472. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 25. nóvember 2015 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. 1511003F - Framkvæmdaráð - 52
Fundargerð 50. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1510005 - Fjárhagsáætlun eignasjóðs 2016-2019
Vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2016.
2. 1511002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 237
Fundargerð 237. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1511003 - Dysnes í Hörgársveit - Tillaga að deiliskipulagi
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og verður tillagan auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.3. 1511010 - Kaupangur - Ósk um heimild til að láta vinna deiliskipulag jarðarinnar Kaupangs
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins.
2.4. 1510032 - Litli-Hamar - Anna Helga Tryggvadóttir - Ósk um úthlutun landnúmers
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.5. 1511016 - Ósk um samþykki sveitarstjórnar fyrir sölu á spildu úr jörðinni Samkomugerði 1
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
3. 1511001F - Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 20
Fundargerð 20. fundar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1405010 - Erindisbréf nefnda
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2. 1511013 - Fjárhagsáætlun 2016 landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.3. 1407006 - Minka- og refaveiðar 2014-2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.4. 1511014 - Starfsáætlun landbúnaðar- og atvinnumálanefndar 2015-2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. 1510011F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 162
Fundargerð 162. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1. 1510039 - Linda B. Reynisdóttir - ósk um húsnæði undir safn tileinkað Reyni Sterka
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
4.2. 1510016 - Starfsáætlun menningarmálanefndar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5. 1510006F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 225
Fundargerð 225. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1. 1510025 - Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.2. 1511005 - Ytra mat á starfi Hrafnagilsskóla 2016
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
5.3. 1511006 - Tillaga þess efnis að samrekstri leik- og grunnskóla verði hætt frá og með áramótum 2015 ? 2016
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með þeirri breytingu að hún taki gildi 1. ágúst 2016.
5.4. 1510010 - Fjárhagsáætlun skólanefndar 2016-2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.5. 1510003 - Skólanámskrá Krummakots 2015-2016
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
5.6. 1501008 - Eyjafjarðarsveit - tilkynning um ytra mat á leikskólanum Krummakoti
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
5.7. 1511007 - Lykiltölur fyrir Hrafnagilsskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
6. 1511004F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 132
Fundargerð 132. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1. 1511017 - Umhverfisverðlaun 2015
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
6.2. 1510008 - Fjárhagsáætlun umhverfisnefndar 2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.
7. 1510004F - Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 174
Fundargerð 174. fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
7.1. 1510012 - Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar 2016
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar.
7.2. 1509020 - Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2016-2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.
7.3. 1411017 - Heilsueflandi samfélag
Gefur ekki tilefni til ályktana.
8. 1506004 - EAB Ný orka ehf. - Viljayfirlýsing um samstarf vegna uppbyggingar vindmyllugarðs/-garða í sveitarfélaginu
Á fund sveitarstjórnar 10. júní 2015, mættu fulltrúar EAB Ný orku ehf þar sem þeir óskuðu eftir viljayfirlýsingu varðandi vindmyllugarð til raforkuframleiðslu í Eyjafjarðarsveit. Sveitarstjórn frestaði umfjöllun á fundinum 10. júní og er málið því tekið nú fyrir aftur.
Sveitarstjórn telur Eyjafjarðarsveit alls ekki henta fyrir vindmyllugarð eins og áætlanir fyrirtækisins EAB Ný orku ehf gera ráð fyrir og hafnar því beiðni um viljayfirlýsingu.
9. 1511012 - Greið leið - Árleg hlutafjáraukning 2015
Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti en mun standa við fyrri yfirlýsingu um hlutafjárkaup.
10. 1510043 - Skipan í stjórn Handverkshátíðar
Samþykkt að stjórn sýningarinnar verði óbreytt fyrir sýninguna 2016.
11. 1506012 - Fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun.
Farið yfir stöðuna á vinnu við gerð áætlunar fyrir 2016 og þriggja ára áætlun. Einnig var farið yfir stöðu ársins í ár.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40