499. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 17. ágúst 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 269 - 1706004F
Fundargerð 269. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 270 - 1708001F
Fundargerð 270. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1708002 - Breyting á byggingarlínu við Bakkatröð 10-18 og 20-24
Jón Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna reglna um vanhæfi, tók Hólmgeir Karlsson við stjórn fundarins á meðan.
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
2.2 1707006 - Helgi Már Pálsson - Beiðni um hærri gólfkóta í Bakkatröð 52
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt viðvíkjandi gólfkvóta.
2.3 1706002 - Deiliskipulag Stokkahlöðum
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
2.4 1706026 - Espigerði - Breytingartillaga á deiliskipulagi
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
2.5 1706027 - Viðauki við lóðarsamninga í Brekkutröð
Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni Katrínar Harðardóttur og Jóhanns Þór Sigurvinssonar um að stækkuð verði lóðin nr. 3 við Brekkutröð til suðurs, með sama hætti að gert hefur verið með aðrar lóðir sunnan Brekkutraðar sem eins háttar til með. Viðaukin taki mið af fyrirliggjandi gögnum sambærilegra mála. Sveitarstjóra falið að annast samning við umsækjendur og frágang málsins.
2.6 1706014 - Ásgeir Högnason - Ósk um kaup á lóð, Bakkatröð 21 og um stækkun byggingarreits
Afgreiðslan gefur ekki tilefni til ályktana.
2.7 1704001 - Steinn Jónsson - Framkvæmdaleyfi á lóð 216576, Grásteinn
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
2.8 1611040 - Kári Erik Halldórsson - Umsókn um byggingu á sumarhúsi í landi Guðrúnarstaða
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar til beiðni málsaðila um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindi ráðherra í samræmi við drög að bréfi og umræður á fundinum.
2.9 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.10 1708004 - Beiðni um að lóð nr. 234-8174 falli aftur undir jörð
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
2.11 1708006 - Lóð í landi Fellshlíðar
Eftir afgreiðslu skipulagsnefndar hefur skipulagsfulltrúi upplýst sveitarstjóra fyrr í dag um að hann hafi eftir fundinn aflað afstöðu málsaðila um hvort aðrir kostir komi til greina um staðsetningu húss út frá sjónarmiðum um umferðaröryggi og fjölgun heimreiða. Hafi málsaðili lýst þeirri afstöðu sinni að hann telji ekki forsendur til að velja húsinu aðra staðsetningu en sótt hafi verið um og ítrekar erindi sitt. Í ljósi þessara nýju upplýsinga og þess að ekki eru aðrar forsendur í veginum fyrir afgreiðslu málsins, samþykkir sveitarstjórn erindi málsaðila um lóð í landi Fellshlíðar. Sveitarstjórn beinir því til málsaðila að finna lóðinni nafn sem einkenni lóðina.
2.12 1708007 - Beiðni um að kröfu um bundna byggingarlínu sé aflétt að hluta við Bakkatröð 10-18.
Jón Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna reglna um vanhæfi, tók Hólmgeir Karlsson við stjórn fundarins á meðan.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
3. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 137 - 1706005F
Fundargerð 137. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstaka liðir bera með sér.
3.1 1602021 - Eyðing kerfils 2016-2018
Sveitarstjórn tekur undir nauðsyn þess að takast á við áskoranir sem felast í því að hefta útbreiðslu kerfils. Sveitarstjórn óskar eftir að fá umhverfisnefnd á fund til sín síðar í haust. Samráð verður haft við formann nefndarinnar.
3.2 1706022 - Umhverfisverðlaun 2017
Afgreiðsla umhverfisnefndar er samþykkt.
4. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 138 - 1708003F
Fundi umhverfisnefndar nr. 138 var frestað um óákveðinn tíma þar eð ekki náðist lögmæt mæting á fundinn. Bókað var að formaður myndi boða nýjan fund í nefndinni.Einstök mál komu ekki til umfjöllunar í nefndinni.
