Sveitarstjórn

453. fundur 11. september 2014 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur

453. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 10. september 2014 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason.

Dagskrá:

1. 1409002F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 20
Fundargerð 20. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1409001 - Fjallskil 2014
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 1408001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 221
Fundargerð 221. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. 1407005 - Beiðni um stofnun 8.374m2 frístundalóðar úr landi Stóra Hamars. 
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.2. 1408006 - Samkomugerði - ósk um nafnabreytingu
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.3. 1205031 - Syðri-Varðgjá - deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt og mun gildistaka skipulagsins verða auglýst þegar búið er að staðfesta endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025.
2.4. 1407019 - Umsókn um sérstakt fastanúmer í landi Bjargs
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2.5. 1404010 - Kröflulína, Akureyri-Krafla - frá Kífsá að Bíldsárskarði
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.6. 1408009 - Umsókn um leyfi f. frístundahús
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2.7. 1102018 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3. 1409003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 222
Fundargerð 222. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. 1102018 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt sveitarstjórn leggur til að gerð verði minniháttar breyting á texta í gr. 2.9.8 vegna Stokkahlaða til samræmis við upphaflegt erindi landeiganda þannig að nýr texti komi til viðbótar núverandi texta en ekki í stað hans. Skipulagið verður sent Skipulagsstofnun til staðfestingar.
3.2. 1408009 - Umsókn um leyfi f. frístundahús
Agreiðsla nefndarinnar samþykkt.


4. 1407018 - Fundargerð 256. fundar Eyþings
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

5. 1409004 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025.
í 35. gr. Skipulagslaga segir: "þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulagsins." Sveitarstjórn óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins.

6. 1409003 - Drög að Erindisbréfi Samgöngu- og fjarskiptanefndar
Fyrirliggjandi drög samþykkt með þeirri viðbót að í erindisbréfinu komi fram að sveitarstjóri starfi með nefndinni og að nefndarmenn taka laun til jafns við aðra nefndarmenn sveitarfélagsins.

7. 1409002 - Umsögn um drög að þingályktun um lagningu raflína
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins voru lögð fram til umsagnar drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. í henni er að finna viðmið og meginreglur sem leggja ber til grundvallar við uppbyggingu á dreifi- og flutningskerfi raforku, m.a. að því er varðar þau álitamál um hvenær leggja skuli raflínur í jörð og hvenær reisa sem loftlínur. áætlað er að leggja þingsályktunartillöguna fram á Alþingi samhliða frumvarpi til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 þar sem kveðið verður með ítarlegum hætti á um hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku, en drög að frumvarpi þess efnis voru lögð fram til almennrar umsagnar á vef ráðuneytisins þann 27. júní 2014.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur það grundvallaratriði að skipulagsvald sveitarfélaga verði tryggt við lagningu raflína og um þá ákvörðun hvort leggja beri jarðstreng eða loftlínu. Of einhliða matsviðmið í þeim samanburði beri að forðast og leggur sveitarstjórn áherslu á að í gr. 1.1.3 verði samfélags- og umhverfisáhrifum gert hærra undir höfði en nú er gert með skilgreindum hætti. í 5. lið sömu greinar er áréttað mikilvægi þess að taka beri tillit til öryggissjónarmiða. Einnig telur sveitarstjórn mikilvægt að kostnaðarhlutfall milli lagningu loftlínu og jarðlínu verði hækkað úr 2 í a.m.k. 2,75. og lagðir verði fram skýrir og kostnaðarmetnir valkostir sem gerðir eru af óháðum aðilum þegar að slíkum ákvörðunum kemur.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýsir jafnframt áhyggjum af þeim málshraða sem virðist vera við afgreiðslu þingsályktunartillögunnar. Lagt er til að gefinn verði frestur fram á mitt ár 2015 til að leggja fram þingsályktunartillöguna.

8. 1302001 - Siðareglur Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjóri kynnti siðareglur Eyjafjarðarsveitar sem þarf að endurskoða þar sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að sömu siðareglur gildi um kjörna fulltrúa og stjórnendur sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er falið að endurskoða reglurnar.

9. 1409005 - ákvörðun um fundartíma sveitarstjórnar
ákveðið að fundir sveitarstjórnar verði þriðja hvern miðvikudag kl. 15:00.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:50

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?