Sveitarstjórn

449. fundur 30. maí 2014 kl. 13:07 - 13:07 Eldri-fundur

449. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, föstudaginn 23. maí 2014 og hófst hann kl. 15:00.


Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Leifur Guðmundsson, Björk Sigurðardóttir, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason, .


Dagskrá:

1.  1405005F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 127
 Fundargerð 127. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
 
1.1. 0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt með þeirri breytingu að sveitarstjóra er falið að semja gjaldskrá fyrir notendur varnarefnis i samræmi við umræður á fundinum.
 
 1.2. 1405004 - Fjölnota innkaupapokar
  Afgreiðsla nefndarinnar varðandi fjölnota innkaupapoka samþykkt.
 
 1.3. 1309011 - Friðlýsing hluta Glerárdals sem fólkvangs
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
   
2.  1405004F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 167
 Fundargerð 167. fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
 
2.1. 1403022 - Kvennahlaup 2014
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 2.2. 1309005 - Samstarfssamningur milli Funa og Eyjafjarðarsveitar
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 2.3. 1403021 - Stuðningur v. boðsundskeppni grunnskólanna
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.4. 1403011 - Styrkumsókn f.h. fjögurra kvenna í landsliði kvenna í íshokkí v/heimsmeistaramóts 2014
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.5. 1405003 - Styrkumsókn f.h. Guðmundar S.D. v/handboltamóts í Gautaborg 2014
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.6. 1405002 - Styrkumsókn Sveinborgar K.D. á Heimsleika unglinga í frjálsum 2014
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 2.7. 1403004 - Umókn óskast fyrir 20. Unglinga landsmót UMFí 2017
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 2.8. 1403003 - Umsókn óskast um að halda 6. Landsmót UMFí50 árið 2016
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
   
3.  1405006F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 214
 Fundargerð 214. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
 
3.1. 1405013 - Niðurstöður foreldrakönnunar á vorönn 2014
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 3.2. 0905003 - Starfsmannamál Hrafnagilsskóla
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 3.3. 1403008 - Skóladagatal Hrafnagilsskóla
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.4. 1303007 - Skólapúlsinn
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.5. 1405014 - Staðan í Hrafnagilsskóla skólaárið 2014-2015
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.6. 1012002 - Ráðgjafaþjónusta - endurskoðun samnings
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.7. 1403010 - Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.8. 1402001 - Skólaakstur/almenningssamgöngur
  Sveitarstjórn vísar til fyrri ákvarðanna um þetta mál og telur ekki ástæðu til að breyta þeim. En vegna bókunar skólanefndar og túlkunar á bréfi frá Menntamálaráðuneytinu sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum telur sveitarstjórn rétt að birta fyrirliggjandi minnisblöð dags. 25. apríl og 23. maí. Fulltrúar F-listans þeir JS, BS og LG ítreka fyrri afstöðu sína í málinu.
 
 3.9. 1404003 - Könnun á framkvæmd reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
   
4.  1405012 - Reglugerð fyrir Tónlistaskóla Eyjafjarðar 2013
 Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt.
   
5.  1405015 - Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2014
 Samþykkt að veita sveitarstjóra heimild til að afgreiða athugasemdir við kjörskrá sem berast kunna og leiðrétta kjörskrá.
   
6.  1405010 - Erindisbréf nefnda
 Afgreiðslu frestað.
   
7.  1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
 Kynningarfundur var haldinn 19. maí s.l. um aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar með viðaukum og skýringum. Engar athugasemdir við skipulagið komu fram á fundinum og því samþykkir sveitarstjórn að auglýsa skipulagið.
   
8.  1307007 - Samkomulag og skipting eigna milli Funa og Léttis
 Fyrirliggjandi lóðarleigusamningar við hestmannafélögin Funa og Létti eru samþykktir.
   

 

í lok fundar mælti oddviti: þar sem að fundurinn í dag er væntanlega síðasti sveitarstjórnarfundur kjörtímabilsins þá vil ég þakka sveitarstjórnarfulltrúum og starfsmönnum fyrir ánægjulegt samstarf síðastliðin fjögur ár.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?