Sveitarstjórn

470. fundur 15. október 2015 kl. 09:25 - 09:25 Eldri-fundur

470. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 14. október 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1510002F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 224
Fundargerð 224. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1. 1508023 - Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2015-2016
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.

1.2. 1508024 - Starfsáætlun Krummakots 2015-2016
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.

1.3. 1510004 - Innra mat Hrafnagilsskóla 2015-2016
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.

1.4. 1507011 - Þjóðarsáttmáli um læsi
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla kom á fundinn og ræddi um vinnu með læsi bæði í leik- og grunnskóla.

1.5. 1510003 - Skólanámskrá Krummakots 2015-2016
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.

1.6. 1510002 - Skólanámskrá Hrafnagilsskóla 2015-2016
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.

1.7. 1501008 - Eyjafjarðarsveit - tilkynning um ytra mat á leikskólanum Krummakoti
Skólanefnd frestaði erindinu.

1.8. 1510010 - Fjárhagsáætlun skólanefndar 2016-2019
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.


2. 1509005F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 131
Fundargerð 131. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1. 1508018 - Dagur íslenskrar náttúru 215
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2. 0711031 - Kerfill - Átaksverkefni um eyðingu kerfils
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.3. 1407006 - Minka- og refaveiðar 2014-2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.4. 1509029 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026
Afgreiðsla umhverfisnefndar er samþykkt.
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026.

2.5. 1509033 - Umhverfisátak í Eyjafjarðarsveit
Afgreiðsla umhverfisnefndar er samþykkt.

2.6. 1510007 - Veraldarvinir - Ósk um samstarf
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.7. 1510008 - Fjárhagsáætlun umhverfisnefndar 2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.8. 1510009 - Starfsáætlun umhverfisnefndar 2015-2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3. 1509003F - Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 173
Fundargerð 173. fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

3.1. 1509002 - Göngum í skólann - Kynning á verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.2. 1509020 - Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2016-2019
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3.3. 1411017 - Heilsueflandi samfélag
Nefndi frestaði umfjöllun.

3.4. 1509024 - Félag aldraðra í Eyjafirði - ósk um styrk fyrir leikfimi og sundleikfimi
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3.5. 1509028 - Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3.6. 1509030 - Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2015 - 2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.


4. 1509002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 235
Fundargerð 234. skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

4.1. 1509011 - Syðri-Varðgjá - Ósk um úthlutun landnúmers
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

4.2. 1509032 - Finnastaðir - Ósk um úthlutun landnúmers
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

4.3. 1506002 - Ytri-Varðgjá - Sveinbjörg Aðalsteinsdóttir - ósk um að staðsetja frísundahús á landinu og langning vegar að landinu
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.


5. 1509006F - Framkvæmdaráð - 49
Fundargerð 49. framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

5.1. 1509005 - Tilboð í lóðina Bakkatröð 2
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt með þeirri breytingu að auglýstar verðir fjórar lóðir til sölu við Bakkatröð í stað þriggja. Jafnframt er fyrirliggjandi tilboði í lóð við Bakkatröð hafnað og er tilboðsgjafa vísað á væntanlega auglýsingu um lóðir.

5.2. 1510005 - Fjárhagsáætlun eignasjóðs 2016-2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.

5.3. 1503011 - Eignasjóður - verkefnalisti
Gefur ekki tilefni til ályktana.


6. 1510013 - Handverkshátíð 2015, greinargerð og uppgjör
Fyrir fundinum lá greinargerð framkvæmdastjóra Handverkshátíðar um sýninguna 2015 ásamt uppgjöri. Sveitarstjórn færir þeim sem að sýninguni komu bestu þakkir fyrir vel unnin störf.
Ester Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Handverkshátiðar kom á fundinn og tilkynnti að hún hefði sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri og þakkaði jafnframt fyrir ánægjulegt samstarf þau fimm ár sem hún hefur stjórnað hátíðinni. Sveitarstjórn þakkar Ester fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar.

7. 1510014 - Gjaldskrá gatnagerðargjalda
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa fjórar lóðir við Bakkatröð á sérstöku tilboðsverði samanber heimild í 6. gr. gjaldskrár um gatnagerðagjald og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um byggingarhraða og frágang. Tilboðið gildir fram til áramóta og miðað við að húsin verði að fullu frágengin að utan innan tveggja ára.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?