Sveitarstjórn

494. fundur 23. mars 2017 kl. 13:31 - 13:31 Eldri-fundur

494. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 22. mars 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 259 - 1703003F
Fundargerð 253. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1703007 - Umsókn um stækkun lóðar og breytingu í eignarlóð úr landi Ytra-Hóls II, Berjaklöpp
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.2 1703008 - Gísli Brjánn Úlfarsson - Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr Brekkutröð 1
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.3 1612036 - Öngulsstaðir 3 - breyting á útlínum lóðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.4 1703013 - Umsókn um malarnám við Torfur
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt og sveitarstjóra er falið að gefa út framkvæmdaleyfið.

1.5 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.6 1702017 - Norðurorka hf - Pípubrú yfir Eyjafjarðará og tengdar framkvæmdir
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt og er sveitarstjóra falið að gefa út framkvæmdaleyfi.

1.7 1703012 - Eyrarland 3, breyting á lóðarmörkum
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.8 1703014 - Akureyrarkaupstaður - Beiðni um umsögn við tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 179 - 1703002F
Fundargerð 179. fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1701006 - Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Áætlun um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

2.2 1702009 - Guðmundur Smári Daníelsson - styrkumsókn 2017
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

2.3 1703016 - Ársskýrsla um störf íþrótta- og tómstundanefndar í Eyjafjarðarsveit fyrir árið 2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.4 1703018 - Kvennahlaup ÍSÍ 2017
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 166 - 1703001F
Fundargerð 166. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1602002 - Reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða Eyjafjarðarsveitar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3.2 1612002 - Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2017
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3.3 1612016 - Áskorun Þroskahjálpar á sveitarfélög varðandi húsnæðisáætlanir og stofnframlög
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

3.4 1209035 - Könnun í tengslum við málefni aldraðra í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjóra er falið í samræmi við umræður á fundinum að vinna tillögu um framtíðarstefnu hvað varðar búsetuúrræði aldraðra.

3.5 1703017 - Þjónusta við aldraða - umræður nágrannasveitarfélaga Ak. um samstarf utan lögbundinnar þjónustu
Gefur ekki tilefni til ályktunar.


4. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 847. fundar - 1703001
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Eyþing - fundargerð 293. fundar - 1703023
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 1703020
Agreiðslu frestað til næsta fundar.

7. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd, erindisbréf - 1703024
Farið yfir fyrirliggjandi erindisbréf og samþykkt að vísa því til síðari umræðu.

8. Hjóla- og göngustígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar - 1101011
Sveitarstjóri kynnti stöðu málsins. Hönnun stígsins mun ljúka núna í mars og er framkvæmdin þá tilbúin í útboð.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

Getum við bætt efni síðunnar?