483. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 15. júní 2016 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1606013 - Kjörskrá vegna forsetakosninga 2016
Lögð er fram kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit. Tveir einstaklingar falla af kjörskrá vegna andláts. Kjörskrá samþykkt þannig breytt. Sveitarstjóra er veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma, fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.