Sveitarstjórn

485. fundur 15. september 2016 kl. 16:05 - 16:05 Eldri-fundur

485. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 14. september 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason ritari, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri og Ásta Sighvats Ólafsdóttir varamaður.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. 1608004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 246
Fundargerð 246. fundar skipulagsnefndar, sem haldinn var 15. ágúst tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1. 1608007 - Akureyrarbær auglýsir útivistarsvæði, á svæði sem er í eigu og leigu Tómasar Inga Olrich
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.2. 1603034 - Deiliskipulagstillaga að efnisnámu í landi Hvamms
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar um að deiliskipulagi efnistökusvæðis í Hvammi verði samþykkt með þeim lagfæringum sem getið er um í bókun við svari Skipulagsstofnunar. Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa er falið að annast gildistöku hennar.

1.3. 1607007 - Landsskipulagsstefna 2015-2026 - Skipulag á miðhálendi Íslands
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt og felur sveitarstjórn skrifstofunni að annast verkefnið.

1.4. 1603033 - Umsókn um nafnabreytingu
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.5. 1609001 - Brúnir - umsókn um stækkun byggingarreits
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.6. 1608017 - Norðurorka - Endurnýjun kaldavatnslagna á Grísarársvæði
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.7. 1604034 - Ósk um breytingu á vegtengingu að Fosslandi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.8. 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2. 1608005F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 134
Fundargerð 134. fundar umhverfisnefndar, sem haldinn var 31. ágúst tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1. 1608018 - Dagur íslenskrar náttúru 2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2. 1604021 - Lokaskýrlsa starfshóps SÍS um stefnumótun í úrgangsmálum
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.3. 1602022 - Umhverfisstefna Eyjafjarðarsveitar 2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.4. 1606019 - Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Sveitarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga um málið.

2.5. 1605018 - Umhverfisverðlaun 2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. 1609004F - Framkvæmdaráð - 56
Fundargerð 56. fundar framkvæmdaráðs, sem haldinn var 12. september tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1. 1510005 - Fjárhagsáætlun eignasjóðs 2016-2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.2. 1508010 - Kvenfélögin í Eyjafjarðarsveit - ósk um breytingar í Laugarborg
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3.3. 1608014 - Laugarborg - endurnýjunarþörf/óskalisti húsvarðar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

4. 1608016 - Eyþing - fundargerð 283. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. 1608010 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 841. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. 1609002 - Eyþing - fundargerð 284. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. 1609007 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Fundargerð 185. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. 1003003 - Ólyktar-mengun frá jarðgerðarstöð Moltu
Fyrir fundinum lá svar við fyrirspurn sveitarfélagsins til Moltu vegna ólyktar. Fram kemur í svari Moltu að fyrirtækið er að leyta leiða til að lykt frá fyrirtækinu valdi ekki nágrönnum óþægindum og er verið er að skoða m.a. íblöndunarefni í moltuna sem á að draga úr lykt. Í bréfinu kemur fram að stjórn fyrirtækisins vill að starfsemi fyrirtækisins verði í sátt við næsta nágrenni. Vegna alvarleika málsins felur sveitarstjórn, sveitarstjóra að óska eftir tímasettri úrbótaáætlun frá fyrirtækinu.

9. 1609011 - Skipan fulltrúa á aðalfund Eyþings
Samþykkt að skipa Jón Stefánsson sem aðalfulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Eyþings í stað Karls Frímannssonar sem látið hefur af störfum hjá sveitarfélaginu.

10. 1609012 - Skipan fulltrúa í óshólmanefnd
Samþykkt að skipa Emelíu Baldursdóttur, Syðra Hóli, aðalfulltúa í óshólmanefnd. Eyjafjarðarsveit á 2 fulltrúa í nefndinni og er hinn fulltrúi sveitarfélagsins í nefndinni Valdimar Gunnarsson, Rein.

11. 1609006 - Fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 - 2020
Farið yfir áherslur í áætlun ársins 2017 og tímaplan.

12. 1609013 - Fundardagar sveitarstjórnar 2016-2017
Samþykkt tillaga að fundardögum sveitarstjórnar til janúar 2017.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15

Getum við bætt efni síðunnar?