Sveitarstjórn

457. fundur 09. desember 2014 kl. 09:41 - 09:41 Eldri-fundur

457. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, föstudaginn 5. desember 2014 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Stefán Árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason, skrifstofustjóri.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá erindi frá Greiðri leið ehf. dags. 3. desember 2014. Var það samþykkt og verður 14. liður dagskrár.

Dagskrá:

1. 1410006F - Vinnuhópur um fjarskipti og samgöngur - 1
Fundargerð 1. fundar vinnuhóps um fjarskipti og samgöngur tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1406012 - Lagning ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 1411004F - Framkvæmdaráð - 39
Fundargerð 39. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1411006 - Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdaráð
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3. 1411008F - Framkvæmdaráð - 40
Fundargerð 40. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1411006 - Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdaráð
Gefur ekki tilefni til ályktana.


4. 1411009F - Framkvæmdaráð - 41
Fundargerð 41. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1. 1411006 - Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdaráð
Fjárhagsáætlun framkvæmdaráð hefur verið færð inn í fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2015 og er vísað til afgreiðslu á henni.


5. 1411005F - Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 169
Fundargerð 169. fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1. 1411007 - Fjárhagsáætlun 2015 - íþrótta- og tómstundanefnd
Fjárhagsáætlun nefndarinnar hefur verið færð inn í fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2015 og er vísað til afgreiðslu á henni.
5.2. 1411003 - Íþrótamiðstöð Eyjafjarðar - tillaga að verðskrá
Fyrirliggjandi verðskrá er samþykkt með 6 atkvæðum, K.K. greiddi atkvæði á móti að lagt sé gjald á aldraða í sund.
5.3. 1410007 - Ósk um styrk fyrir leikfimi aldraðra
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.4. 1411017 - Heilsueflandi samfélag
Gefur ekki tilefni til ályktana.


6. 1411007F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 218
Fundargerð 218. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1. 1411010 - Fjárhagsáætlun 2015 - skólanefnd
Fjárhagsáætlun nefndarinnar hefur verið færð inn í fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2015 og er vísað til afgreiðslu á henni.


7. 1411010F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 22
Fundargerð 22. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
7.1. 1411005 - Fjárhagsáætlun 2015 - fjallskilanefnd
Fjárhagsáætlun nefndarinnar hefur verið færð inn í fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2015 og er vísað til afgreiðslu á henni.
7.2. 1411030 - Forðagæsla og búfjáreftirlit
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.


8. 1411011F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 129
Fundargerð 129. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
8.1. 1411011 - Fjárhagsáætlun 2015 - umhverfisnefnd
Fjárhagsáætlun nefndarinnar hefur verið færð inn í fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2015 og er vísað til afgreiðslu á henni.
8.2. 1405004 - Fjölnota innkaupapokar
S.H.L. er mótfallin því að keyptir verði innkaupapokar.
8.3. 1409032 - Ábendingar frá íbúum
Gefur ekki tilefni til ályktana.


9. 1411027 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Fundargerð 166. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

10. 1411032 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 822. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

11. 1411022 - Handverkshátíð 2014
Fyrir fundinum lá skýrsla framkvæmdastjóra Handverkshátíðar árið 2014. Sveitarstjórn þakkar sýningarstjórn og framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi skipan í sýningarstjórn fyrir árið 2015: Halldóra Magnúsdóttir, Karl Fímannsson og Stefán Árnason, stjórnin skipti með sér verkum.
Þar sem Arnar Árnason formaður stjórnar lætur nú af störfum eftir að hafa setið í stjórn sýningarinnar frá 2009 eru honum færðar sérstakar þakkir fyrir hans framlag og vinnu í sýningarstjórn sem öll hefur verið unnin í sjálfboðavinnu. Frá því rekstrarfyrkomulagi sýningarinnar var breytt árið 2009 hafa allir starfsmenn sveitarfélagsins svo sem húsverðir, sýningarstjórn og starfsmenn skrifstofu gefið sýna vinnu við sýninguna. Eyjarfjarðarsveit hefur ekki reiknað húsaleigu, rafmagn né nokkurn annan kostnað sem sveitarfélagið hefur haft beint eða óbeint af sýningarhaldinu. Núverandi rekstarfyrirkomulag hefur á þessu tímabili skilað þeim félögum í sveitarfélaginu sem vinna að sýningunni umtalsverðum fjármunum.

