Sveitarstjórn

500. fundur 05. september 2017 kl. 12:03 - 12:03 Eldri-fundur

500. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 2. september 2017 og hófst hann kl. 10:30.


Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Stefán Árnason, ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.


Dagskrá:

1. Hjóla- og göngustígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar - 1101011
500. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, hátíðarfundur, haldinn utandyra við Sveinshús í blíðskaparveðri, laugardaginn 2. september 2017 kl. 10:30.
Auk sveitarstjórnar, sveitarstjóra og skrifstofustjóra eru gestir fundarins samgönguráðherra, Jón Gunnarsson og vegamálastjóri Hreinn Haraldsson og Finnur Aðalbjörnsson, frá Finn ehf. Að auki er fjöldi annarra gesta.
Fyrir er tekið eina málið á dagskrá fundarins, sem er skóflustunga að nýjum hjóla- og göngustíg frá Hrafnagilshverfi að Akureyri, mál nr. 1101011.
Til máls tók Jón Stefánsson oddviti. Hann bauð gesti velkomna og lýsti framkvæmdinni, aðdraganda og áætlun um umfang og framvindu verksins.
Næstur tók til máls samgönguráðherra, Jón Gunnarsson og ávarpaði fundarmenn og gesti.
Því næst tók til máls Vegamálastjóri, Hreinn Haraldsson og ávarpaði fundarmenn og gesti.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Samgönguráðherra ræsti gröfu undir leiðsögn frá Finni Aðalbjörnssyni, en tók að því loknu fyrstu skóflustungu að hjóla- og göngustígnum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00

Getum við bætt efni síðunnar?