Sveitarstjórn

203. fundur 07. desember 2006 kl. 00:36 - 00:36 Eldri-fundur

203. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 16. apríl 2002, kl. 16:30

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnbjörg Jóhannsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Aðalheiður Harðardóttir, Jón Jónsson, Dýrleif Jónsdóttir, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

 

1. ályktun kennarafundar Hrafnagilsskóla frá 2. apríl 2002
í ályktuninni er þeirri áskorun beint til sveitarstjórnar að tryggja öllum starfsmönnum sveitarfélagsins mótframlagsgreiðslu vegna viðbótarlífeyrissjóðs.
Samþykkt að fresta afgreiðslu og leita umsagnar Launanefndar sveitarfélaga.

 

2. Erindi Guðmundar Elíssonar og Guðnýjar H. Guðmundsdóttur, þórunnarstræti 136, Akureyri, dags. 5. apríl 2002
í erindinu er farið fram á lagningu hitaveitu að húsi þeirra að Kroppi.
Samþykkt að óska eftir tæknilegri úttekt á verkinu.


3. Erindi Eiríks Páls Sveinssonar, Beykilundi 9, Akureyri, dags. 27. mars 2002, beiðni um að breyta nafni hússins Kríuhóls í Breiðablik
Erindið er samþykkt.


4. Erindi Gyðu Thoroddsen, Reykhúsum 4, dags. 7. apríl 2002, ósk um leyfi til að framleigja íbúðina að Reykhúsum 4 í tvö ár vegna dvalar utan sveitarinnar þann tíma
Erindinu vísað til húsnæðisnefndar.

 

5. Afþreyingarsetur íslands, dags. 2. apríl 2002
Kynning á hugmyndum sem ræddar hafa verið innan stýrihópsins og viðbrögð/undirtektir nokkurra hugsanlegara samstarfsaðila.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmyndirnar og vísar erindinu til umsagnar hjá umhverfisnefnd og menningarmálanefnd.

 

6. Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 34. og 35. fundur, 13. feb. og 13. mars 2002
Lagðar fram til kynningar

 

7. Fundargerð stjórnar Eyþings, 129. fundur 20. mars 2002
Lögð fram til kynningar.

 

8. Tilnefning fulltrúa á aðalfund Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar 2002
Samþykkt að Gunnar Valur Eyþórsson verði fulltrúi Eyjafjarðarsveitar á fundinum.

 

9. Skipan undirkjörstjórna vegna sveitarstjórnarkosninga 25. maí 2002
Eftirfarandi skipun í undirkjörstjórnir var samþykkt samhljóða.


Undirkjörstjórn í Saurbæjarkjördeild:

Aðalmenn:
Ingibjörg Jónsdóttir, Villingadal
Brynjar Skúlason, Hólsgerði
ævar Kristinsson, Miklagarði

 

Varamenn:
Rósa M. Tryggvadóttir, Grænuhlíð
Jóhann ólafsson, Krónustöðum
þorsteinn Jónsson, Samkomugerði

 

Undirkjörstjórn Hrafnagilsdeild:
Aðalmenn:
Jón Jóhannesson, Espihóli
Hulda Jónsdóttir, Ytri Tjörnum
Birgir þórðarson, öngulsstöðum

 

Varamenn:
þorsteinn Eiríksson, Kristnesi 9
Anna Ringsted, þórustöðum 4
Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, ártröð 1

 

10. Endurskoðun Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014
á fundinn mætti Benedikt Björnsson, arkitekt og fór yfir ýmiss málefni er tengjast fyrirhugaðri endurskoðun.

 

11. Erindi frá G.V. Gröfum ehf og Agli Jónssyni, dags. 11. apríl 2002, umsókn um leyfi til sandtöku
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um afstöðu Veiðfélags Eyjafjarðarár.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00Getum við bætt efni síðunnar?