Sveitarstjórn

482. fundur 09. júní 2016 kl. 16:07 - 16:07 Eldri-fundur

482. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 8. júní 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Lilja Sverrisdóttir varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1605005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 244
Fundargerð 244. fundar skipulagsnefndar 30. maí 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1605005 - Umsókn um stofnun lóða úr landi Lækjarbrekku og úr landi Kálfagerðis.
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.2. 1605021 - Umsókn um viðbyggingu við Þórustaði 4
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.3. 1605023 - Deiliskipulag við Bakkatröð: Ákvæði um bílskúra í deiliskipulagi
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kanna málið frekar.

1.4. 1605022 - Beiðni um umsögn um umsókn Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.5. 1605024 - Afmörkun lóða Rein I og II
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.6. 1605025 - Beiðni um skiptingu lands úr landi Syðri Tjarna.
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.7. 1603034 - Deiliskipulagstillaga að efnisnámu í landi Hvamms
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.8. 1603035 - Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning
Sveitarstjórn ítrekar fyrri afstöðu og tekur undir bókun skipulagsnefndar um að hafna hugmyndum um lagningu loftlínu þvert yfir Eyjafjörð, en leggst ekki gegn því að unnið verði áfram með fyrirliggjandi tillögu um jarðstreng.

1.9. 1605026 - Beiðni um skiptingu lands úr landi Syðri-Varðgjár
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.10. 1605027 - Beiðni um leyfi til viðbyggingar á Brjánslæk/Syðri-Varðgjá
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.


2. 1605004F - Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 176
Fundargerð 176. fundar skipulagsnefndar 26. maí 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1605015 - Árskýrsla íþrotta- og tómstundanefdar 2015
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt.

2.2. 1605017 - Kvennhlaup 2016
Liðurinn gefur ekki tilefni til ályktana.

2.3. 1605016 - Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2015
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt.

2.4. 1605002 - Beiðni um styrk vegna landsliðsferðar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt.

2.5. 1602015 - Endurskoðun á veitingu tómstundastyrkja
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt.

2.6. 1603030 - Ársreikningur Funa 2015
Lagt fram til kynningar.


3. 1605003F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 229
Fundargerð 229. fundar skólanefndar 25. maí 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1511005 - Ytra mat á starfi Hrafnagilsskóla 2016
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn tekur undir með skólanefnd og óskar skólastjórnendum og starfsfólki skólans til hamingju með góðan árangur.

3.2. 1604031 - Ósk um að börn verði tekin inn á Krummakot við 12 mánaða aldur
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.

3.3. 1605014 - Krummakot foreldrakönnun 2016
Lagt fram til kynningar.

3.4. 1605013 - Leyfisveitingar nemenda - verklagsreglur
Lagt fram til kynningar.

3.5. 1605012 - Niðurstöður skólapúlsins - nemendakönnun skólaárið 2015 - 2016
Lagt fram til kynningar.

3.6. 1604013 - Starfsmannamál grunnskóla
Lagt fram til kynningar.


4. 1606002 - Eyþing - fundargerð 280. fundar
Lagt fram til kynningar.

5. 1606001 - Beiðni um styrk vegna stækkunar kirkjugarðsins á Munkaþverá
Þar sem Lilja er í stjórn kirkjugarða Laugalandsprestakalls, víkur hún af fundi undir afgreiðslu erindisins.
Sveitarstjórn samþykkir umsókn um styrk að fjárhæð kr. 600.000,-
Sveitarstjórn samþykkir að ráðstafa úr sveitarsjóði umræddri fjárhæð og komi hún til lækkunar á eigin fé.

6. 1507011 - Þjóðarsáttmáli um læsi
Undir liðnum kom Hrund Hlöðversdóttir, skólastjóri Hrafnagilsskóla og gerði grein fyrir stöðu málsins. Sveitarstjórn þakkar Hrund fyrir kynninguna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

Getum við bætt efni síðunnar?