Sveitarstjórn

481. fundur 19. maí 2016 kl. 16:20 - 16:20 Eldri-fundur

481. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 18. maí 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson varamaður, Stefán Árnason ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. 1605001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 243
Fundargerð 243. fundar skipulagsnefndar 9. maí 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1604034 - Ósk um breytingu á vegtengingu að Fosslandi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.2. 1605006 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju fjósi að Stekkjarflötum
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.3. 1605005 - Umsókn um stofnun lóða úr landi Lækjarbrekku og úr landi Kálfagerðis. Kynnings
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt. Sveitarstjóra er falið að koma á framfæri við umsækjendur umræðu sem varð á fundinum um fjarlægðarmörk og umferðarétt

1.4. 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt. Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistöku þess.

1.5. 1404010 - Kröflulína, Akureyri-Krafla - frá Kífsá að Bíldsárskarði
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 1604004F - Framkvæmdaráð - 54
Fundargerð 54. fundar framkvæmdaráðs 27. apríl, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1510005 - Fjárhagsáætlun eignasjóðs 2016-2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. 1605008 - Byggingarnefnd Eyjafjaraðrsvæðis-fundargerð 100.fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4. 1605007 - Samband íslenskra sveitarfélaga- fundargerð 838.fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. 1510035 - Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025 - verk-, kostnaðar- og tímaáætlun
Sveitarstjóra er falið að ganga frá frá samningi við Ómar Ívarsson hjá Landslagi um vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins samkvæmt fyrirliggjandi verk, kostnaðar og tímaáætlun.

6. 1605010 - Vinnuskóli 2016
Sveitarstjórn ákveður að hækka laun i vinnuskólanum um 50% til að ná fram markmiðum sem sveitarstjórn setti sér á vinnufundi s.l. vetur um að efla starf og fræðslu fyrir unglinga sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaði.
Fyrir fundinn var lagður fram samanburður á launum og vinnumagni í vinnuskólum nokkurra sveitarfélaga. Einnig voru lögð fram drög að vinnureglum fyrir vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar. Sveitarstjórn samþykkir að laun fyrir vinnu í vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar sumarið 2016 verði kr. 695 fyrir unglinga fædda 2002, kr. 770 fyrir unglinga fædda 2001 og kr. 966 fyrir unglinga fædda 2000. Sveitarstjóra er falið að ganga frá vinnureglum fyrir skólann í samræmi við fyrirliggjandi drög. Sveitarstjórn leggur áherslu á að sinnt verði vel fræðslu og kynningu t.d. um atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu, umhverfismál og fl.

7. 1604027 - Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2015, síðari umræða
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2015 tekin til síðari umræðu og samþykktur samhljóða.
Heildartekjur A og B hluta voru 893,5 m. kr., sem er um 8% hækkun frá fyrra ári, heildarútgjöld án fjármagnsliða, voru 843,5 m.kr en það er um 6,7% hækkun frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 49,9 m.kr.
Ekki voru tekin ný lán á árinu 2015 en eldri lán voru greidd niður um 27,2 m.kr. Heildar skuldir og skuldbingar í árslok 2015 voru kr. 291,2 m.kr. og er skuldahlutfallið 32,6%. Fjárfestingar ársins námu 28,1 m.kr.

8. 1605011 - Samningar og ráðstöfun lóða við Hjallatröð og Bakkatröð
Fyrir fundinum lágu samningar um ráðstöfun lóða við Hjallatröð og Bakkatröð þar sem Eyjafjarðarsveit kaupir aftur með áföllnum kostnaði lóðir nr. 4 og 6 við Bakkatröð og nr. 3 við Hjallatröð. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samninga og felur sveitarstjóra að selja lóðir nr. 4 og 6 við Bakkatröð á því tilboðsverði og með þeim skilyrðum sem voru í gildi s.l. vetur að viðbættum áföllnum kostnaði. Áætlaður kostnaður við innlausn lóðanna er kr. 2.650.000.- á móti honum kemur áætlað söluverð lóðanna við Bakkatröð nr. 4, 6 og 8 er kr. 2.600.000.- mismuninum kr. 50.000.- verður mætt með lækkun á eiginfé.

9. 1605004 - Grísará 4, kaupsamningur
Fyrir lá kaupsamningur þar sem Hreiðar Hreiðarsson selur Eyjafjarðarsveit landsspildu úr landi Grísarár kaupverð er kr. 12.000.000.- Samningurinn var samþykktur samhljóða. Kaupverði verður mætt með lækkun á eigin fé.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

Getum við bætt efni síðunnar?