Sveitarstjórn

478. fundur 17. mars 2016 kl. 08:49 - 08:49 Eldri-fundur

478. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 16. mars 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason ritari og Tryggvi Jóhannsson varamaður.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. 1602007F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 133
Fundargerð 133. fundar umhverfisnefndar, haldinn 2. mars 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1601028 - Auglýsingar utan þéttbýlis
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.2. 1601013 - Minningarreiturinn við Laugalandsskóla - Umhirða og viðhald
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.3. 1511035 - Umhverfisvottun Earth Check
Sveitarstjórn lýsir vilja til að taka þetta málefni upp á vettvangi Eyþings.

1.4. 1602021 - Eyðing kerfils 2016-2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.5. 1602022 - Umhverfisstefna Eyjafjarðarsveitar 2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 1602001F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 227
Fundargerð 227. fundar skólanefndar, haldinn 9. mars 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1602001 - Dvalartími í leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2. 1601021 - Ósk um mennta- og menningarmálaráðuneytis um útskýringu á faglegri ábyrgð skólastjóra Hrafnagilsskóla gagnvart leikskólanum.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.3. 1603007 - Skóladagatal Hrafnagilsskóla 2016-2017
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

2.4. 1510004 - Innra mat Hrafnagilsskóla 2015-2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.5. 1510003 - Skólanámskrá Krummakots 2015-2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.6. 1603008 - Skóladagatal Krummakots 2016-2017
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.7. 1603009 - Umbótaáætlun Krummakots 2015-2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3. 1603013 - Eyþing- fundargerð 277
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4. 1603014 - Fundargerð: Fundur stjórnar Eyþings og SSA með þingmönnum Norðausturkjördæmis
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. 1603015 - Fulltrúaráð Eyþings: Fundargerð 5.fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. 1603016 - Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 835.fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. 1602023 - Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

8. 1603002 - Ósk um stofnun öldungaráðs í Eyjafjarðarsveit
Málið rætt en afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekar upplýsinga.

9. 1603017 - Uppsögn Karls Frímannssonar, sveitarstjóra
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30

Getum við bætt efni síðunnar?