425. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 21. nóvember 2012 og hófst hann kl. 12:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Kristín Kolbeinsdóttir, Jón Stefánsson, Ingibjörg ólöf Isaksen, Leifur Guðmundsson, Jónas Vigfússon, Stefán
árnason og Birgir H. Arason.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason, skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. 1210007F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 204
Fundargerð 204. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. 1211007 - Skólaskýrsla 2012
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2. 1211008 - Samræmd próf Hrafnagilsskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3. 1211009 - Hrafnagilsskóli - vinnureglur
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4. 1209028 - Grunnskóladeild skólaárið 2012-2013
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
1.5. 1211010 - Kostnaður vegna skóla 2011
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.6. 1211011 - Fjárhagsáætlun 2013 skólanefnd
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 1211001F - Framkvæmdaráð - 23
Fundargerð 23. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. 1206002 - Framkvæmdir 2012
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2.2. 1202016 - Fjárhagsáætlun 2013 - 2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3. 1210002 - Worldwide friends sjálfboðaliðar í verðug verkefni árið 2013
Afgreiðsla framkvæmdaráðs samþykkt.
3. 1211002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 187
Fundargerð 187. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. 1211012 - Fjárhagsáætlun skipulagsnefndar 2013
Fjárhagsáætlun nefndarinnar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2013.
3.2. 1003033 - Kaupangsbakkar - leyfi til efnistöku
Nefndin frestaði afgreiðslu málsins.
3.3. 1210018 - Vegun ehf - umsókn um framkvæmdaleyfi í landi Akurs
Nefndin frestaði afgreiðslu málsins.
3.4. 1210017 - Vegun ehf - umsókn um framkvæmdaleyfi í landi Víðiness
Nefndin frestaði afgreiðslu málsins.
3.5. 1209034 - Landsskipulagsstefna 2013-2024 og umhverfisskýrsla
Sveitarstjórn telur mjög mjög óeðlilegt og mótmælir því að tengt sé saman utan þéttbýlis búseta
og atvinna manna eins og gert er i fyrirliggjandi Landsskipulagsstefnu 2013-2024.
3.6. 1208016 - Torfufell - umsókn um byggingarreit
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
4. 1211004F - Framkvæmdaráð - 24
Fundargerð 24. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. 1202016 - Fjárhagsáætlun 2013 - 2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5. 1211015 - 146. fundur Heilbrigðisnefndar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
6. 1211016 - 147. fundur Heilbrigðisnefndar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. 1210020 - 234. fundur Eyþings
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8. 1210019 - 233. fundur Eyþings
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
9. 1210021 - 235.fundur Eyþings
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
10. 1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
Samþykktin um búfjárhald tekin til síðari umræðu. Fyrirliggjandi samþykkt er samþykkt samhljóða.
11. 1211005 - Samþykkt fyrir Héraðsskjalasafnið á Akureyri 2012
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt.
12. 1210022 - Framtíðarskipan minkaveiða
Fyrir fundinum lá erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um fyrirkomulag minkaveiða.
Afgreiðslu frestað.
13. 1211003 - Markaðsstofa Norðurlands, samstarfssamningur 2013 - 2015
Fyrirliggjandi samningur er samþykktur.
14. 1211019 - Umsögn um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fagnar frumvarpi til laga um að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík og leggur til að
það verði samþykkt.
Sveitarstjórn telur mikilvægt að eytt verði þeirri óvissu sem ríkir um framtíð flugvallarins og að sem fyrst verði byggð viðunandi
flugstöð.
15. 1211004 - Styrkumsókn vegna starfsemi Landsbyggðin lifi
Vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2013.
16. 1207002 - Fjárhagsáætlun 2013
Fjárhagsáætlun 2013 tekin til fyrri umræðu og samþykkt að vísa henni til síðari umræðu.
17. 1211014 - Fjárhagsáætlun 2014 - 2016
Fjárhagsáætlun 2014 - 2016 tekin til fyrri umræðu og samþykkt að vísa henni til síðari umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50