Sveitarstjórn

427. fundur 02. janúar 2013 kl. 14:40 - 14:40 Eldri-fundur

427. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, föstudaginn 14. desember 2012 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Leifur Guðmundsson, Jónas Vigfússon, Stefán árnason og Jóhanna Elín Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.  1212003F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 122
 Fundargerð 122. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
 1.1. 1111036 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
   
2.  1212013 - Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar
 Drög að samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar ásamt siðareglum tekin til fyrri umræðu.
Samþykkt að vísa þeim til síðari umræðu.
   
3.  1207002 - Fjárhagsáætlun 2013
 Fjárhagsáætlun ársins 2013 tekin til síðari umræðu.
Samþykkt eftirfarandi gjaldskrá:

útsvarshlutfall árið 2013 verði óbreytt, þ.e. 14,48%.
Fasteignaskattur, A stofn 0.41 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1.32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1.20 % (óbreytt)
Holræsagjald 0.1 % (óbreytt)
Vatnsskattur:
íbúðarhúsnæði, vatnsgjald kr./m²/ár 113,70 - Fast gjald á matseiningu kr./ár 7,579,60
Annað húsnæði, vatnsgjald kr./m²/ár 113,70 - Fast gjald á matseiningu kr./ár 15,159,20

Gjalddagar fasteignagjalda verði 5 þ.e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní.

Afsláttur er veittur af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega og hækkar tekjuviðmiðið um 4% frá fyrra ári.
Einstaklingar:
100 % 0.- til 2.122.000.-
75 % 2.122.001.- til 2.312.000.-
50 % 2.312.001.- til 2.536.000.-
25 % 2.536.001.- til 2.770.000.-
Hjón og samskattað sambýlisfólk:
100 % 0.- til 3.606.000.-
75 % 3.606.001.- til 3.931.000.-
50 % 3.931.001.- til 4.309.000.-
25 % 4.309.001.- til 4.675.000.-
Tekjuviðmið miðast við allar skattskyldar tekjur þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur.

álagning sorpgjalds er samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá.

Rotþróargjald verði:
þróarstærð allt að 1800 l kr. 8.005.- 4% hækkun
þróarstærð 1801 - 3600 l kr. 12.228.- 4% hækkun

Gjaldskrá skóla:
Gjaldskrá leikskóla verður lækkuð og verður kr. 2.500.- pr. vistunartíma.
Afsláttur verður hækkaður þannig að:
30% afsláttur veittur vegna annars barn. Var 25%
60% afsláttur vegna þriðja barns. Var 50%
Ekkert leiskólagjald verði greitt fyrir fjórða barn. óbreytt
Afsláttur á leikskólagjöldum barna þar sem báðir foreldrar eru atvinnulausir, eða í námi, eða annað foreldrið atvinnulaust og hitt í námi verði 33,33%. Var ekki sérstakur afsláttur.
Vistunargjöld í skólavistun í grunnskóla verði hækkuð í kr. 200.- per klst. Var kr. 166.-
Ofangreindar breytingar taka gildi 1. ágúst 2013.

Mötuneyti:
Mötuneytisgjald á dag er í 1 -7. bekk er kr. 350.- og fyrir 8 - 10. bekk kr. 400.-
Fullt fæði í leikskóla er kr. 5.624.- pr. mánuði.
Starfsmenn greiða kr. 450.- fyrir máltíðina.
Mötuneytisgjöld taka breytingum 1. ágúst 2013 samkvæmt vísitölu í verksamningi um rekstur mötuneytis.

þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Fjárfestingar samtals kr. 18.440.000.- og markað viðhald kr. 9.170.000.- Samtals kr. 27.610.000.-
Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2013 í þús. kr.
Tekjur kr. 733.778
Gjöld án fjármagnsliða kr. 707.858
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 8.124)
Rekstrarniðurstaða kr. 18.797
Veltufé frá rekstri kr. 47.333
Fjárfesingarhreyfingar kr. 18.440
Afborganir lána kr. 26.959
Hækkun á handbæru fé kr. 934

Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum.

Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.
Fjárhagsáætlunin er samþykkt samhljóða og þakkar sveitarstjórn öllu nefndarfólki og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir ánægulegt samstarf og góða vinnu við áætlanagerð fyrir árið 2013.
þá voru einnig samþykktar fyrirliggjandi breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2012.
   
4.  1211014 - Fjárhagsáætlun 2014 - 2016
 Fyrirliggjandi áætlun var samþykkt samhljóða. í áætluninni er gert ráð fyrir framkvæmdum á tímabilinu fyrir kr. 113,9 millj. Ekki er á tímabilinu gert ráð fyrir neinum nýjum lántökum. Langtímaskuldir verða greiddar niður um 81,7 millj.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45

Getum við bætt efni síðunnar?