Sveitarstjórn

498. fundur 15. júní 2017 kl. 09:20 - 09:20 Eldri-fundur

 

498. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 14. júní 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Stefán Árnason, ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 32 - 1706002F
Fundargerð 32. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1706004 - Fjallskil 2017
Afgreiðsla fjallskilanefndar samþykkt.

2. Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 180 - 1705008F
Fundargerð 180. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1 1703041 - Hestamannafélagið Funi - Ársskýrsla æskulýðsnefndar 2016
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar félaginu greinagóða og glögga skýrslu.

2.2 1703042 - Hestamannafélagið Funi - Ársreikningur Funa 2016
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.3 1703044 - Sveinborg Katla Daníelsdóttir - Styrkumsókn vegna æfingaferða 2017
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.


3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 266 - 1705005F
Fundargerð 266. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

3.1 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 267 - 1705006F
Fundargerð 267. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

4.1 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.


5. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 268 - 1706001F
Fundargerð 268. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

5.1 1705021 - Umhverfisstofnun - Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn í Glerárdal
Gefur ekki tilefni til ályktana.

5.2 1706001 - Akur - Umsókn um viðbyggingu við fjós
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

5.3 1703007 - Umsókn um stækkun lóðar og breytingu í eignarlóð úr landi Ytra-Hóls II, Berjaklöpp
Afgreiðsla skipulagsnefdar er samþykkt.

5.4 1704013 - Skipulagsmál í Kaupangi, breyting íbúðabyggðar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

5.5 1706002 - Deiliskipulag Stokkahlöðum
Afgreiðsla skipulagsnefdar er samþykkt.

5.6 1705009 - Sýsl.m. á Norðurl.eys. - Afgreiðsla umsókna skv. reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald
Gefur ekki tilefni til ályktana.


6. Framkvæmdaráð - 63 - 1705007F
Fundargerð 63. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

6.1 1706005 - Verkefnalisti eignasjóðs
Gefur ekki tilefni til ályktana.

6.2 1706003 - Munnlegt erindi og samtal við nokkra nemendur úr 7. bekk - hjólaslóð
Lagt fram til kynningar.


7. Eyþing - fundargerð 294. fundar - 1704015
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. Eyþing - fundargerð 295. fundar - 1705016
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. Eyþing - fundargerð 296. fundar - 1706007
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 850. fundar - 1705020
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11. Framhaldsskólaakstur - 1608013
Skrifstofan hefur auglýst eftir þeim sem hyggjast nýta sér akstur í framhaldsskóla næsta vetur. Vegna þess hve þátttakan er lítil þá sér sveitarfélagið sér ekki fært að bjóða upp á þennan akstur næsta skólaár.

12. Hjóla- og göngustígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar - 1101011
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að bjóða verkið út.

13. Mötuneyti - Samningur um rekstur framlegning - 1706006
Fyrir fundinum lá viðauki við samning um rekstur mötneytis Eyjafjarðarsveitar. Fyrirliggjandi viðauki er samþykkur og verður áætluðum kostnaðarauka á árinu 2017 kr. 3,1 millj. mætt með því að lækka eigið fé.

15. Starfshópur um fjarskipti og samgöngur í Eyjafjarðarsveit 07.06.2017 - 1706012
Afgreiðslu frestað.

14. Kostir og gallar sameiningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaga. - 1706011
Skýrslan er lögð fram til kynningar.

Þetta var síðasti fundur sveitarstjórnar fyrir sumarleyfi. Næsti reglulegi fundur er áætlaður fimmtudaginn 17. ágúst. Ef einhver mál koma upp meðan á sumarleyfi stendur og þarfnast afgreiðslu verður boðað til aukafundar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?