Sveitarstjórn

454. fundur 02. október 2014 kl. 08:35 - 08:35 Eldri-fundur

454. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 1. október 2014 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir varamaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri, Stefán Árnason ritari og Hákon Bjarki Harðarson varamaður.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. 1409004F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 155
Fundargerð 155. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1. 1405010 - Erindisbréf nefnda

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu og samþykkir að taka erindisbréf menningarmálanefndar til endurskoðunnar.

1.2. 1302001 - Siðareglur Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.3. 1409014 - Endurskoðun á samningi
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

1.4. 1409015 - Starfsáætlun menningarmálanefndar 2014-2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.5. 1409016 - Samningur við Tónvinafélag Laugaborgar um rekstur tónleikahalds
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.6. 1409017 - Smámunasafn - rekstur
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 1409005F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 159
Fundargerð 159. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1. 1408005 - Umsókn um endurnýjun húsaleigusamnings Skólatröð 6
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

2.2. 1409023 - Styrkumsókn
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.


3. 1409006F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 223
Fundargerð 223. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

3.1. 1409007 - Landsskipulagsstefna
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.2. 1409013 - Kroppur-Benedikt I. Grétarsson-ósk um nafnabreytingu
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3.3. 1409004 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025
Sveitarstjórn samþykkir að endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025 skuli hefjast eigi síðar en 1. janúar 2016. Skipulagsnefnd er falið að gera áætlun um umfang, verktíma og kostnað.

3.4. 1409021 - Hlíðarhagi - Guðrún B. Jóhannesdóttir - beiðni um stofnun lóðar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3.5. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.


4. 1409010F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 21
Fundargerð 21. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

4.1. 1409001 - Fjallskil 2014
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.


5. 1409008F - Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 168
Fundargerð 168. fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

5.1. 1405010 - Erindisbréf nefnda
Sveitarstjórn samþykkir að taka erindisbréf nefndarinnar til endurskoðunnar.

5.2. 1302001 - Siðareglur Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

5.3. 1406016 - Beiðni um stuðning við starf á Grænlandi og Íslandi
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

5.4. 1408003 - Umsókn um styrk vegna ferðakostnaðar á golfmót
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

5.5. 1409022 - UMSE auglýsir eftir umsóknum í Landsmótssjóð UMSE 2009
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

5.6. 1409026 - Styrkumsókn 2014 - Arna Kristín Einarsdóttir
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.


6. 1409008 - Fundargerð 257. fundar Eyþings
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. 1409019 - Fundargerð 818. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. 1409028 - Nefndarskipan - breyting í fjallskilanefnd
Þar sem aðalmaður O listans í nefndinni hefur flutt úr sveitarfélaginu tilnefnir O-listinn Svanhildi Ósk Ketilsdóttur sem aðamann í nefndina. Anna Sonja Ágústsdóttir verður áfram varamaður listans í nefndinni.

9. 1409018 - Saurbær - Fjármála- og efnahagsráðuneytið - beiðni um umsögn
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða leigu lands í Saurbæ. Þar sem engin uppdráttur fylgir erindinu þá er sá fyrirvari gerður að leiga landsins skerði ekki á nokkurn hátt það land sem sveitarfélaginu hefur verið verið afhent með húsum jarðarinnar.

10. 1409032 - Fjárhagsáætlun 2015
Lögð fram drög að vinnureglum um rammaáælanir. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög enda verði þau þróuð áfram í þeirri vinnu sem framundan er við gerð fjárhagsáætlunar. Þá samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að finna dagsetningu fyrir sameiginlegan fund með nefndum sveitarfélagsins og forstöðumönnum þar sem kynntar verða forsendur fjárhagsáætlunar og vinnureglur rammaáætlunar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:35

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?