Sveitarstjórn

421. fundur 29. ágúst 2012 kl. 11:31 - 11:31 Eldri-fundur

421. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 28. ágúst 2012 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Ingibjörg ólöf Isaksen, Jónas Vigfússon, Stefán árnason og Leifur Guðmundsson.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, skrifstofustjóri.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð 20. fundar framkvæmdaráðs. Var það samþykkt og verður 5. liður dagskrár.

Dagskrá:

1.  1206008F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 202
 Fundargerð 202. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
 1.1. 1205010 - Starfsmannamál Hrafnagilsskóla 2012-2013
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 1.2. 1206011 - Nýbygging við Hrafnagilsskóla ásamt eldri stofum
  Sveitarstjórn samþykkir að skipa nefnd á næsta fundi sveitarstjórnar. Nefndin geri tillögur um framtíðaruppbyggingu skólans.
 
 1.3. 1205011 - Stofnbúnaður í almennum kennslustofum
  Afgreiðslu skólanefndar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
 
 1.4. 1206012 - Rekstrarkostnaður eftir stærð skóla 2010
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 1.5. 1206013 - Lærum hvert af öðru - virkjun grunnþáttanna, málþing 31.08.12
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 1.6. 1206014 - Aðalnámskrá grunnskóla: Námssvið og námsgreinar - drög til umsagnar
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
   
2.  1206007F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 144
 Fundargerð 144. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
 2.1. 1009024 - Stefnumótun fyrir félagsheimilin
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 2.2. 1202017 - Eyfirðingar framan Glerár og Varðgjár. Jarða- og ábúendatal
  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla frekar upplýsinga um málið.
 
   
3.  1208002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 183
 Fundargerð 183. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
 3.1. 0810010 - Jódísarstaðir - Deiliskipulag íbúðarbyggðar
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 3.2. 1205031 - Syðri-Varðgjá - deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 3.3. 1206003 - Grund II. óskað eftir skipulagsbreytingu á sumarbústaðalandi
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 3.4. 1208004 - Grund I, beiðni um að tveimur reitum verði skipt úr jörðinni
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 3.5. 1207007 - Leifsstaðabrúnir 13a - Beiðni um breytingu á byggingarskilmálum
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 3.6. 1207001 - Kristnes - landskipti
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 3.7. 1208009 - Ytri-Hóll II - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 3.8. 1208010 - Húsdýragarður að þverá
  Skipulagsnefnd frestaði erindinu.
 
   
4.  1207001F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 11
 Fundargerð 11. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
 4.1. 1204023 - Fjallskil og fjárgöngur 2012
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
   
5.  1206006F - Framkvæmdaráð - 20
 Fundargerðin er samþykkt.
   
6.  1208001F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 12
 Fundargerð 12. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
 6.1. 1204023 - Fjallskil og fjárgöngur 2012
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
   
7.  1208006 - Fundargerð 11. fundar framkvæmdastjórnar byggingarfulltrúaembættisins 9.08.2012
 Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
   
8.  1207003 - 798. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
 Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
   
9.  1206010 - Styrkumsókn. Eyðibýli á íslandi - Rannsóknir 2012
 Beiðni um styrk kr. 100.000.- til rannsóknar- og nýsköpunarverkefnisins Eyðibýli á íslandi. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000.- og verður fjárveitingunni mætt með lækkun á eigin fé.
   
10.  1208011 - ágangur búfjár
 Erindi frá Jóni H. Eiríkssyni vegna ágangs búfjár. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla lögfræðiálits um hver sé ábyrgð búfjáreigenda á því tjóni sem búfé veldur. Jafnframt er erindinu vísað til landbúnaðar- og atvinnumálanefndar.
   
11.  1208007 - Byggingarfulltrúi ársreikningur 2011
 Reikningurinn er samþykktur.
   
12.  1208013 - Opnunartími Bókasafns Eyjafjarðarsveitar
 Erindi frá menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar vegna opnunartíma bókasafns Eyjafjarðarsveitar. óskað er eftir aukafjárveitingu kr. 300 - 400.000.- til áframhaldandi tilraunar með lengri opnunartíma safnsins. Sveitarstjórn samþykkir að veita aukafjárveitingu kr. 400.000.- til verkefnisins og verður fjárveitingunni mætt með lækkun á eigin fé.
   
13.  1208014 - Samningur um landafnot við Hrafnagilshverfi
 Afgreiðslu erindisins er frestað.
   
14.  1208012 - ákvörðun um fundartíma sveitarstjórnar
 ákveðið að fundartími sveitarstjórnar verði kl. 12:00 þriðja hvern miðvikudag.
   
15.  0809029 - Reiðvegamál - Munkaþverá, bakkar Eyjafjarðarár
 Jónas Vigfússon lýsti sig vanhæfan í þessu máli og vék af fundi,

Spurningar hafa vaknað hjá sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar varðandi eignarnámsheimild þá er veitt var hestamannafélaginu Funa á bökkum Munkaþverár með úrskurði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. þann 25. nóvember 2010 og framkvæmdaleyfi útgefnu af sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar dags. þann 15. mars 2006 og eru þær eftirfarandi:

í framkvæmdaleyfi, útgefnu af sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar þann 15. mars 2006, hljómar liður 2.9 þannig:

"Náið samráð skal haft við landeigendur um yfirferð og framkvæmdir í landi þeirra"

Hvernig fer með þetta skilyrði sveitarstjórnar fyrir því að framkvæmdir geti farið fram ef af eignarnámi verður?

Eitt af skilyrðum eignarnáms af hálfu ráðuneytisins er að: "Viðhald reiðstígsins skal vera á ábyrgð ríkisins og sveitarfélagsins Eyjafjarðar sbr. ákvæði 1. mgr. 10. gr. vegalaga nr. 80 2007."

í framkvæmdaleyfinu útg. þann 15. mars kemur fram í lið 2.11. "Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lítur svo á að með útgáfu framkvæmdaleyfis þessa teljist framkvæmdaleyfishafarnir veghaldarar sbr. 16. og 17. gr vegalaga nr.45/1994.

þarna stangast á annars vegar texti í útgefnu framkvæmdaleyfi og hins vegar skilyrði ráðurneytis fyrir því að af eignarnámi geti orðið.

Hvernig túlkar ráðuneytið þetta sem á undan er talið?

Ljóst er að hér fara ekki saman þau skilyrði sem sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar annars vegar og ráðuneytið hins vegar setja. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur um langt skeið verið fullkunnugt um ágreining þann sem uppi er í þessu máli þ.e. að hestamannafélagið Funi og landeigandi Munkaþverár hafa ekki náð samkomulagi um umferð ríðandi manna um land Munkaþverár. Framkvæmdaleyfið var á sínum tíma gefið út í góðri trú sveitarstjórnar um að um myndi semjast og ber orðalag keim af því. Hlýtur því að vera eðlilegt að spyrja:

Telst framkvæmdaleyfi það sem um ræðir vera ennþá í gildi þar sem sveitarstjórn gerði ekki ráð fyrir þeim möguleika að farið yrði í eignarnám á grundvelli þess?

Sveitarstjórn samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.
   


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25

Getum við bætt efni síðunnar?