Sveitarstjórn

468. fundur 03. september 2015 kl. 08:27 - 08:27 Eldri-fundur

468. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 2. september 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson varamaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason.

Varaoddviti Hólmgeir Karlsson, setti fundinn og stjórnaði í forföllum oddvita.

Dagskrá:

1. 1508005F - Framkvæmdaráð - 48
Fundargerð 48. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1411006 - Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdaráð
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.2. 1508010 - Kvenfélögin í Eyjafjarðarsveit - ósk um breytingar í Laugarborg
Samþykkt að óska eftir hugmyndum frá menningarmálanefnd um framtíðarnotkun hússins. Erindið verður siðan tekið aftur til umfjöllunar fyrir siðari umræðu um fjárhagsáætlun.

2. 1508004F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 25
Fundargerð 25. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1508009 - Fjallskil 2016
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

2.2. 1508012 - Varnargirðing milli Rútsstaða og Bringu
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

2.3. 1508013 - Óskað er eftir áliti sveitarstjórnar/fjallskilanefndar á stöðu eigenda Hólsgerðis vegna ítrekaðs ágangs búfjár.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

3. 1508011 - Guðrún Anna Gísladóttir - ósk um lausn frá störfum íþrótta- og tómstundanefndar
Guðrún Anna Gísladóttir fulltrúi H-listans í íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir lausn frá störfum í nefndinni. Erindið er samþykkt og tekur Dagný Linda Kristjánsdóttir sæti hennar i nefndinni.

4. 1506012 - Fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun, fyrri umræða
Fyrir fundinum lá til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2016 og þriggja ára áætlun. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun með þeim fyrirvara að nokkrar breytingar geti orðið á áætluninni á milli umræðna þar sem ýmsar forsemdur eru óvissar. Áætlað er að taka áætlunina til síðari umræðu 11. desember. Tíminn verður nýttur til að undirbyggja áætlunina betur og tryggja áframhaldandi góðan rekstur sveitarfélagsins.

5. 1508019 - Innkaupareglur - Endurskoðun 2015
Sveitarstjóri lagði fram endurskoðaðar innkaupareglur Eyjafjarðarsveitar og voru þær samþykktar samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?