491. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 18. janúar 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason ritari, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri og Ásta Sighvats Ólafsdóttir varamaður.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason .
Dagskrá:
1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 252 - 1612003F
Fundargerð 252. fundar skipulagsnefndar 12. desember 2016, tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1612015 - Starfsáætlun Skipulagsnefndar vor 2017
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Framkvæmdaráð - 60 - 1612005F
Fundargerð 60. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1612022 - Krummakot - mygla, úrbætur
Afgreiðsla framkvæmdaráðs samþykkt.
3. Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis fundargerð 102. fundar - 1612027
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis fundargerð 103. fundar - 1612024
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5. Jólafundur byggingarnefndar fundargerð 14. fundar - 1612025
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6. Eyþing - fundargerð 289. fundar - 1612026
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 845. fundar - 1612033
Fundargerðin lögð fram. Í lið nr. 12 er fjallað um umsögn sambandsins um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða. Sveitarstjórn leggst gegn þessum hugmyndum og telur að skipulagsvaldið eigi að vera hjá sveitarfélögum og eða Svæðisskipulagsnefndum sveitarfélaga sbr. 9. gr Skipulagslaga.
8. Eyþing - fundargerð 290. fundar - 1701007
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
9. Grísará 4 - tilkynning um sölu og forkaupsréttur Eyjafjarðarsveitar - 1612029
Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti.
10. Skoðuð sameining sjö sveitarfélaga við Eyjafjörð - 1701001
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur ekki tímabært að svo stöddu að hefja vinnu við könnun á fýsileika sameiningar sveitarfélaganna við Eyjafjörð.
11. Eyþing - skipun fulltrúa og varafulltrúa í fulltrúaráð Eyþings - 1701009
Samþykkt að Jón Stefánsson verði aðalfulltrúi og til vara verði Sigurlaug Hanna Leifsdóttir.
12. Handverkshátíð 2017 - 1701010
Samþykkt að handverksýningarstjórn verði óbreytt og hana skipi Ólafur Rúnar Ólafsson, Halldóra Magnúsdóttir og Stefán Árnason
13. Staða sjúkraflugs og lokun á svokallaðri neyðarbraut. - 1701011
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hvetur Borgarstjórn Reykjavíkur eindregið til að opna tafarlaust aftur NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli, svokallaða neyðarbraut, meðan ekki hefur fundist önnur viðunandi lausn. Öllum má ljóst vera að lending á neyðarbrautinni hefur skipt sköpum varðandi sjúkraflug utan af landi, oft í erfiðum tilfellum þar sem um líf eða dauða er að tefla. Lokun neyðarbrautarinnar er ógn við öryggi og heilsu þeirra sem búa og starfa utan höfuðborgarsvæðisins.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á stjórnvöld að sýna því skilning að málefni flugvallarins í Reykjavík er ekki einkamál Borgarstjórnar Reykjavíkur. Flugvöllurinn í Reykjavík er eitt mikilvægasta samgöngumannvirki þjóðarinnar. Reykjavík er höfuðborg og verður að kannast við hlutverk sitt sem slík og þvi fylgja ekki bara réttindi heldur einnig skyldur við allt landið.
14. Skipulag funda 2017 hjá skipulagsnefnd og sveitarstjórn - 1612018
Sveitarstjórn samþykkir fyririggjandi fundarplan.
15. Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Kjaramál - 1701012
Lagt fram til kynningar
16. Framtíðarskipan Flokkunar og Moltu - 1610018
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45