Sveitarstjórn

204. fundur 07. desember 2006 kl. 00:37 - 00:37 Eldri-fundur

204. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 30. apríl 2002, kl. 16:30.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnbjörg Jóhannsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Aðalheiður Harðardóttir, Jón Jónsson, Dýrleif Jónsdóttir, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. apríl 2002.
Var það samþykkt og verður hún tekin til afgreiðslu samhliða 8. og 9. lið dagskrár.

 

 

1. ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2001, fyrri umræða
á fundinn mætti þorsteinn þorsteinsson endurskoðandi, fór hann yfir reikninginn og skýrði hann.
Samþykkt að vísa reikningnum til síðari umræðu.

 

2. Fundargerð skólanefndar, 116. fundur, 7. mars 2002
Afgreiðslu var frestað á 201. fundi sveitarstjórnar.
Fyrir lá minnisblað frá sveitarstjóra dags. 24. apríl 2002 varðandi kennsluáætlun.
á fundinn mætti Karl Frímannssson, skólastjóri og skýrði nánar beiðni skólans um viðbótarstöðugildi.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kennsluáætlun Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2002-2003 og að stofnað verði til nýrrar stöðu námsráðgjafa í hálfu starfi. Með tilkomu starfsins verði lögð aukin áhersla á forvarnarstarf í skólastarfinu.

 

3. Rekstur skólavistunar sbr. minnisblað dags. 24. apríl 2002
Sveitarstjórn felur skólastjóra og sveitarstjóra að skoða húsnæðismál skólavistunar og koma með tillögu þar um til skólanefndar.

 

4. Erindi Vatnsveitufélags Kaupangssveitar dags. 19. apríl 2002, beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í fyrirhugaðri vatnsveitu
Samþykkt að óska eftir endanlegri áætlun um rekstur veitunnar.

 

5. Fundargerð stjórnar félagsheimilanna, 1. fundur 15. apríl 2002
Varðandi 3. lið, ?Húsvarsla í Freyvangi?, beinir sveitarstjórn þeim tilmælum til stjórnar félagsheimilanna að kannað verði frekar hvort þörf sé á að hafa sérstakan húsvörð í Freyvangi.
Annað í fundargerð gefur ekki tilefni til ályktunar.

 

6. Fundargerð húsnæðisnefndar, 16. fundur 24. apríl 2002
Fundargerðin er samþykkt.

 

7. Fundargerð byggingarnefndar, 138. fundur, 9. apríl 2002
2. liður, Gunnar Jónasson sækir um leyfi til að byggja sólskála á lögbýlinu Rifkelsstöðum 2B.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
3. liður, Hjálparsveitin Dalbjörg sækir um leyfi til að byggja forstofu við Bangsabúð.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
4. liður, breytingar og endurinnrétting á íbúðarhúsinu að Kroppi.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.

 

8. Deiliskipulag íbúðarbyggðar í landi Kaupangs, ásamt 1. lið fundargerðar skipulagsnefndar, 18. fundur 30. apríl 2002
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið og afgreiðslu skipulagsnefndar á því.

 

9. Deiliskipulag smábýlabyggðar í landi Hólshúsa, ásamt 22. lið fundargerðar skipulagsnefndar, 18. fundur 30. apríl 2002
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á deiliskipulagstillögu og á 2. lið fundargerðar skipulagsnefndar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og formanni skipulagsnefndar að ræða við landeiganda og arkitekt skipulagsins.

 

10. Kaupsamningur um jörðina Fellshlíð dags. 16. apríl 2002, þar sem Kristján Jónsson og Svanborg Svanbergsdóttir selja ævari Hreinssyni og Elínu M. Stefánsdóttur jörðina Fellshlíð.Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti.

 

11. Kaupsamningar um jörðina Gilsá 1 dags. 12. apríl 2002
a) Sigríður K. Guðmundsdóttir selur jörð og útihús að Gilsá 1, kaupandi er þröstur Freyr Bjarkason.
b) Sigríður K. Guðmundsdóttir selur íbúðarhús og lóð að Gilsá 1, kaupandi er Friðrik Gissurarson.
Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti.

 

12. Kaupsamningur um jörðina Sámsstaði dags. 26. febrúar 2002, þar sem Jón Pálmi Gíslason selur Höskuldi Jónssyni, Elfu ágústsdóttur, Kristjáni þorvaldssyni og Kristínu T. þórsdóttur jörðina Sámsstaði.
Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti.

 

13. Kaupsamningur um jörðina Samkomugerði II dags. 26. mars 2002 , þar sem ágúst ásgrímsson og Hulda Sigurðardóttir selja Baldvin Birgissyni og Hönnu M. Skaftadóttur jörðina Samkomugerði II.
Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti.

 

14. Kaupsamningur um lóð nr. 30 úr landi Leifsstaða dags. 22. apríl 2002, þar sem Fjóla Guðjónsdóttir selur Depli ehf. lóð nr. 30 úr landi Leifsstaða
Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45

Getum við bætt efni síðunnar?