12. 1412002 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014
Fyrir fudinum minnisblað með viðaukum við fjárhagsáætlun ársins 2014 samtals kr. 19.726.000.-. Sveitarstjórn samþykkir viðaukana og verður þeim mætt með lækkun á eigið fé.

13. 1409032 - Fjárhagsáætlun 2015 og 2016-2018, síðari umræða
Fjárhagsáætlun ársins 2015 og áætlun fyrir árin 2016 til 2018 tekin til síðari umræðu.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars, fasteigna- og sorphreinsunargjalda og lóðaleigu á árinu 2015:

Álagt útsvar verði 14,52% vegna launa ársins 2015, með fyrirvara um að heimild samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 verði framlengd sbr. fjárlagafrumvarp framlagt á Alþingi þann 1. október sl.

Fasteignaskattur, A stofn 0,41 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,20 % (óbreytt)
Holræsagjald 0,1 % (óbreytt)

Vatnsskattur:
Íbúðarhúsnæði, vatnsgjald kr./m²/ár 117,80 - Fast gjald á matseiningu kr./ár 7,853,90
Annað húsnæði, vatnsgjald kr./m²/ár 117,80 - Fast gjald á matseiningu kr./ár 15,707,80

Álagning sorpgjalds er samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu umhverfisnefndar og hækkar um 7% frá 2014.

Gjalddagar fasteignagjalda verði 5, þ.e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega og hækkar tekjuviðmiðið um 4% frá fyrra ári.

Einstaklingar:
100 % 0.- til 2.295.000.-
75 % 2.295.001.- til 2.500.000.-
50 % 2.500.001.- til 2.742.000.-
25 % 2.742.001.- til 2.996.000.-

Hjón og samskattað sambýlisfólk:
100 % 0.- til 3.900.000.-
75 % 3.900.001.- til 4.251.000.-
50 % 4.251.001.- til 4.660.000.-
25 % 4.660.001.- til 5.056.000.-
Tekjuviðmið miðast við allar skattskyldar tekjur þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur.

Rotþróargjald verði:
Þróarstærð allt að 1800 l kr. 8.325.- 8.658.- 4% hækkun
Þróarstærð 1801 - 3600 l kr. 13.226.- 4% hækkun

Gjaldskrá skóla:
Gjaldskrár grunn- og leikskóla hækka í samræmi við verðlagsbreytingar 1. ágúst 2015.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu íþrótta- og tómstundanefndar.

Þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun í samræmi við fyrirliggjandi áætlun framkvæmdaráðs á árinu 2015 kr. 40.4 millj.
Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2015 í þús. kr.
Tekjur kr. 842.930
Gjöld án fjármagnsliða kr. 784.957
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 6.819 )
Rekstrarniðurstaða kr. 51.153
Veltufé frá rekstri kr. 80.958
Fjárfesingarhreyfingar kr. 27.370
Afborganir lána kr. 28.353
Hækkun á handbæru fé kr. 25.235
Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum.
Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.
Fjárhagsáætlunin er samþykkt samhljóða og þakkar sveitarstjórn öllu nefndarfólki og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir gott samstarf og góða vinnu við áætlanagerð fyrir árið 2015.

Fjárhagsáætlun 2016- 2018.
Fyrirliggjandi áætlun var samþykkt samhljóða. Í áætluninni er ekki gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum. Gert ráð fyrir fjárfestingum og mörkuðu viðhaldi á tímabilinu fyrir kr. 200 millj. Á áætlunartímabilinu er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum lántökum. Langtímaskuldir verða greiddar niður um 58.7 millj. og eru áætlaðar í árslok 2018 118 millj. eða 14% af áætluðum tekjum.

14. 1412003 - Aukning hlutafjár
Erindi frá Greiðri leið ehf. um að hluthafar falli frá forkaupsrétti af kr. 1.000.000.- sem er hluti af 40.000.000.- kr. hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Sveitarstjórn samþykkir af falla frá forkaupsrétti.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?