473. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, föstudaginn 11. desember 2015 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. 1511005F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 162
Fundargerð 162. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1508020 - Skýrsla um niðurstöðu könnunnar um stöðu leiguíbúða í eigu sveitarfélaga 2014
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2. 1511018 - Þjónusturáð um málefni fatlaðs fólks
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3. 1511019 - Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2016
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
1.4. 1511026 - Starfsáætlun félagsmálanefndar 2015-2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.5. 1511027 - Jafnréttisstofa óskar eftir framkvæmdaáætlun vegna jafnréttisáætlunar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.6. 1511031 - Erindi frá HSN-heimahjúkrun vegna afleysinga í heimaþjónustu
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 1512001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 238
Fundargerð 238. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1511015 - Umsókn um nafn á nýtt lögbýli úr landi Hólakots.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.2. 1512002 - Umsókn um afmörkun lóðar í landi Grafar IV (lóð nr. 221669)
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.3. 1512003 - Ósk um úthlutun byggingarreits til byggingar fjóss á Stekkjarflötum
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.4. 1511010 - Kaupangur - Ósk um heimild til að láta vinna deiliskipulag jarðarinnar Kaupangs
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.5. 1512004 - Syðri-Tjarnir, umsókn um leyfi til byggingar geymslu
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
3. 1512003F - Vinnuhópur um fjarskipti og samgöngur - 4
Fundargerð 4. fundar vinnuhóps um fjarskipti- og samgöngur tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1512006 - Mat á stöðu vegamála í Eyjafjarðarsveit.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. 1511007F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 226
Fundargerð 226. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1. 1510010 - Fjárhagsáætlun skólanefndar 2016-2019
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
4.2. 1512007 - Skólavogin 2015-2016
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
5. 1511023 - Eyþing - fundargerð 273
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
6. 1511024 - Eyþing - fundargerð 274
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. 1511025 - Eyþing - fundargerð aðalfundar 2015
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8. 1511029 - Eyþing- fundargerð 272
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
9. 1511028 - Heilbrigðiseflirtlit Norðurlands eystra - Fundargerð 177.fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
10. 1511033 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 830. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
11. 1511034 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 832. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
12. 1512008 - Álagning útsvars 2016
Samþykkt að álagning útsvars fyrir árið 2016 verði óbreytt frá yfirstandandi ári 14,52% að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna
sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.
13. 1512009 - Heimild til að afskrifa eignarhlut í Farm Inn hf.
Sveitarstjórn samþykkir að afskrifa hlutafé í Farm Inn hf. kr. 250.000.-
14. 1511030 - Samstarfssamningur við UMSE 2016-2019
Fyrirliggjandi samningsdrög eru samþykkt.
15. 1506012 - Fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun, síðari umræða
Fyrir fundinum lá tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2016 og þriggja ára áætlun. Þá lá fyrir tillaga að viðaukum við áætlun ársins 2015 ásamt minnisblaði varðandi framangreinda liði.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars, fasteigna- og sorphreinsunargjalda og lóðaleigu á árinu 2016:
Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2016 verði hámarksútsvar, þ.e. 14.52% af útsvarsstofni að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga
Fasteignaskattur, A stofn 0,41 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,20 % (óbreytt)
Holræsagjald 0,1 % (óbreytt)
Lóðarleiga 0,75% ( óbreytt )
Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
Álagning sorpgjalds er samkvæmt tillögu umhverfisnefndar og hækkar gjald vegna dýraleifa um 6% og vegna almennrar sorphirðu og lífræns úrgangs um 3%.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5, þ.e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.
Tekjuviðmið
Einstaklingar:
100 % kr. 0.- til kr. 2.364.000.-
75 % kr. 2.364.001.- til kr. 2.575.000.-
50 % kr. 2.575.001.- til kr. 2.824.000.-
25 % kr. 2.824.001.- til kr. 2.996.000.-
Hjón og samskattað sambýlisfólk:
100 % kr. 0.- til kr. 4.017.000.-
75 % kr. 4.017.001.- til kr. 4.379.000.-
50 % kr. 4.379.001.- til kr. 4.800.000.-
25 % kr. 4.800.001.- til kr. 5.208.000.-
Tekjuviðmið miðast við allar skattskyldar tekjur þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur.
Rotþróargjald verði:
Þróarstærð allt að 1800 l kr. 9.177.-
Þróarstærð 1801 - 3600 l kr. 14.020.-
Gjaldskrá skóla:
Gjaldskrár grunn- og leikskóla hækka í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs 1. ágúst 2016.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu íþrótta- og tómstundanefndar.
Þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun í samræmi við fyrirliggjandi áætlun framkvæmdaráðs á árinu 2016 kr. 47,5 millj.
Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2016 í þús. kr.
Tekjur kr. 919.392
Gjöld án fjármagnsliða kr. 875.031
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 9240 )
Rekstrarniðurstaða kr. 35.121
Veltufé frá rekstri kr. 73.513
Fjárfesingarhreyfingar kr. 28.850
Afborganir lána kr. 29.299
Hækkun á handbæru fé kr. 15.363
Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum.
Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.
Fjárhagsáætlunin 2016 er samþykkt samhljóða og þakkar sveitarstjórn öllu starfsmönnum sveitarfélagsins og nefndum fyrir gott samstarf og góða vinnu við áætlanagerð fyrir árið 2016.
Fjárhagsáætlun 2017- 2019
Fyrirliggjandi fjárhagsáætlunin er samþykkt samhljóða. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum. Gert ráð fyrir fjárfestingum og mörkuðu viðhaldi á tímabilinu fyrir kr. 168,2 millj. Á áætlunartímabilinu er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum lántökum. Langtímaskuldir verða greiddar niður um kr. 47,3 millj. og eru áætlaðar í árslok 2019 kr. 113 millj. eða 12% af áætluðum tekjum.
Fyrir lá tillaga um viðauki við áætlun ársins 2015.
Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tekjur verði kr. 26,4 millj. og að gjöld verði kr. 34,6 millj. hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Mismun kr. 7,3 millj. verður mætt með því að lækka eigið fé.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25