461. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 25. mars 2015 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Þór Hauksson Reykdal varamaður, Lilja Sverrisdóttir varamaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason.
Dagskrá:
1. 1503001F - Framkvæmdaráð - 43
Fundargerð 43. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1503010 - Norðurorka - Upplýsingaskilti á lóð Hrafnagilsskóla
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
1.2. 1503011 - Eignasjóður - verkefnalisti
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3. 1406012 - Lagning ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 1503002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 229
Fundargerð 229. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1502040 - Álfaklöpp - Þórður Harðarson - ósk um leyfi til að sameina tvær lóðir og byggja gestahús á hinni sameinuðu lóð
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2.2. 1412041 - Háaborg - Bryndís Símonardóttir - umsókn um afmörkun og skipulagningu lóðar nyrst í landi Háuborgar
Jóhanna Dögg vék af fundi vegna vanhæfi undir þessum lið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
2.3. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Erindinu var frestað.
2.4. 1502026 - Syðra-Laugaland efra - Grettir Hjörleifsson - Umsókn um leyfi til að byggja smáhýsi
Kristín Kolbeinsdóttir vék af fundi vegna vanhæfi undir þessum lið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
2.5. 1502021 - Öngulsstaðir 1 - Hákon Hákonarson - ósk um að breyta frístundasvæði í landbúnaðarsvæði og byggingu íbúðarhúss á jörðinni
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
3. 1503003F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 220
Fundargerð 220. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1502042 - Samband íslenskra sveitarfélaga - breytingar á reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2. 1502033 - Eyjafjarðarsveit - hávaðamæling í leik- og grunnskóla
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
3.3. 1502039 - Eyjafjarðarsveit - Skólastefna Eyjafjarðarsveitar
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
4. 1503001 - Markaðsstofa Norðurlands - ósk um stuðning við flugklasaverkefnið Air 66N
Á fundinn mætti Hjalti Páll Þórarinsson frá Markaðsskrifstofu Norðurlands og kynnti verkefnið.
Eyjafjarðarsveit samþykkir að styrkja verkefnið sem nemur 300 kr. á íbúa næstu 3 ár. Áætlaður kostnaður er kr. 310.000.- á árinu 2015 og verður honum mætt með því að lækka eigið fé.
5. 1503016 - Eyþing - umsögn um frumvarp til laga um fólksflutninga á landi í atvinnuskyni, 504. mál
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25