Sveitarstjórn

462. fundur 16. apríl 2015 kl. 09:07 - 09:07 Eldri-fundur

462. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 15. apríl 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu: Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason ritari. Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1.  1503005F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 130  
Fundargerð 130. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1. 0711031 - Kerfill - Átaksverkefni um eyðingu kerfils   
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.    

1.2. 1504012 - Starfsáætlun umhverfisnefndar 2015   
Nefndin frestaði afgreiðslu málsins.      

2.  1503007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 230  
Fundargerð 230. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar   
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.    

2.2. 1504001 - Jóhannes Geir Sigurgeirsson - Öngulsstaðir III - Sala á landi   
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.    

2.3. 1502026 - Syðra-Laugaland efra - Grettir Hjörleifsson - Umsókn um leyfi til að byggja smáhýsi   
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.    

2.4. 1503023 - Rifkelsstaðir 2 - Rifkelsstaðir 2 ehf. - umsókn um leyfi til að byggja kálfahús   
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.      

3.  1504001F - Framkvæmdaráð - 44  
Fundargerð 44. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.  

3.1. 1406012 - Lagning ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit   
Gefur ekki tilefni til ályktana.      

4.  1504003F - Framkvæmdaráð - 45  
Fundargerð 45. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.  

4.1. 1406012 - Lagning ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit   
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt. Sveitarstjóra og oddvita falið að ganga til samninga við Tengi hf. Væntanleg samningsdrög verða síðan lögð fyrir næsta sveitarstjórnarfund og verður áætlun um lagningu ljósleiðara kynnt á íbúafundi. Jafnframt verði rætt við Símann varðandi þeirra aðgang að ljósleiðarnum og möguleika þeirra til að koma efni til viðskiptavina sinna.      

5.  1504006 - Byggðasamlag Eyjafjarðar - fundargerð 1. stjórnarfundar  
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.    

6.  1504005 - Eyþing - fundargerð 3. fundar Fulltrúaráðs Eyþings  
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.    

7.  1503029 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Fundargerð 171. fundar ásamt ársreikningi 2014  Fundargerðin er lögð fram til kynningar.    

8.  1504002 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 827. fundar  
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.    

9.  1504003 - Eyjafjarðarsveit - erindisbréf skólanefndar  
Erindisbréf skólanefndar lagt fram og vísað til síðari umræðu.    

10.  1504013 - Flokkun - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026  
Annarsvegar eru drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi lögð fram til kynningar. Hinsvegar óskar verkefnisstjórn um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi eftir heimild sveitarstjórnar til að auglýsa áætlunina fyrir hönd allra 18 sveitarfélaganna sem standa að áætluninni. Sveitarstjórn samþykkir erindið.    

11.  1504014 - Háaborg - Bryndís Símonardóttir - athugasemdir vegna afgreiðslu umsóknar um afmörkun og skipulagningu lóðar í landi Háuborgar (1412041)  
Jóhanna Dögg lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.

Með hliðsjón af rökum í fyrirliggjandi erindi samþykkir sveitarstjórn beiðni bréfritara um að veita undanþágu frá gildandi fjarlægðamörkum á þann hátt að umrætt íbúðarhús fái að standa 35 m frá landamerkjum í stað 40 m sem skipulagsnefnd hefur samþykkt. Þetta var samþykkt með atkvæðum H.K., K.K, E.S. og S.H.L

J.S. og H.M. benda á að erindið hefur áður verið afgreitt af skipulagsnefnd og á 461. fundi sveitarstjórnar og vilja halda sig við þá afgreiðslu.    

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?