Sveitarstjórn

495. fundur 18. apríl 2017 kl. 09:25 - 09:25 Eldri-fundur

495. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 12. apríl 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, varamaður, Stefán Árnason, ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 261 - 1703010F
Fundargerð 261. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1703008 - Gísli Brjánn Úlfarsson - Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr Brekkutröð 1
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.2 1611040 - Kári Erik Halldórsson - Umsókn um byggingu á sumarhúsi í landi Guðrúnarstaða
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.3 1703006 - Vilberg Jónsson - Umsókn um stofnun lóðar í landi Kommu
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.4 1703019 - Ásar 601 ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.5 1703034 - Gullbrekka - Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu og breytingu á fjósi
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

1.6 1703033 - Akur - Umsókn um stofnun lóðar úr landi Akurs 152-556
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.7 1610029 - Ytra-Gil - Beiðni um sandtöku úr Eyjafjarðará til eigin nota
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.8 1703043 - Rifkelsstaðir 1 og 2, skiptayfirlýsing
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

1.9 1703014 - Akureyrarkaupstaður - Beiðni um umsögn við tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt og að auki verði gerð athugasemd um þrengingu Glerárgötu í samræmi við umræður á fundinum.

2. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 31 - 1703006F
Fundargerð 31. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1702002 - Fjallskilanefnd - fjallvegur fram að Helgárseli, umsókn um styrkveg til Vegagerðarinnar
Afgreiðsla fjallskilanefndar er samþykkt.

2.2 1703021 - Fjallvegur fram í Garðsárdal
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.3 1611048 - Varnarlína vegna búfjársjúkdóma
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 260 - 1703005F
Fundargerð 260. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 234 - 1703007F
Fundargerð 234. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1612006 - Foreldrafélag Krummakots - Erindi er varðar húsnæði leikskólans
Sveitarstjórn ræddi erindið en frestar afgreiðslu. Málið verður tekið upp aftur þegar línur fara að skýrast i skipulagsmálum.

4.2 1612007 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Tilkynning um skil starfshóps um málefni Mentor og ný persónuverndarlöggjöf
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.3 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.4 1612023 - Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Eftirfylgni með úttekt á leikskólanum Krummakoti
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.5 1611034 - Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Eftirfylgni með úttekt á Hrafnagilsskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.6 1703028 - Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2017-2018
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.

4.7 1703030 - Krummakot - Starfsmannamál og innra starf leikskólans
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.8 1611010 - Hrafnagilsskóli - samræmd próf
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.9 1703027 - Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2017-2018
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.

4.10 1703032 - Vinna og verklag vegna vinnumats í grunnskólum
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.11 1701008 - Erindi til sveitarstjórnar frá 13 starfsmönnum leikskólans Krummakots
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.12 1702003 - Stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla - Næstu framkvæmdir á skólalóð
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.13 1612011 - Skólaráð Hrafnagilsskóla - Fundargerð skólaráðsfundar 1.12.2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Framkvæmdaráð - 62 - 1703008F
Fundargerð 62. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 1702003 - Stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla - Næstu framkvæmdir á skólalóð
Gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 848. fundar - 1703040
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Akureyrarkaupstaður - Samningar um ráðgjafarþjónustu - 1612008
Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.

8. Úttekt á smávirkjanakostum í Eyjafirði - 1703035
Eyjafjarðarsveit fagnar frumkvæði AFE og veitir félaginu heimild til að leita upplýsinga um gegn hvaða þóknun unnt er að fá úttekt á smávirkjanakostum í Eyjafjarðarsveit

9. Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn Air 66N, fjármögnun 2018-2019 - 1703039
Erindið er samþykkt og er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018 og 2019.

10. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd, erindisbréf - 1703024
Erindisbréfið tekið til síðari umræðu og samþykkt.

11. Félagsmálanefnd, erindisbréf - 1704005
Erindisbréf félagsmálanefndar tekið til fyrri umræðu og samþykkt að vísa því til síðari umræðu.

12. Skipulagsnefnd, erindisbréf - 1704006
Erindisbréf skipulagsnefndar tekið til fyrri umræðu og samþykkt að vísa því til síðari umræðu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

Getum við bætt efni síðunnar?