Sveitarstjórn

450. fundur 20. júní 2014 kl. 09:37 - 09:37 Eldri-fundur

450. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 19. júní 2014 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, Hólmgeir Karlsson, Halldóra Magnúsdóttir, Elmar Sigurgeirsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason.

Hólmgeir Karlsson setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til starfa, en hann er sá fulltrúi í nýkjörinni sveitarstjórn sem á að baki lengsta setu í sveitarstjórninni.

Dagskrá:

1.     1406009 - Kjör oddvita og varaoddvita
Samþykkt var tillaga um að oddviti og varaoddviti yrði kjörnir til 4 ára.
Jón Stefánsson var kjörinn oddviti til 4 ára með 5 atkvæðum. Elmar Sigurgeirsson hlaut 2 atkvæði.

Jón Stefánsson tók við stjórn fundarins og þakkaði traustið.

Hólmgeir Karlsson var kjörinn varaoddviti til 4 ára með 4 atkvæðum, Elmar Sigurgeirsson 2 atkvæði og Jóhanna Dögg Stefánsdóttir fékk 1 atkvæði
         
2.     1406013 - Ráðning ritara sveitarstjórnar
Samþykkt að ráða Stefán árnason sem ritara sveitarstjórnar.
         
3.     1406001F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 19
Fundargerð fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
    3.1.    1406001 - Sleppingar og gangnadagar 2014
   á fundinum komu fram athugasemdir um hvort sleppingar hafi verið tímabærar með tilliti til     snjóalaga.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
    3.2.    1405010 - Erindisbréf nefnda
   Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
         
4.     1406010 - Skipan í nefndir, ráð og stjórnir 2014-2018, skv. 38. grein samþykktarar um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar
Skipan í eftirtaldar nefndir var samþykkt.

Skólanefnd
Aðalmenn:
Sigmundur Guðmundsson, Brekkutröð 2, F
Hólmgeir Karlsson, Dvergsstöðum, F
Beate Stormo, Kristnesi, F
Lilja Sverrisdóttir, Gullbrekku, O
þór Hauksson Reykdal, Bakkatröð 3, H

Varamenn:
Jóhann ólafur Halldórsson, Brekkutröð 4, F
Valdimar Gunnarsson, Rein, F
Tryggvi Jóhannsson, Hvassafelli, F
Sigurður Ingi Friðleifsson, Hjallatröð 4, O
Sunna Axelsdóttir, Hríshóli, H

Skipulagsnefnd
Aðalmenn:
Anna Guðmundsdóttir, Reykhúsum ytri, F
Jóhannes ævar Jónsson, Espigrund, F
Hermann Ingi Gunnarsson, Klauf, F
Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Laugartröð 7, O
Sigurgeir B. Hreinsson, Sunnutröð 3, H

Varamenn:
Jón Stefánsson, Breglandi, F
Einar Grétar Jóhannsson, Eyrarlandi, F
Hákon Bjarki Harðarson, Svertingsstöðum 2, F
Benjamín örn Davíðsson, Hólshúsum 1, O
Emilía Baldursdóttir, Syðra-Hóli, H

Kjörstjórn
Aðalmenn:
Emilía Baldursdóttir, Syðra-Hóli
Níels Helgason, Torfum
ólafur G. Vagnsson, Hlébergi

Varamenn:
Elsa Sigmundsdóttir, Vallartröð 4
Helga Hallgrímsdóttir, Hvammi
Hjörtur Haraldsson, Víðigerði

Framkvæmdaráð
Jón Stefánsson, Berglandi, F
Elmar Sigurgeirsson, Hríshóli, H
Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Laugartröð 7, O

Vinnuhópur um fjarskipti og samgöngur (skipaður til tveggja ára)
Karl Jónsson, öngulsstöðum, F
Tryggvi Jóhannsson, Hvassafelli, F
Kristín Bjarnadóttir, Svertingsstöðum, F
Lilja Sverrisdóttir, Gullbrekku, O
árni Sigurlaugsson, Villingadal, H

Sá nefndarmaður sem fyrstur er talinn er formaður nefndarinnar.

Frestað var skipun í aðrar nefndir svo og í stjórnir og samstarfsnefndir.
         
5.     1406011 - Ráðnig sveitarstjóra.
Fulltrúar F-listans samþykktu að auglýsa starf sveitarstjóra. Oddvita og skrifstofustjóra falið að gegna skyldum sveitarstjóra þar til nýr sveitarstjóri kemur til starfa.

Sigurlaug óskaði eftir að bókað væri að O-listinn vildi halda fyrri sveitarsjóra og þannig koma i veg fyrir að á sveitarfélagið félli kostnaður við ráðningu á nýjum sveitarstjóra. Fulltrúar H-listans taka undir þessa bókun.
         
6.     1406012 - Lagning ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit
Oddviti gerði grein fyrir viðræðum sem hann hefur átt við Tegi ehf og RARIK um lagningu ljósleiðara í sveitarfélagið.
Sveitarstjórn samþykkir að veita oddvita og skrifstofustjóra heimild til að semja við Tengi ehf um áætlunargerð varðandi lagningu ljósleiðara í allt sveitarfélagið. áætlaður kostnaður við áætlanagerðina er kr. 300.000.- og verður þeim kostnaði mætt með lækkun á eigin fé.
         
7.     1402001 - Skólaakstur/almenningssamgöngur
Fulltrúar F-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
í samræmi við yfirlýsingar fulltrúa F-listans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna um skólaakstur svo og með hliðsjón af úrslitum kosninganna samþykkir sveitarstjórn að leita umsagnar skólanefndar og skólaráðs um eftirfarandi breytingar:
”Tímaáætlun morgunferða í skólaakstri verður frá og með n.k. hausti færð til fyrra horfs þ.e. eins og hún var veturinn 2012 - 2013.
Jafnframt verði hætt með morgunverð og gæslu sem hlaust af flýtingu skólabíla.

óskað er eftir því að skólanefnd og skólaráð fjalli um ofangreinda tillögu sem fyrst.

Til að mæta þörfum framhaldsskólanema, samþykkir sveitarstjórn að leita leiða til að vera með hópakstur á þeim tíma sem hentar framhaldsskólanemum.
Sveitastjórn felur oddvita og skrifstofustjóra að vinna að málinu og skila tillögum til sveitastjórnar eins fljótt og auðið er.

Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa F-listans.

Fulltrúar H og O og lista telja að ekki sé liðinn nógu langur tími til að fá endanlega reynslu á fyrirkomulagi þess almenningssamgangnakerfis sem var i gangi s.l. skólaár. þeir harma að meirihlutinn vilji ekki skoða aðra möguleika en þann að draga þessa tilraun til baka. Auk þess er fjármunum sveitarfélagsins illa varið í tvöfalt samgöngukerfiog slæmt að nemendur hafi ekki lengur kost á morgunmat sem hefur komið efnaminni fjölskyldum til góða.
   
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30



Getum við bætt efni síðunnar?