Sveitarstjórn

436. fundur 11. september 2013 kl. 15:43 - 15:43 Eldri-fundur

436. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 11. september 2013 og hófst hann kl. 12:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Ingibjörg ólöf Isaksen, Leifur Guðmundsson, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, .

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð frá opnun tilboða í lóðir. Var það samþykkt og verður 14. liður dagskrár.

Dagskrá:

1.  1308003F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 16
 Fundargerð 16. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

 1.1. 1305025 - Fjallskil 2013
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
   
2.  1309001F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 209
 Fundargerð 209. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

 2.1. 1309002 - Hrafnagilsskóli - skólabyrjun
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 2.2. 1103014 - Skólaakstur
  Skólanefnd skorar á sveitarstjórn að draga ákvörðun um flýtingu skólaaksturs til baka og erindi hafa borist frá foreldrum sem eru óánægðir með breytt fyrirkomulag á skólaakstri.
Tekin var ákvörðun um flýtingu skólaaksturs vegna ákvörðunar um að bjóða almenningi að nýta sér ferðir bílanna og var sú hugmynd rædd á íbúafundi og hlaut góðar undirtektir s.l. vor.
þessi ákvörðunin gildir út skólaárið, en tímaáætlanir verða endurskoðaðar þegar reynsla kemur á notkun þjónustunnar, eigi síðar en í byrjun nóvember. ákvörðun um frekari almenningssamgöngur verður tekin undir öðrum lið síðar á fundinum.
 
 2.3. 1309003 - Afnot af heimilisfræðistofu
  Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningnum í samræmi við umræður a fundinum.
 
   
3.  1308005F - Framkvæmdaráð - 30
 Fundargerð 30. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

 3.1. 1306011 - Meðferðarheimilið Laugalandi, malbikun á plani og endurnýjun á teppum
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 3.2. 1303015 - Framkvæmdir 2013
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
   
4.  1308004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 206
 Fundargerð 206. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

 4.1. 1308001 - Austurhlíð frístundahús
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 4.2. 1304010 - þverárnáma deiliskipulag
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 4.3. 1306020 - Hrafnagilshverfi IV - breyting á deiliskipulagi
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
   
5.  1308014 - 244. fundur Eyþings
 Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
   
6.  1308016 - Almey 5. fundur 28.08.2013
 Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
   
7.  1308012 - Byggingarnefnd 89. fundur
 Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
   
8.  1308013 - ársreikningur byggingarfulltrúaembættisins 2012
 ársreikningur Byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis er samþykktur.
   
9.  1212013 - Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar
 Fyrirliggjandi voru ábendingar frá Innanríksráðuneytinu vegna samþykktar um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar. Samþykktin er samþykkt með þeim ábendingum sem ráðuneytið hefur lagt til.
   
10.  1305013 - Almenningssamgöngur í Eyjafjarðarsveit
 Ekki hefur tekist að fá viðræður við Eyþing um rekstur almenningsamgangna inn í Eyjafjarðarsveit og því hefur verið leitað annarra leiða.
ákveðið að semja við Hópferðabíla Akureyrar á grundvelli tilboðs um akstur að Hrafnagilshverfi um miðjan dag og eina ferð frá Akureyri kl. 16:30, sem fer að Hrafnagilshverfi, austur Miðbraut og þaðan til Akureyrar.
ákvörðunin gildir út skólaárið, en tímaáætlanir verði endurskoðaðar þegar reynsla kemur á notkun þjónustunnar.
áætlaður kostnaður árið 2013 er kr. 550.000, sem mætt verði með lækkun á eigin fé.
   
11.  1309004 - Fundargerð 12. fundar framkvæmdastjórnar byggingarfulltrúaembættisins
 Fundargerðin ásamt tillögu að gjaldskrá er samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í viðræðum um ráðningu sameiginlegs skipulagsfulltrúa fyrir Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Svalbarðsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp.
   
12.  1309006 - Aðalskipulag Reykjavíkur - athugasemdir
 Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur er nú í auglýsingu. í tillögunni er gert ráð fyrir flutningi á flugvellinum úr Vatnsmýrinni.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar bendir á ábyrgð borgarstjórnar gagnvart landinu öllu og mótmælir því harðlega að flugvöllurinn verði færður nema nýr flugvöllur verði tryggður með sambærilegu öryggi og í svipaðri fjarlægð frá stjórnsýslu rískisins og helstu þjónustu- og sjúkrastofnunum.
   
13.  1309005 - Samstarfssamningur milli Funa og Eyjafjarðarsveitar
 Fjallað var um samstarfssamning milli Eyjafjarðarsveitar og Hestamannafélagsins Funa.
Fyrirliggjandi samningur er samþykktur.
Kostnaði verði mætt með lækkun á eiginfé, samtals kr. 650.000-.
   
14.  1003011 - Breyting á samþykkt um gatnagerðargjald.
 Tilboð hafa verið opnuð í lóðir við Bakkatröð, en tilboð barst frá Oka ehf. í lóðir nr. 4, 6 og 8.
Sveitarstjóra falið að ræða við tilboðsgjafa.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:25

Getum við bætt efni síðunnar?