Sveitarstjórn

487. fundur 27. október 2016 kl. 10:00 - 10:00 Eldri-fundur

487. fundur haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 26. október 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson varamaður, Stefán Árnason ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason .

Dagskrá:

1. Félag aldraðra - samráðsfundir - 1610016
Gestir
Hildur Gísladóttir, Ólafur Vagnsson og Valgerður Schiöth - 00:00
Á fundinn mættu fulltrúar frá Félagi aldraðra í Eyjafirði til að fara yfir þau mál sem helst brenna á þeirra félögum. Eftirfarandi erindi voru nefnd af þeim:
a) ferliþjónusta fyrir aldraða og hvort möguleiki væri á að veita þá þjónustu ef á þurfi að halda
b) leikfimi fyrir aldraða bæði í tengslum við félagsstarfið og eins sundleikfimi
c) búsetakostir fyrir aldraða í sveiarfélaginu
Þessir liðir voru ræddir og farið yfir stöðu þessara mála.

2. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 230 - 1610001F
Fundargerð 230. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1609022 - Beiðni til skólanefndar vegna verklagsreglna Hrafnagilsskóla varðandi skólaferðalag 10. bekkjar
Afgreiðslu frestað.
2.2 1610003 - Krummakot - Athugun á möguleika þess að taka inn nemendur frá 12 mánaða aldri
Afgreiðslu frestað.
2.3 1502039 - Eyjafjarðarsveit - Skólastefna Eyjafjarðarsveitar
Afgreiðsla frestað.
2.4 1610004 - Tölulegar upplýsingar frá skólastjórum
Afgreiðslu frestað.
2.5 1610005 - Skipurit skólamála Eyjafjarðarsveitar
Afgreiðslu frestað.
2.6 1610009 - Yfirlit yfir fjölda nemenda og starfsfólks Hrafnagilsskóla 1.9.2016
Afgreiðslu frestað.
2.7 1610008 - Skólanámskrá Hrafnagilsskóla 2016-2017
Afgreiðsla frestað.
2.8 1610007 - Starfsáætlun Hrafnagilsskóla 2016-2017
Afgreiðslu frestað.

3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 248 - 1610002F
Fundargerð 248. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1609016 - Beiðni um land undir bílastæði við Kristnes
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
3.2 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

4. Tónlistarskóli Eyjafjarðarsveitar - fundargerðir 116 og 117 ásamt fjárhagsáætlun 2017 - 1610012

Fundargerðir skólanefndar afgreiddar án athugasemda. Fjárhagsáætlun er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

5. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - Fundargerð 185. fundar - 1609007
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Eyþing - fundargerð 285. fundar - 1610013
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Eyþing - fundargerð 286. fundar - 1610014
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. Greið leið ehf - Árleg hlutafjáraukning 2016 - 1610006
Sveitarstjórn samþykkir að nýta forkaupsrétt sinn kr. 356.546.- sem er í samræmi við eignahluta sveitarfélagsis í fyrirtækinu.

9. Fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 - 2020 - 1609006
Farið yfir rekstur málaflokka og samþykkt fyrirliggjandi tillaga um fjárhagsramma ársins 2017.

10. Beiðni um land undir bílastæði við Kristnes - 1609016
Samningur um spilduna gefur ekki svigrúm til að verða við erindi umsækjanda. Sveitarstjóra falið að leita eftir viðræðum við samningsaðila um endurskoðun samnings.

11. Framtíðarskipan Flokkunar og Moltu - 1610018
Farið yfir áform um breytingar á umfangi starfsemi Flokkunar. Sveitasrtjóra er veitt umboð til að fara með hlut sveitarfélagsins á hluthafafundi, verði til hans boðað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?