Sveitarstjórn

489. fundur 07. desember 2016 kl. 10:18 - 10:18 Eldri-fundur

489. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 6. desember 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason .

Dagskrá:

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 250 - 1611004F
Fundargerð 250. fundar skipulagsnefndar 14. nóvember 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 251 - 1611011F
Fundargerð 251. fundar skipulagsnefndar 28. nóvember 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.Sveitarstjórn leggur ennfremur fyrir umsækjanda að beita því verklagi við deiliskipulagsgerð sem Skipulagsstofnun lýsir í umsögn sinni dags. 31. október 2016.

2.2 1611022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu reiðvegar í Samkomugerði I og efnistöku úr Rauðhúsanámu
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

2.3 1611040 - Kári Erik Halldórsson - Umsókn um byggingu á sumarhúsi í landi Guðrúnarstaða
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

2.4 1603035 - Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar.


3. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 22 - 1611009F
Fundargerð 22. fundar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar frá 29. nóvember 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1611045 - Fjárhagsáætlun landbúnaðar- og atvinnumálanefndar 2017
Afgreiðslunni er vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2017.

3.2 1604007 - Umsókn um leyfi til búfjárhalds-Finnastaðabúið
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3.3 1611012 - Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - stefnumótun
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3.4 1603026 - Kýrin í merki Eyjafjarðarsveitar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.


4. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 164 - 1611005F
Fundargerð 164. fundar menningarmálanefndar frá 22. nóvember 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1611015 - Fjárhagsáætlun menningarmálanefndar
Menningarmálanefnd óskað eftir eftirfarandi breytingum á fjárhagsramma nefndarinnar:
Styrkur til Kirkjukórs Laugalandsprestakalls kr. 500.000.- Samþykkt.
Framlag til merkinga eyðibýla veerði kr. 500.000.- Samþykkt að framlagið verði kr. 350.000. eins og fjárhagsrammi nefndarinnar gerði ráð fyrir.

4.2 1611019 - Sýning á Schottis Diaspora Tapestries verkefninu
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.3 1611020 - Kirkjukór Laugalandsprestakalls - Ósk um fjárstuðning vegna útgáfu geisladisks
Sjá afgreiðslu að fjárhagsáætlun nefndarinnar.

4.4 1611028 - Smámunasafn Sverris Hermannssonar - Greinargerð 2016
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

4.5 1611018 - Smámunasafnið og væntanleg stórgjöf í handverkssafn
Afgreiðslu frestað þar til nánari upplýsingar fást um málið.


5. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 233 - 1611014F
Fundargerð 233. fundar skólanefndar 30. nóvember 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 1611013 - Fjárhagsáætlun skólanefndar 2017
Sveitarstjórn samþykkir að veita aukaframlag kr. 1.100.000.- til búnaðarkaupa í leikskóla. Áætluninni er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2017.

5.2 1611034 - Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Eftirfylgni með úttekt á Hrafnagilsskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.

5.3 1610003 - Krummakot - Athugun á möguleika þess að taka inn nemendur frá 12 mánaða aldri
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi innritunarreglur.


6. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 30 - 1611016F
Fundargerð 30. fundar fjallskilanefndar 2. desember 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1 1611046 - Fjárhagsáætlun 2017 - fjallskilanefnd
Fjárhagsáætlun nefndarinnar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2017.

6.2 1611047 - Fjallskilanefnd - Stóðréttir 2017
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

6.3 1611048 - Varnarlína vegna búfjársjúkdóma
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

7. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 165 - 1611015F
Fundargerð 165. fundar félagsmálanefndar 1. desember 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
7.1 1611044 - Fjárhagsáætlun 2017 - félagsmálanefnd
Afgreiðslu nefndarinnar vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2017.

7.2 1611035 - Kvennaathvarf - umsókn um rekstarstyrk 2017
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

7.3 1610022 - Stígamót - fjárbeiðni fyrir árið 2017
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

7.4 1611038 - Umsókn um jólaaðstoð - Samstarf Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

7.5 1209035 - Könnun í tengslum við málefni aldraðra í Eyjafjarðarsveit
Gefur ekki tilefni til ályktana.

8. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 135 - 1611010F
Fundargerð 135. fundar umhverfisnefndar 1. desember 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
8.1 1609015 - Refa- og minkaveiðar 2015-2016
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

8.2 1611041 - Fjárhagsáætlun 2017 - umhverfisnefnd
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um 2% hækkun sorphirðugjalds.
Fjárhagsáætlun nefndarinnar vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2017.

9. Aðalfundur Eyþings 2016 á Þórshöfn 11.-12. nóv. 2016 - 1610011
Lagt fram til kynningar

10. AFE - haustfundur 22.11.16 - 1610020
Lagt fram til kynningar.

11. Eyþing - fundargerð 288. fundar - 1611043
Lagt fram til kynningar.

12. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 844. fundar - 1611051
Lagt fram til kynningar.

13. Ósk um umfjöllun á heilsustefnu starfsmanna sveitarfélagsins - 1611039
Sveitarstjórn fagnar þessum áhuga starfsmanna á heilsustefnu sveitafélagsins. Á árinu 2016 ákvað sveitarstjórn að veita öllum starfsmönnum heilsustyrk kr. 15.000.- og hafa margir starfmenn nýtt sér það. Einnig fá starfmenn 20% afslátt af aðgangseyrir í íþróttamiðstöðina. Sveitarstjórn telur að þetta fyrirkomulag gagnist öllum starfsmönnum sveitarfélagsins vel burt frá því hvar starfsstöð þeirra er og öðrum aðstæðum. Telur sveitarstjórn rétt að fá betri og lengri reynslu á þetta fyrirkomulag áður en því verður breytt.

14. Veraldarvinir leita að verkefnum fyrir sjálfboðaliða árið 2017 - 1611049
Lagt fram til kynningar.

15. Þóknun til kjörinna fulltrúa - 1612004
Sveitarstjórn samþykkir óbreytt fyrirkomulag hvað varðar laun kjörinna fulltrúa.

16. Handverkshátíð 2016 - 1608001
Afgreiðslu frestað.

17. Fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 - 2020 - 1609006
Farið yfir stöðu mála.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?