Afgreiðsla umhverfisnefndar gefur ekki tilefni til ályktana.
4.1 1708001 - Umhverfisátak
Liðurinn gefur ekki tilefni til ályktunar.
4.2 1602021 - Eyðing kerfils 2016-2018
Liðurinn gefur ekki tilefni til ályktunar.
4.3 1706022 - Umhverfisverðlaun 2017
Liðurinn gefur ekki tilefni til ályktunar.
5. Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerð 119. fundar og fjárhagsáætlun fyrir haustönn 2017 - 1706021
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð og fjárhagsáætlun fyrir haustönn Tónlistarskóla Eyjafjarðar 2017.
6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 851. fundar - 1707002
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. Eyþing - fundargerð 297. fundar - 1708010
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
10. Aldísarlundur - kauptilboð - 1706028
Á fundinum liggur fyrir kaupsamningur og afsal um landspildu sem í daglegu tali er nefnd Aldísarlundur, hvoru tveggja undirritað með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir kaupsamning og afsal, þar með talið kaupverð kr. 6.000.000,-
Viðauki við fjárhagsáætlun: Kaupverði verður mætt með lækkun á eigin fé.
11. Beiðni um umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um að gera Krónustaði að lögbýli - 1708003
Samkvæmt 17. gr. jarðalaga veitir sveitarstjórn ráðherra umsögn um búrekstrarskilyrði þegar fyrir liggur umsókn um skráningu lögbýlis.
Áform ábúenda um minniháttar búfjárhald sýnast falla undir skilgreiningu 2. gr. jarðalaga um að á býlinu sé sú aðstaða til þess búrekstrar sem fyrirhugaður er.
Með hliðsjón af áformum málsaðila, leggst sveitarstjórn ekki gegn því að Krónustaðir verði gerðir að lögbýli.
12. Hjóla- og göngustígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar - 1101011
Sveitarstjóri kynnti niðurstöður úr útboði á fyrri áfanga hjóla- og göngustígs.
Sveitarstjóra er veitt heimild og umboð sveitarstjórnar til þess að semja við lægstbjóðanda um framkvæmd verksins á grundvelli útboðsgagna.
13. Erindi um framlengingu verktíma vegna jarðsvegsaðstæðna - 1708012
Óskað er afbrigða frá auglýstri dagskrá. Málið hafði verið kynnt með öðru máli sama málsaðila og fundargögn verið lögð fram með fundargögnum þess máls. Fundarmenn hafa því haft gögnin hjá sér. Samþykkt er að taka málið á dagskrá.
Sveitarstjórn dregur ekki í efa upplýsingar málsaðila. Sveitarstjórn fellst á að veita umsækjanda framlengingu á framkvæmdartíma um 12 mánuði. Gera skal viðauka við lóðarsamning, þar með talið um lögveð vegna gjaldfrests gatnagerðargjalda, sem afsláttarkjör samningsins taka til.
8. Kæra vegna niðurstöðu Eyjafjarðarsveitar vegna umsóknar um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk - 1706017
Sveitarstjóri lagði fram til kynningar helstu skjöl málsins. Búið var að afmá persónugreinanlegar upplýsingar. Liðurinn gefur ekki tilefni til ályktana.
9. Námsgögn fyrir grunnskóla, 2017 - 1708009
Sveitarstjóri upplýsti að ákveðið hefði verið að taka þátt í örútboði á námsgögnum fyrir nokkur sveitarfélög. Niðurstöður voru kynntar í tölvupósti í dag um að Penninn hefði verið hlutskarpastur. Niðurstaðan leiðir í ljós verulegan og umtalsverðan ávinning af útboðinu.
Sveitarstjórn fagnar framtakinu og óskar eftir því við sveitarstjóra og skólastjóra að fá minnisblað um málið þegar unnt verður að leggja mat á reynsluna af því.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10