Sveitarstjórn

471. fundur 05. nóvember 2015 kl. 07:30 - 07:30 Eldri-fundur


471. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 4. nóvember 2015 og hófst hann kl. 15:00.


Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.


Dagskrá:

1. 1510001F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 160
Fundargerð 160. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1411028 - Menningarmálanefnd/Eyvindur - ritstjórnarstefna og verklagsreglur
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.

1.2. 1503007 - Smámunasafnið - Ársskýrsla 2014
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.3. 1510001 - Stefnumörkun fyrir Smámunasafnið
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.4. 1509006 - Tillaga að endurskoðun gjaldskrár Laugarborgar
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

1.5. 1510016 - Starfsáætlun menningarmálanefndar
Nefndin frestaði afgreiðslu málsins.

1.6. 1510015 - Fjárhagsáætlun menningarmálanefndar 2015
Nefndin frestaði afgreiðslu málsins.

1.7. 1510011 - Merking eyðibýla 2015
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar. Sveitarstjórn áformar að endurskoða fyrir næsta ár merkingu eyðibýla.

1.8. 1510017 - 1. desember 2015
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.


2. 1510005F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 161
Fundargerð 161. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1510017 - 1. desember 2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2. 1510024 - Drög að samningi við Búsögu
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt og er sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Búsögu sem síðan verði lagður fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

2.3. 1508010 - Kvenfélögin í Eyjafjarðarsveit - ósk um breytingar í Laugarborg
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.4. 1510015 - Fjárhagsáætlun menningarmálanefndar 2015
Nefndin frestaði afgreiðslu málsins.

2.5. 1510016 - Starfsáætlun menningarmálanefndar
Nefndin frestaði afgreiðslu málsins.


3. 1510007F - Framkvæmdaráð - 50
Fundargerð 50. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1510005 - Fjárhagsáætlun eignasjóðs 2016-2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.


4. 1510008F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 26
Fundargerð 26. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1. 1508009 - Fjallskil 2015
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.2. 1510031 - Endurskoðun búfjársamþykktar Eyjajfarðarsveitar
Sveitarstjóra er falið að fá álit á þörfinni fyrir að endurskoða samþykktina.


5. 1510009F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 236
Fundargerð 236. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1. 1510032 - Litli-Hamar Ósk um úthlutun landnúmers
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

5.2. 1510035 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025 - verk-, kostnaðar- og tímaáætlun
Afgreiðslu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.


6. 1510010F - Framkvæmdaráð - 51
Fundargerð 51. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1. 1510005 - Fjárhagsáætlun eignasjóðs 2016-2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.


7. 1510020 - Eyþing - ályktanir aðalfundar Eyþings 2015
Lagt fram til kynningar.

8. 1510033 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Fundargerð 176. fundar
Lagt fram til kynningar.

9. 1510021 - Meningarráð Eyþings - samþykktir 2015
Lagt fram til kynningar.

10. 1510036 - Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls - Beiðni um fjárstyrk vegna endurbóta við Saurbæjarkirkjugarð
Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunar menningarmálanefndar fyrir árið 2016.

11. 1510043 - Skipan í stjórn Handverkshátíðar
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

12. 1510034 - Ásta Sighvats Ólafsdóttir - Ósk um lausn frá störfum í menningarmálanefnd
Ásta Sighvats Ólafsdóttir óskar eftir lausn frá störfum í menningarmálanefnd. Sveitarstjórn samþykkir erindið. Samþykkt að Samúel Jóhannsson taki sæti aðalmanns í nefndinni og að Sigríður Rósa Sigurðardóttir taki sæti varamanns í nefndinni fyrir H listann.

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35

Getum við bætt efni síðunnar?