Sveitarstjórn

465. fundur 11. júní 2015 kl. 07:06 - 07:06 Eldri-fundur

465. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 10. júní 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Oddviti leitað eftir heimild til að taka 6. lið dagskrá fyrir fyrst á fundinum. Var það samþykkt.

Dagskrá:

1. 1506002F - Framkvæmdaráð - 47
Fundargerð 47. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1. 1503011 - Eignasjóður - verkefnalisti
Afgreiðsla framkvæmdaráðs samþykkt.

1.2. 1506016 - Krummakot - ósk um gerð átthagaskilta
Afgreiðsla framkvæmdaráðs samþykkt.


2. 1506003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 232
Fundargerð 232. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1. 1505027 - Hólshús - Sigurður Sigurbjörnsson - umsókn um leyfi til að staðsetja íbúðarhús að hluta utan byggingarreits
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.2. 1407019 - Umsókn um sérstakt fastanúmer í landi Bjargs
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.3. 1505025 - Vegagerðin - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Hólavegar
Afgreiðsla frestað til næsta fundar.

2.4. 1506002 - Ytri-Varðgjá - Sveinbjörg Aðalsteinsdóttir - ósk um að staðsetja frísundahús á landinu
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.5. 1506007 - Munkaþverá - Anna Aðalheiður Guðmundsdóttir - ósk um að deiliskipulagstillaga Munkaþverárnámu verði tekin til afgreiðslu ásamt ósk um framkvæmdaleyfi fyrir 1.500 m3 efnistöku til bráðabirgða þar til skipulagið hefur verið afgreitt
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefdar um að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.6. 1502040 - Álfaklöpp - Þórður Harðarson - ósk um að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði tekin til afgreiðslu
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefdar um að tillagan verði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

2.7. 1506010 - Háaborg - Bryndís Símonardóttir - Nafn á nýstofnaða lóð í landi Háuborgar
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefdar um að nafn á nýstofnaðri lóð í landi Háuborgar verði Askur.

2.8. 1506013 - Þverá - Jón Bergur Arason - umsókn um malartöku í Þverá ytri
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.9. 1503023 - Rifkelsstaðir 2 - Rifkelsstaðir 2 ehf. - umsókn um leyfi til að byggja kálfahús
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.


3. 1506001F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 23Fundargerð 23. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

3.1. 1506003 - Sleppingar og gangnadagar 2015
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila sleppingar á sauðfé á sumarbeitilönd frá og með 15. júní og á hrossum frá og með 20. júní.
Þá samþykkir sveitarstjórn einnig tillögu nefndarinnar um að fyrstu göngur verði 5. og 6. september, aðrar göngur 19. og 20. september og hrossasmölun 2. október og hrossaréttir 3. október.


4. 1503006 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 826. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. 1506009 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 828. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. 1506004 - EAB Ný orka ehf. - Viljayfirlýsing um samstarf vegna uppbyggingar vindmyllugarðs/-garða í sveitarfélaginu
Á fundinn mættu Gerður Pálmarsdóttir og Maurice Zschrip frá EAB Ný orku ehf ásamt Andra Teitssyni frá Fallorku ehf. Kynntu þau fyrirtækið og ósk fyrirtækisins um viljayfirlýsingu varðandi vindmillugarð til raforkuframleiðslu. Umfjöllun er frestað þar til að loknu sumarleyfi sveitarstjórnar.

7. 1506017 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerðir 108.-112. skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

8. 1506018 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fjárhagsáætlun haustannar 2015
Áætlunin er samþykkt.

9. 1506012 - Fjárhagsáætlun 2016 - vinnuáætlun og áherslur
Farið var yfir vinnufyrirkomulag og áherslur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 og svo og fyrir áætlun 2017 - 2019.

10. 1506011 - Sumarleyfi sveitarstjórnar og fundaáætlun til 31. desember 2015
Samþykkt að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði miðvikudaginn 12. ágúst. Heimilt er þó að boða til fundar í sumarfríi sveitarstjórnar ef þurfa þykir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?