Sveitarstjórn

441. fundur 16. janúar 2014 kl. 11:56 - 11:56 Eldri-fundur

441. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, föstudaginn 13. desember 2013 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Ingibjörg ólöf Isaksen, Leifur Guðmundsson, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, skrifstofustjóri.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá umsögn um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar um eina klukkustund. Var það samþykkt.
Dagskrá:

1.     1312001F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 155
    Fundargerð 155. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
    1.1.    1310024 - Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2013
        Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
    1.2.    1312001 - þjónustusamningar við Akureyrarkaupstað 2012
        Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
    1.3.    1311015 - Fjárhagsáælun félagsmálanefndar 2014
        Visað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2014.
 
    1.4.    1209035 - Könnun í tengslum við málefni aldraðra í Eyjafjarðarsveit
        Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
         
2.     1312004F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 164
    Fundargerð 164. fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
    2.1.    1311026 - Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2014
        Visað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2014.
 
         
3.     1312005F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 18
    Fundargerð 18. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
    3.1.    1305025 - Fjallskil 2013
        Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
    3.2.    1312004 - Fjárhagsáætlun fjallskilanefndar 2014
        Visað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2014.
 
         
4.     1312002 - 249. fundur Eyþings
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
5.     1311038 - 810. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
6.     1309006 - Aðalskipulag Reykjavíkur - athugasemdir
    Lagt fram til kynningar.
         
7.     1312003 - Tækifæri - hlutabréf
    Sveitarstjórn samþykkir að afsala sér forkaupsrétti.
         
8.     1311034 - Málefni Moltu og Flokkunar
    Samþykkt að kaupa hlutafé í Flokkun ehf. á árinu 2014 að nafnvirði kr. 2.306.848.- að því tilskyldu að full samstaða náist um hlutafjáraukningu hjá núverandi hluthöfum.
         
9.     1310012 - Fjárhagsáætlun 2014 og þriggja ára áætlun - síðari umræða
    Fjárhagsáætlun ársins 2014 og áætlun fyrir árin 2015 til 2017 tekin til síðari umræðu.
Samþykkt eftirfarandi gjaldskrá:
Sveitarstjórn samþykkir, með fyrirvara um að lögum nr. 4/1945 um tekjustofna sveitarfélaga verði breytt á Alþingi fyrir 31. desember, að útsvar á árinu 2014 skuli nema 14,52%. Gangi fyrirhugaðar lagabreytingar ekki í gegn verður álagningin óbreytt 14,48%
Fasteignaskattur, A stofn 0.41 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1.32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1.20 % (óbreytt)
Holræsagjald 0.1 % (óbreytt)
Vatnsskattur:
íbúðarhúsnæði, vatnsgjald kr./m²/ár 117,80 - Fast gjald á matseiningu kr./ár 7,853,90
Annað húsnæði, vatnsgjald kr./m²/ár 117,80 - Fast gjald á matseiningu kr./ár 15,707,80
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5 þ.e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní.
Afsláttur er veittur af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega og hækkar tekjuviðmiðið um 4% frá fyrra ári.

Einstaklingar:
100 % 0.- til 2.207.000.-
75 % 2.207.001.- til 2.404.000.-
50 % 2.404.001.- til 2.637.000.-
25 % 2.637.001.- til 2.881.000.-

Hjón og samskattað sambýlisfólk:
100 % 0.- til 3.750.000.-
75 % 3.750.001.- til 4.088.000.-
50 % 4.088.001.- til 4.481.000.-
25 % 4.481.001.- til 4.862.000.-
Tekjuviðmið miðast við allar skattskyldar tekjur þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur.

álagning sorpgjalds er samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu umhverfisnefndar

Rotþróargjald verði:
þróarstærð allt að 1800 l kr. 8.325.- 4% hækkun
þróarstærð 1801 - 3600 l kr. 12.717.- 4% hækkun
Gjaldskrá skóla:
Gjaldskrár grunn- og leikskóla hækka í samræmi við verðlagsbreytingar 1. ágúst 2014.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu íþrótta- og tómstundanefndar
þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Fjárfestingar á árinu 2014 samtals kr. 11.620.000.- og markað viðhald kr. 15.065.000.- Samtals kr. 26.685.000.-
Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2014 í þús. kr.
Tekjur kr. 793.937
Gjöld án fjármagnsliða kr. 732.873
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 7.585 )
Rekstrarniðurstaða kr. 53.479
Veltufé frá rekstri kr. 82.618
Fjárfesingarhreyfingar kr. 10.457
Afborganir lána kr. 24.785
Hækkun á handbæru fé kr. 47.376
Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum.
Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.
Fjárhagsáætlunin er samþykkt samhljóða og þakkar sveitarstjórn öllu nefndarfólki og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir gott samstarf og góða vinnu við áætlanagerð fyrir árið 2014.
þá voru einnig samþykktir fyrirliggjandi viðaukar við áætlun ársins 2013.

Fjárhagsáætlun 2015 - 2017
Fyrirliggjandi áætlun var samþykkt samhljóða. í áætluninni er gert ráð fyrir fjárfestingum og mörkuðu viðhaldi á tímabilinu fyrir kr. 96,5 millj. Ekki er á tímabilinu gert ráð fyrir neinum nýjum lántökum. Langtímaskuldir verða greiddar niður um 78,3 millj. og eru áætlaðar í árslok 2017 135 millj. eða 17% af áætluðum tekjum.
         
10.     1312009 - Seinkun klukkunnar - umsögn um þingsályktunartillögu
    Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fagnar tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar um eina klukkustund og bjartari morgna og leggur til að tillagan verði samþykkt.
         
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00





Getum við bætt efni síðunnar?