Sveitarstjórn

493. fundur 02. mars 2017 kl. 09:29 - 09:29 Eldri-fundur

493. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 1. mars 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson varamaður, Stefán Árnason ritari, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri, Tryggvi Jóhannsson varamaður og .
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Hólmgeir Karlsson, varaoddviti stjórnaði fundi í forföllum Jóns Stefánssonar, oddvita.
Varaoddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð 258. fundar skipulagsnefndar. Var það samþykkt og verður 7. liður dagskrár.
Dagskrá:

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 253 - 1701001F
Fundargerð 253. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Sveitarstjórn samþykkir bókun skipulagsnefndar.

1.2 1612036 - Öngulsstaðir 3 - breyting á útlínum lóðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.3 1701005 - Svalbarðsstrandarhreppur - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi 2018-2030
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 255 - 1701003F
Fundargerð 254. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1701018 - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2 1701016 - Hjálparsveitin Dalbjörg - Beiðni um nafnabreytingu á húsnæði Dalbjargar
Afgreiðsla skipulagsnefdar er samþykkt.

2.3 1607013 - 33 kV háspennustrengslögn, Rangárvellir - Hólsvirkjun, Fnjóskárdal. Lagnaleiðir.
Afgreiðsla skipulagsnefdar er samþykkt.

2.4 1611040 - Kári Erik Halldórsson - Umsókn um byggingu á sumarhúsi í landi Guðrúnarstaða
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.5 1603035 - Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 256 - 1702002F
Fundargerð 256. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 257 - 1702004F
Fundargerð 257. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1702001 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 846. fundar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.2 1611022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu reiðvegar í Samkomugerði I og efnistöku úr Rauðhúsanámu
Afreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

4.3 1702015 - Norðurorka hf - Hitastigulsboranir í Eyjafirði, umsókn um framkvæmdaleyfi
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

4.4 1702008 - Efnisnáma, grjótnáma í Hvammi - Framkvæmdaleyfi
Afgreiðsla skipulagsnefdar er samþykkt.

5. Framkvæmdaráð - 61 - 1702005F
Fundargerð 60. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 1702003 - Stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla - Næstu framkvæmdir á skólalóð
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

5.2 1702016 - Orkusalan ehf. gefur öllum sveitarfélögum hleðslustöð fyrir rafbíla
Gefur ekki tilefni til ályktana.

5.3 1610031 - Fjárhagsáætlun framkvæmdaráðs 2017 og 2018 - 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 136 - 1702003F
Fundargerð 136. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1 1702004 - Kolefnisjöfnun Eyjafjarðarsveitar, stefna og markmið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

7. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 258 - 1702006F
Fundargerð 258. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
7.1 1607013 - 33 kV háspennustrengslögn, Rangárvellir - Hólsvirkjun, Fnjóskárdal. Lagnaleiðir.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu erindisins þ.e. að " lagnaleiðin verði samþykkt með því skilyrði að Rarik muni sjá um færslu strengs á sinn kostnað ef í ljós kemur síðar að strengurinn hamlar uppbyggingu skv. skipulagi. RARIK semji við landeigendur sem málið snertir að öðru leiti um heimild til að leggja strenginn um land þeirra."

7.2 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.

8. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 846. fundar - 1702001
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. Eyþing - fundargerð 291. fundar - 1702011
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10. Eyþing - fundargerð 292. fundar - 1702012
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11. Atvinnuþróunnarfélag tillaga um hækkun á framlagi sveitarfélaga. - 1702020
Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar AFE um 20% hækkun á framlagi sveitarfélaganna. Samkæmt tillögunni verður framlag Eyjafjarðarsveitar kr. 1.724.000.- Tillagan er samþykkt.
Áætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2017 gerði ráð fyrir framlagi kr. 1.571.000.- Mismun kr. 153.000.- verður mætt með lækkun á eigin fé.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

Getum við bætt efni síðunnar?