Sveitarstjórn

486. fundur 07. október 2016 kl. 09:31 - 09:31 Eldri-fundur

486. fundur
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 5. október 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson varamaður, Stefán Árnason og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason .

Hólmgeir Karlsson, varaoddviti setti og stjórnaði fundinum í forföllum oddvita. Í upphafi fundar vottaði sveitarstjórn Jóni Stefánssyni, oddvita og fjöskyldu hans samúð sína.
Dagskrá:

1. Stofnframlag til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum og erindi frá Búseta á Akureyri, Búfesti um samstarf. - 1609025

Gestir
Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastj. - 15:00
Benedikt Sigurðarson gerði grein fyrir verkefninu og hugsanlegu samstarfi. Sveitarstjórn finnst verkefnið jákvætt og felur sveitarstjóra að taka upp viðræður við Búfesti, húsnæðissamvinnufélag um hugsanlegt samstarf um byggingu leiguíbúða. Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að senda inn umsókn um stofnfjáframlag samkvæmt tilboði ríkisins með fyrirvara um frekari úrvinnslu í sveitarstjórn.

2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 247 - 1609006F
Fundargerð skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
2.1 1609016 - Beiðni um land undir bílastæði við Kristnes
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
2.4 1609008 - Teigur land ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitinga
Afgreiðsla skipulagsnefdar samþykkt.
2.5 1609021 - Pálína frá Grund ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í Grund II
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
2.6 1606012 - Endurnýjun á rekstrarleyfum Öngulsstaða 3 sf.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

3. Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 177 - 1609005F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
3.1 1608006 - Guðmundur Smári Daníelsson - styrkumsókn 2016
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
3.2 1605016 - Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2015
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
3.3 1602015 - Endurskoðun á veitingu tómstundastyrkja
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.4 1609018 - Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2017-2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 164 - 1609002F
Fundargerð 164. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1209035 - Könnun í tengslum við málefni aldraðra í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn tekur undir hugmyndir nefndarinnar og felur starfsmönnum skrifstofu að vinna tillögu um ráðstöfun leiguibúða og reglur varðandi ferliþjónustu.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 841. fundar - 1609009
Gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 842. fundar - 1609010
Gefur ekki tilefni til ályktana.

7. Kostnaður við brunavarnir - 1609019
Það kom fram hjá sveitarstjóra að áætlaður viðbótar kostnaður við rekstur brunavarna 2016 er um kr. 2.000.000.- og er honum vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2016.

8. Verðskrá byggingalóða - 1609020
Sveitarstjórn samþykkir að gjaldskrá gatnagerðargjalda verði óbreytt.

9. Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar - 1101011
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

10. Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga - 1607012
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

11. Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 29. október 2016 - 1609024
Sveitarstjóra er veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma, fram að kjördegi vegna alþingiskosninganna 29. október n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

12. Fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 - 2020 - 1609006
Gefur ekki tilefni til ályktana.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

Getum við bætt efni síðunnar?