Sveitarstjórn

406. fundur 07. september 2011 kl. 15:32 - 15:32 Eldri-fundur

406 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 6. september 2011 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Kristín Kolbeinsdóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Ingibjörg ólöf Isaksen, Jónas Vigfússon, Stefán árnason og Brynhildur Bjarnadóttir.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, skrifstofustjóri.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá umsókn frá Sólveigu Klöru Káradóttur um leyfi til að halda hund. Var það samþykkt og verður það 9. liður dagskrár.


Dagskrá:

1.  1108008F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 146
 Fundargerð 146. fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
 
 1.1. 1108018 - ósk um umsókn fyrir 2. landsmót 50+ UMFí
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
 
 1.2. 1102008 - íþróttaskóli fyrir litlu börnin
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 1.3. 1108013 - Forvarnarmál, veggspjald til kaups.
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 1.4. 1107006 - Umsókn JSH um styrk vegna æfinga- og keppnisferðar í fimleikum
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
   
2.  1108007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 165
 Fundargerð 165. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu ein og einstakir liðir bera með sér.

 2.1. 0902014 - Endurnýjun byggðalínu - Blöndulína 3
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 2.2. 1108016 - þverárnáma - matsáætlun
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 2.3. 1108017 - Nafnabreyting á Syðra Laugalandi
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 2.4. 1104016 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, framkvæmdaleyfi
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.   Leitað skal umsagnar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út í samræmi við 37. gr. laga um náttúruvernd nr.  44/1999.
 
   
3.  1108006F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 7
 Fundargerð 7. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

 3.1. 1104011 - Fjallskil og fjárgöngur 2011
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
   
4.  1108005F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 111
 Fundargerð umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

 4.1. 1102023 - Sorphirða í Eyjafjarðarsveit - útboð
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 4.2. 0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 4.3. 1108014 - Umhverfisverðlaun 2011
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
   
5.  1109004 - Molta - staða og framtíð
 á fundinn mættu frá Moltu ehf.   Eiður Guðmundsson, framkvæmdastjóri og Guðmundur Sigvaldason, stjórnarformaður.  Guðmundur og Eiður gerðu grein fyrir uppbyggingu,  rekstri og  fjárhagsstöðu fyrirtækisins.  það kom fram hjá þeim að fyrirhugað er að auka hlutafé fyrirtækisins um kr. 47.611.000.-.  Miðað við eignarhlut Eyjafjarðarsveitar í fyrirtækinu yrði hlutur  sveitarfélagsins í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu  kr. 1.491.461.-.
   
6.  1109005 - Samningur um móttöku og flutning sorps
 Fyrirliggjandi samningur er er samþykktur.  Samþykkt að hafa gámasvæðið opið 3 daga í viku.  Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir starfsmanni.
   
7.  1102007 - Framkvæmdaráð - fundargerðir 2011
 Fundargerðirnar er samþykktar.
   
8.  1108009 - Fjárhagsáætlun 2011
 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur málaflokka 01.01.2011  - 31.08.2011
   
9.  1109008 - Umsókn um hundaleyfi
 Sólveig Klara Káradóttir sækir um leyfi til að halda hundinn Leloo að Kristnesi 12a. Hundurinn er Siberian Husky, en sú tegund hefur ríkt veiðieðli og hefur hann drepið lamb og kettling. Kvartað hefur verið undan hundinum og eru foreldrar hræddir um börn sín vegna hundsins.
Með vísan til 14. gr. samþykktar um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit hafnar sveitarstjórn umsókninni.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:15

Getum við bætt efni síðunnar?