Sveitarstjórn

469. fundur 01. október 2015 kl. 07:04 - 07:04 Eldri-fundur

469. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 30. september 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá greinargerð um stöðu landbúnaðar- og matvælaframleiðslu í Eyjafirði. Var það samþykkt og verður 15.liður dagskrár.

Dagskrá:

1. 1508007F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 223
Fundargerð 223. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1. 1508017 - Eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga um grunnskóla
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.2. 1504017 - Starfsáætlun skólanefndar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

1.3. 1507011 - Þjóðarsáttmáli um læsi
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt. Einnig samþykktir sveitarstjórn að fá skólastjóra Hrafnagilsskóla á fund til að ræða þjóðarsáttmála um læsi.

1.4. 1508032 - Yfirlit yfir fjölda nemenda og starfsmanna Krummakots 1.9.2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.5. 1508029 - Yfirlit yfir fjölda nemenda og starfsfólks Hrafnagilsskóla 1.9.2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.6. 1508030 - Hrafnagilsskóli - Staða rekstrar 2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.7. 1508031 - Krummakot - Staða rekstrar 2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 1509001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 234
Fundargerð 234. fundar skipulagsnfndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1. 1508015 - Umsókn um leyfi til flutnings á frístundahúsi
Jón Stefánsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

2.2. 1508007 - Hlíðarfell - Umsókn um úthlutun byggingarreits
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt. Sveitarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við að framkvæmdir skuli hafnar án þess að tilskilin leyfi liggi fyrir.

2.3. 1508016 - Knarrarberg - Menico ehf. - umsókn um leyfi fyrir byggingu saunahús og setja niður kaldan og heitan pott
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt. Sveitarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við að framkvæmdir skuli hafnar án þess að tilskilin leyfi liggi fyrir.

2.4. 1508021 - Umsókn um stofnun lóðar í landi Garðs
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

2.5. 1509003 - Ósk um umsögn um stofnun lögbýlis úr jörðinni Hólakoti (lnr. 209252)
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

2.6. 1508004 - Tilkynning um gildistöku ákvæða laga um mat á umhverfisáhrifum
Lagt fram til kynningar.


3. 1509022 - Byggingarnefnd Eyjafjarðar - Fundargerð 98. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4. 1509012 - Eyþing - fundargerð 270. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. 1509023 - Eyþing fundargerð 271. fundar 14. september 2015
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. 1509008 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Fundargerð 174. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. 1509009 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Fundargerð 175. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. 1509018 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 830. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. 1509004 - Deiliskipulag óshólma Eyjafjarðarár 2015
Samþykkt að skipa Valdimar Gunnarsson, Rein sem fulltrúa Eyjafjarðarsveitar í nefndinni.

10. 1509007 - Markaðsstofa Norðurlands - Starf flugklasans Air66N janúar-ágúst 2015
Lagt fram til kynningar.

11. 1509001 - Velferðarráðuneytið - Könnun á áhuga sveitarfélaga til að taka á móti flóttafólki
Eyjafjarðarsveit hefur ekki alla þá grunnþjónustu sem nauðsynleg er til að taka á móti flóttamönnum og því mun sveitarfélagið styðja eins og kostur er Akureyrarbæ við móttöku flóttamanna.

12. 1504006 - Byggðasamlag skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að taka upp viðræður við Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp um framtíð nýstofnaðs byggðarsamlags um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.

13. 1509027 - Skipun fulltrúa á aðalfund Eyþings
Samþykkt að skipa Karl Frímannsson sem aðalfulltrúa á aðalfund Eyþings í stað Jóns Stefánssonar sem hefur óskað eftir lausn.

14. 1506012 - Fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun.
Það koma fram að vinna við áætlun er komin af stað og munu nefndir sveitafélagsins funda á næstu dögum um áætlunina.

15. 1509031 - Staða landbúnaðar og matvælaframleiðslu við Eyjafjörð
Fyrir fundinum lá samantekt Hólmgeirs Karlssonar um stöðu landbúnaðar- og matvælaframleiðslu í Eyjafirði.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á þingmenn að taka málið upp og að þessir samningar um tollaniðurfellingu verði ekki staðfestir af Alþingi nú, en þess í stað einbeiti menn sér að því strax á haustþingi að undirbúa nýja samninga um starfsskilyrði landbúnaðarins til lengri tíma, en núverandi samningar (búvörusamningur) renna út í lok næsta árs. Tollamál eru og hafa verið hluti af þeim samningum og því rökrétt að ákvarðanir um breytingar á þeim verði teknar samhliða gerð nýrra samninga við greinina til lengri tíma.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10

Getum við bætt efni síðunnar?