Sveitarstjórn

456. fundur 28. nóvember 2014 kl. 09:11 - 09:11 Eldri-fundur

456. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 19. nóvember 2014 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason, skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. 1410011F - Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 18
Fundargerð 18. fundar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1407008 - Beiðni um veggirðingar og bann við lausagöngu búfjár í Sölvadal
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt og felur sveitarstjórn sveitarstjóra að leita álits ráðgjafa um framkvæmd búfjársamþykktar Eyjafjarðarsveitar.
1.2. 1407007 - Krafa um ráðstafanir til að koma í veg fyrir að lög og reglugerðir um búfjárhald verði brotin
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt og felur sveitarstjórn sveitarstjóra að leita álits ráðgjafa um framkvæmd búfjársamþykktar Eyjafjarðarsveitar.


2. 1410012F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 160
Fundargerð 160. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1009015 - Endurskoðun á jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2. 1410018 - Kvennaathvarf - umsókn um rekstarstyrk 2015
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt og vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2015.
2.3. 1411004 - Fjárhagsáætlun 2015 - félagsmálanefnd
Áætlun nefndarinnar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2015.


3. 1411001F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 217
Fundargerð 217. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1411010 - Fjárhagsáætlun 2015 - skólanefnd
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
3.2. 1410023 - Meðferð eineltismála í Hrafnagilsskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.3. 1410022 - Starfsáætlun Hrafnagilsskóla skólaárið 2014-2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.


4. 1411002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 225
Fundargerð 225. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1. 1411002 - Gröf - Karl Ólafsson - ósk um byggingarleyfi f. íbúðarhús m. bílskúr, gróðurhús og kartöflugeymslu
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.2. 1411009 - Fjárhagsáætlun 2015 - skipulagsnefnd
Visað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2015.
4.3. 1410017 - Álfaklöpp - Þórður Harðarson - umsókn um leyfi til byggingar gestahúss
Gefur ekki tilefni til ályktana.


5. 1411003F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 157
Fundargerð 157. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1. 1410021 - Umsókn um styrk v. ábúenda- og jarðatals Stefáns Aðallsteinssonar - Sögufélag Eyfirðinga
Sveitarstjórn getur ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.
5.2. 1411016 - Kvenfélagið Hjálpin - Styrkumsókn
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt og vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2015.
5.3. 1409033 - Fjárhagsáætlun 2015 - menningarmálanefndar
Fjárhagsáætlun nefndarinnar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2015.


6. 1411018 - Eyþing - fundargerð 258. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

7. 1411019 - Eyþing - fundargerð 259. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

8. 1411020 - Eyþing - fundargerð 260. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

9. 1411015 - Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 821. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

10. 1410016 - Norðurorka - fundargerð hluthafafundar 20.10.2014
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

11. 1403019 - Málefni Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við bókun sveitarstjórnar frá 19. mars s.l.

12. 1410026 - Umsókn um styrk v. kaupa á orgeli í Grundarkirkju - Sóknarnefnd Gurndarkirkju
Afgreiðslu frestað og óskað eftir frekari upplýsingum.

13. 1410025 - Umsókn v. kirkjugarðanna á Munkaþverá, Kaupangi og Saurbæ - Stjórn Kirkjugarða Laugalandsprestakalls
Samþykkt að fresta afgreiðslu og óska eftir upplýsingum um heildarkostnað við þann hluta verksins sem búin er og hver áætlaður kostnaður sé við það sem eftir er af verkinu.

14. 1411024 - Bakkatröð - gatnagerðargjöld
Fyrir fundinum lá minnisblað með tillögu um lækkun gatnagerðargjalda um 20%. Fyrirliggjandi tillaga var samþykkt og sveitarstjóra falið að vinna auglýsingu i samræmi við umræður á fundinum.

15. 1411022 - Handverkshátíð 2014
Fyrir fundinum lá uppgjör Handverkshátíðar 2014. Sveitarstjórn þakkar öllum þeim sem að sýningunni unnu fyrir þeirra starf. Samþykkt að skipa í stjórn Handverkshátíðar 2015 á næsta fundi sveitarstjórnar.

16. 1403012 - Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsvæðis
Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

17. 1409032 - Fjárhagsáætlun 2015
Farið yfir stöðu á vinnu við fjárhagsáætlun 2015. Sveitarstjóra og skrifstofustjóra falið að vinna áætlunina áfram og verður hún tekin til síðari umræðu á fundi 5. desember.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35

 

Getum við bætt efni síðunnar?