460. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 4. mars 2015 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. 1502003F - Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 170
Fundargerð 170. fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1411029 - Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar - Ingibjörg Isaksen forstöðumaður - ósk um að farið veri í stefnumótunarvinnu gagnvart líkamsræktaraðstöðunni
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.2. 1411031 - Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar - ósk um kaup á seglum með útivistarreglunum
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.3. 1501018 - Félag aldraðra í Eyjafirði - ósk um styrk fyrir sundleikfimi
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.4. 1410007 - Ósk um styrk fyrir leikfimi aldraðra
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.5. 1412011 - María Rós Magnúsdóttir - umsókn um íþróttastyrk
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.6. 1502023 - Íþrótta- og tómstundanefnd - Meðferð umsókna
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.7. 1412013 - UMFÍ - Umsóknir óskast um að halda 28. Landsmót 2017
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.8. 1411017 - Heilsueflandi samfélag
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 1502005F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 219
Fundargerð 219. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1502037 - Eyjafjarðarsveit - tillaga að fundardögum skólanefndar til vors 2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2. 1502036 - Hrafnagilsskóli - skólanámskrá 2014-2015
Sveitarstjórn beinir því til skólanefndar að gera skólanámskrá til lengri tima.
2.3. 1502039 - Eyjafjarðarsveit - mótun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar, minnisblað sveitarstjóra
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4. 1501008 - Eyjafjarðarsveit - tilkynning um ytra mat á leikskólanum Krummakoti
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.5. 1502038 - Eyjafjarðarsveit - námskeið fyrir skólanefndir á Norðurlandi eystra
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3. 1502004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 228
Fundargerð 228. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1502010 - Eyjafjarðarsveit - tillaga að fundardögum skipulagsnefndar til vors 2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2. 1412041 - Háaborg - Bryndís Símonardóttir - umsókn afmörkun og skipulagningu lóðar nyrst í landi Háuborgar
Jóhanna Dögg lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Þar sem fram koma að borist hafa ný gögn í málinu frestar sveitarstjórn afgreiðslu málsins og vísar því til skipulagsnefndar.
3.3. 1502018 - Hestamannafélagið Léttir - Ósk um efnistöku við Kaupangsbakka
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
3.4. 1412004 - Knarrarberg - Menico ehf. - umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við vélageymslu auk breytinga á innra skipulagi efri hæðar byggingarinnar og notkun
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
3.5. 1502021 - Öngulsstaðir 1 - Hákon Hákonarson - ósk um að breyta frístundasvæði í landbúnaðarsvæði og byggja íbúðarhús
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
3.6. 1502026 - Syðra-Laugaland efra - Grettir Hjörleifsson - Umsókn um leyfi til að byggja smáhýsi
Kristín Kolbeinsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
3.7. 1502027 - Hvammur - Heimavöllur ehf. - Ósk eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag vegna efnistöku í Hvammi (ES31)
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
4. 1502002F - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 1
Fundargerð 1. fundar ungmennaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1. 1502013 - Eyjafjarðarsveit - Kynnin á FabLab
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.2. 1502014 - Eyjafjarðarsveit - Kynning á starfsemi ungmennaráða
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.3. 1502015 - Ungmennafélag Íslands - Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.4. 1502016 - Eyjafjarðarsveit - koning formanns og ritara ungmennaráðs
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5. 1502030 - Eyþing - fundargerð 263. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
6. 1502031 - Eyþing - fundargerð Eyþings og SSA með þingmönnum
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. 1502009 - Framkvæmdaráð byggingafulltrúaembættis Eyjafjarðar - 17. fundargerð
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
8. 1502024 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Fundargerð 169. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
9. 1502025 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Fundargerð 170. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
10. 1502034 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 825. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
11. 1502007 - Eyjafjarðarsveit - Breytingar á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu fatlaðra
Sveitarstjórn samþykkir að samningur um "Sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða" verði framlengdur óbreyttur um eitt ár.
12. 1502022 - Ferðamálafélag Eyjafjarðar - Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Hrafnagili
Fyrir fundinum lá erindi frá Ferðamálafélagi Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarstjórn um að komið verði upp upplýsingamiðstöð ferðamanna í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
13. 1403012 - Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsvæðis
Fyrir fundinum lá fundargerð stofnfundar og samþykktir fyrir embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina og samþykktirnar með fyrirvara um að samkomulag náist um staðsetningu embættisins.
14. 1406012 - Lagning ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit
Rætt um lagningu ljósleiðara í sveitarfélagið.
Samþykkt að fela framkvæmdaráði að vinna málið áfram, safna upplýsingum um verkefnið og koma með tillögu um hvernig verði staðið að framkvæmdinni. Þetta verði síðan kynnt sveitarstjórn þegar þessar upp lýsingar liggja fyrir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15