Sveitarstjórn

497. fundur 26. maí 2017 kl. 10:22 - 10:22 Eldri-fundur

497. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 24. maí 2017 og hófst hann kl. 15:00.


Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, varamaður, Stefán Árnason, ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.


Dagskrá:

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 263 - 1704004F
6. liður fundargerðar 263. fundar skipulagsnefndar er hér tekin fyrir aftur þar sem honum var frestað á 496. fundi sveitarstjórnar.

1.6 1611040 - Kári Erik Halldórsson - Umsókn um byggingu á sumarhúsi í landi Guðrúnarstaða
Fyrirhuguð byggingaráform umsækjanda eru ekki í samræmi við skipulagsskilmála í aðalskipulagi svo og fjarlægðarreglur skipulagsreglugerðar nr. 90/2013,sbr. gr. 5.3.2.5.d um fjarlægð frá vegi og gr. 5.3.2.14 um fjarlægð frá vötnum og sbr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Telur sveitarstjórn með vísan til þessa ekki hjá því komist að hafna erindi umsækjanda, enda liggur ekki fyrir undanþága ráðherra sbr. 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga.



2. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 23 - 1704003F
1. liður fundargerðar 23. landbúnaðar- og atvinnumálanefndar er hér tekin fyrir aftur þar sem honum var frestað á 496. fundi sveitarstjórnar.

2.1 1704010 - Eyjafjarðarsveit - Landleiga, skilmálar
Fyrir fundinum lá minnisblað með tillögum að skilmálum við útleigu á landi í eigu sveitarfélagsins. Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt með þeirri breytingu að við á 7.gr.bætist "og grípa til viðeigandi ráðstafana."


3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 265 - 1705004F

3.1 1704014 - Ósk um leyfi til að stofna lóð f. íbúðarhús úr landi Holtssels.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

3.2 1705002 - Hafdals gistiheimili - Umsögn óskast vegna umsóknar um rekstrarleyfi
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.


4. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 236 - 1705002F

4.1 1705001 - Aðalskipulag Eyjafj.sv. 2018-2030 - Kafli 1.1 Samfélagsþjónusta, svæði fyrir stofnanir og fyrirtæki
Afgreiðslu skólanefdar er vísað til skipulagsnefndar og inn í vinnu við aðalskipulag.

4.2 1611010 - Hrafnagilsskóli - samræmd próf
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.3 1703032 - Vinna og verklag vegna vinnumats í grunnskólum
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.4 1705007 - Styrkur úr sprotasjóði
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.5 1705008 - Nýsköpun í leikskóla- Vináttuverkefni
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4.6 1502039 - Eyjafjarðarsveit - Skólastefna Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að skólastefnu Eyjafjarðarsveitar.


5. Íþrótta- og tómstundanefnd, erindisbréf - 1704021
Síðari umræða um erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar og er það samþykkt.

6. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð 2. fundar 18.04.14 og kostnaðaráætlun 2017 - 1705011
Fundargerðin er lögð fram til kynningar. Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er samþykkt og er hlutur Eyjafjarðarsveitar kr. 370.000.- og verður þessum kostnaðarauka mætt með því að lækka eigið fé.

7. Ársreikningur 2016, síðari umræða - 1705005
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2016 tekin til síðari umræðu og samþykktur samhljóða.
Heildartekjur A og B hluta voru 877,4 m. kr., sem er um 9,4% hækkun frá fyrra ári, heildarútgjöld án fjármagnsliða, voru 864,6 m.kr en það er um 6,3% hækkun frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 81,9 m.kr.
Ekki voru tekin ný lán á árinu 2016 en eldri lán voru greidd niður um 26,8 m.kr. Heildar skuldir og skuldbingar í árslok 2015 voru kr. 213,8 m.kr. og er skuldahlutfallið 27,1%. Skuldaviðmið er 13,2% en leyfilegt hámark er 150%. Fjárfestingar ársins námu 31,3 m.kr. Stærri viðhaldsverkefni (markað viðhald) var kr. 21,6 millj.
Sveitarstjórn þakkar forstöðumönnum stofnanna og stjórnendum fyrir góðan árangur í rekstri sveitarfélagsins.

8. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 849. fundar - 1704008
Lagt fram til kynningar.

9. Skipulagsnefnd, erindisbréf - 1704006
Erindisbréfið er tekið til síðari umræðu og samþykkt.

10. Sýsl.m. á Norðurl.eys. - Afgreiðsla umsókna skv. reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 1705009
Sveitarstjórn óskar eftir því við Sýslumanninn Norðurlandi eystra að hann leyti umsagna hjá viðkomandi umsagnaraðilum, eins og var í gildistíð eldri reglna.

11. Íbúðalánasjóður - Úthlutun stofnframlaga 2017 - fyrri hluti úthlutunar - 1705014
Lagt fram til kynningar

 

Fundi slitið kl. 16:30

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?