Sveitarstjórn

474. fundur 14. janúar 2016 kl. 13:49 - 13:49 Eldri-fundur

474. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 13. janúar 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Þór Hauksson Reykdal varamaður.
Fundargerð ritaði: Jóhanna Dögg Stefánsdóttir .

Dagskrá:

1. 1512012 - Fundargerð framkvæmdastjórnar byggingarfulltrúa Eyjafjarðar
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að undanskildum öðrum lið þar sem samningi um byggingarfulltrúa hefur þegar verið sagt upp af hálfu Eyjafjarðarsveitar.

2. 1512018 - Eyþing- fundargerð 275. fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu Eyþings á lið 2b "Frumvarp til laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og verndun Mývatns og Láxár í Suður-Þingeyjarsýslu (sameining stofnana), 371. mál."

3. 1512019 - Héraðsskjalasafnið á Akureyri-Ársskýrsla 2014
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4. 1512015 - Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerð 833.fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5. 1512016 - Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerð 834.fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.

6. 1512017 - Breytingar á skipulagsskrá Legatssjóðsins-óskir um athugasemdir um hvernig standa eigi að tilnefningu fulltrúa í stjórn sjóðsins
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar leggur til að Eyþingi verði falið að sjá um að tilnefna fulltrúa í stjórn Legatssjóðs Jóns Sigurðssonar.

7. 1512011 - Markaðsstofa Norðurlands - Framlenging á samstarfssamningi
Erindinu frestað. Sveitarstjórn lýsir áhuga sínum á áframhaldandi samstarfi og óskar eftir því að fá Arnheiði Jóhannsdóttur með kynningu á samningnum áður en afstaða verður tekin til erindisins.

8. 1601001 - Uppsögn á samningi um byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðarsvæðis og skipan byggingarnefndar
Sveitarsjórn staðfestir uppsögnina og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

Getum við bætt efni síðunnar?