415 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 28.
febrúar 2012 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Ingibjörg
ólöf Isaksen, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. 1202004F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 117
Fundargerð 117. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. 0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.2. 1007009 - Heildar stefnumörkun um sorphirðu og flokkun í sveitarfélaginu
Afgreiðsla
nefndarinnar samþykkt.
Sveitarstjórn mótmælir harðlega áformum um breytingar á reglugerð um meðferð og nýtingu á slátur- og dýraleifum á
þann veg að tíu ár þurfi að líða frá því molta er borin á land til áburðar, eða jarðvegsbætingar
þar til heimilt sé að leyfa beit eða afla fóðurs á því landi. Samkvæmt núgildandi reglugerð þarf að líða 21
dagur frá því molta er borin á landið þar til heimilt er að nýta landið til beitar eða til fóðuröflunar, breyting
í þessa veru mun kippa öllum rekstrargrundvelli undan rekstri Moltu ehf. í Eyjafirði.
1.3. 1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.4. 1201006 - Landgræðsla ríkisins - Vegna verkefnisins "Bændur græða landið"
2011
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2. 1202005F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 197
Fundargerð 197. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök
erindi bera með sér.
2.1. 1103009 - Skólavogin
Beiðni skólanefndar um aukafjárveitngu kr. 320.000.- er samþykkt
og verður upphæðin tekin af áætluðum rekstrarafgangi ársins.
2.2. 1103014 - Skólaakstur
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.3. 0711005 - Mötuneyti - Samningur um rekstur
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4. 1202011 - Lög og reglugerðir
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.5. 1012002 - Ráðgjafaþjónusta - endurskoðun samnings
Sveitarstjórn kallar eftir
umfjöllun nefndarinnar um fyrirliggjandi samning.
2.6. 1202012 - ályktun kirkjuþings 2011
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3. 1202003F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 140
Fundargerð 140. fundar
félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. 0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
Gefur ekki tilefni til
ályktana.
3.2. 1009015 - Endurskoðun á jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til
ályktana.
3.3. 1012002 - Ráðgjafaþjónusta - endurskoðun samnings
Afgreiðsla nefndarinnar er
samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir að reglur félagsmálaráðs Akureyrar um fjárhagsaðstoð, gildi einnig um slíka aðstoð
til íbúa í Eyjafjarððarsveit.
3.4. 1101004 - Skólatröð 2 - félagsleg íbúð
Afgreiðsla nefndarinnar er
samþykkt.
4. 1202006F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 175
Fundargerð 175. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. 1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5. 1202007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 176
Fundargerð 176. fundar skipulagsnefndar tekin
til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. 1101011 - Stígur milli Reykárhverfis og Akureyrar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
5.2. 1202015 - Ytra-Laugaland, lóðamörk
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
5.3. 1202001 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi Elísabetar skv. gististaðaflokki
I
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
5.4. 1202010 - Syðra-Dalsgerði, svenfskáli-gestahús.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.5. 1109003 - þverá Golf ehf sækir um leyfi til kaupa á sandi úr sjó í landi
Eyrarlands
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
6. 1202009 - Alda, forkaupsréttur Eyjafjarðarsveitar
Jónas vék af fundi við umfjöllun um þetta mál. Sveitarstjórn samþykkir nýta ekki forkaupsrétt.
7. 1104017 - Reiðvegur - Héraðsleið 2, styrkumsókn
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 500.000.- og verður fjárhæðin tekin af áætluðum rekstrarafgangi
ársins.
8. 1202018 - Styrkbeiðni til kaupa á lyftu fyrir fatlaða við sundlaugina á Hrafnagili
Stefán vék af fundi við
umfjöllun um þetta mál.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi sækir um styrk til að kaupa lyftu fyrir fatlaða sem staðsett verður við sundlaug Hrafnagilsskóla.
áætlaður kostnaður við kaupin er 1.500.000.- og er er sótt um styrk allt að kr. 400.000.-. Sveitarstjórn samþykkir
erindið og verður fjárhæðin tekin af áætluðum rekstrarafgangi ársins.
9. 1202016 - Fjárhagsáætlun 2013 - 2015
áætluninni er vísað til síðari umræðu.
10. 1202017 - Eyfirðingar framan Glerár og Varðgjár. Jarða- og ábúendatal
Borist hefur styrkbeiðni frá Sögufélagi Eyfirðinga vegna útgáfu ritsins, Eyfirðingar framan Glerár og Varðgjár, en það
er jarða- og ábúendatal. Eftir er að gera nafnaskrá, en að öðru leyti er ritið tilbúið til prentunar en ritið yrði í 6 bindum.
áætlaður kostnaður við prentunina er kr. 16.250.000 og mun Sögufélagið ekki hefja prentun fyrr en loforð hafa fengist fyrir allri upphæðinni.
Auk Eyjafjarðarsveitar hefur verið óskað eftir styrk frá fjórum öðrum aðilum.
þrekvirki hefur verið unnið við samantekt þessa rits sem nær aftur til manntalsins 1703. ómæld vinna hefur farið í gagnaöflun og ritun og
eru þeim sem unnu að rituninni þökkuð óeigingjörn störf.
Sveitarstjórn hefur áhyggjur af því að ekki náist að safna allri upphæðinni á skömmum tíma og beinir því til
Sögufélagsins að athuga gaumgæfilega hvort ekki sé ástæða til að gefa ritið út á veraldarvefnum. þetta væri
metnaðarfull og nútímaleg aðferð og öðrum til eftirbreytni. á þann hátt yrði efnið aðgengilegt fyrir alla og myndi nýtast vel
við alls kyns rannsóknarvinnu, skólaverkefni, kynningarstarfsemi o.s.frv. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar er tilbúin að styðja myndarlega við
uppsetningu á slíkum vef. Ekki væri verið að útiloka bókaútgáfu síðar en meiri líkur á að efnið komi fyrir
almenningssjónir fyrr með þessum hætti.
11. 1202019 - áhaldahús / aðstöðuhús fyrir sveitarfélagið
Sveitarstjórn samþykktir að fela
framkvæmdaráði að meta kosti þess og galla að kjallari íþróttahúss verði gerður að aðstöðuhúsi fyrir
sveitarfélagið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10