildarúttekt og skráning á náttúrufari
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 2.2. 1102023 - Sorphirða í Eyjafjarðarsveit - útboð
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 2.3. 0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
   
3.  1105003F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 108
 Fundargerð 108.  fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

 3.1. 0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.  
 
 3.2. 1102023 - Sorphirða í Eyjafjarðarsveit - útboð
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt. 
 
 
   
4.  1105004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 161
 Fundargerð 161. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

 4.1. 1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
  Nefndin frestaði afgreiðslu.
 
 4.2. 1010011 - Höskuldsstaðir breyting á íbúðasvæði íS15
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 4.3. 1010023 - Stefnumótun fyrir landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 4.4. 1105011 - Gróðurhús á Hlébergi
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
   
5.  1105007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 162
 Fundargerð 162. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

 5.1. 1010011 - Höskuldsstaðir breyting á íbúðasvæði íS15
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
   
6.  1105004 - Byggingarnefnd 81. fundur
 Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 7. og 9. lið í fundargerðinni.  Varðandi afgreiðslu nefndarinnar á 8. lið samþykkir sveitarstjórn að vísa erindinu til umsagnar hjá skipulagsnefnd.
  
   
7.  1105009 - 135. fundur Heilbrigðisnefndar
 Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

   
8.  1105005 - 786. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
 Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

   
9.  1104015 - ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2010, síðari umræða
 Helstu niðurstöður úr ársreikningum í þús. kr.  
    
                                        Sveitarsjóður          Sveitarsjóður
                                           A-hluti                 A og B-hluti
Rekstrartekjur                        655.621                 662.648
Rekstrargjöld                         607.267                 610.740
Fjármunat. og fjám.gjöld           14.118                     4.162
Rekstrarniðurstaða                   62.472                   56.070
Veltufé frá rekstri                    72.864                   74.498
 
Sveitarstjórn samþykkir ársreikninginn samhljóða og þakkar starfsmönnum vel unnin störf og ábyrga meðferð fjármuna sveitarfélagsins.
 
   
10.  1105012 - Opnun tilboða í lóð og leiktæki við Hrafnagilsskóla
 Föstudaginn 20. maí voru opnuð tilboð í lóð og leiktæki á lóð Hrafnagilsskóla og bárust tilboð í verkið frá Túnþökusölu Kristins ehf.  kr. 14.869.940.- og frá Græna laufi  ehf  kr. 12.695.823.-.   Kostnaðaráætlun var 12.189.500.-   í fjárhagsáætlun ársins 2011 var gert ráð fyrir kr. 9.200.000.- til framkvæmda á lóð Hrafnagilsskóla.   Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að semja við Græna lauf ehf.  um verkið á þann hátt að á árinu 2011 verði aðeins unnið við lóð skólans að því marki sem rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins þó með þeirri tilfærslu í áætlun ársins sem getið er í fyrirliggjandi minnisblaði sveitarstjóra. 

   
11.  1105010 - Freyvangsleikhúsið - styrkur
 Sveitarstjórn óskar Freyvangsleikhúsinu til hamingju með að hafa verið valin athyglisverðasta áhugamannasýning leikársins 2010 - 2011.  þetta er í 18.  sinn sem valið fer fram og í fjóða skipti sem Freyvangsleikhúsinu áskotnast þessi heiður.  Af þessu tilefni samþykkir sveitarstjórn að styrkja Freyvangsleikhúsið um kr. 100.000.- vegna fararkostnaðar.
   

12.  1104017 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, styrkumsókn
 Hestamannafélagið Léttir óskar eftir því að Eyjafjarðarsveit komi ásamt félaginu að gerð reiðvegar meðfram Miðbraut.   Heildarkostnaður er áætlaður 5.5 millj. án vegræsis og vinnu við það.    Sveitarstjórn  frestar erindinu. 

   
13.  1105013 - Samstarfssamningur um rekstur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar
 Fyrir lá endurnýjaður samstarfssamningur um rekstur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar.   Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamning.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að fylgja eftir fyrri samþykkt sveitarstjórnar varðandi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið.

   
14.  1105014 - Flokkun Eyjafjarðar ehf
 Fundarboð á aðalfund Flokkunar ehf.   Samþykkt að  sveitarstjóri  verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

   
15.  1002011 - þjónusta við fatlaða skipan í þjónustuhóp
 Skipa þarf í þjónustuhóp í tengslum við samstarf sveitarfélaga um málefni fatlaðra.  Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins í þjónustuhópnum.

   
16.  1105015 - Landgræðsla ríkisins - Vegna verkefnisins ´Bændur græða landið´2010
  Landgræðsla ríkisins sækir um styrk kr. 45.000.-  vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið"  í Eyjafjarðarsveit.   Erindið er samþykkt.

   
17.  1011002 - Starfshættir í Hrafnagilsskóla
 Samþykkt samhljóða að þessi liður verði ræddur sem trúnaðarmál.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:15

Getum við bætt efni síðunnar?