501. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 7. september 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Þór Hauksson Reykdal, varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 271 - 1708004F
Fundargerð 271. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 33 - 1708005F
Fundargerð 33. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1706004 - Fjallskil 2017
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 272 - 1709001F
Fundargerð 272. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1709001 - Ósk um leyfi til uppbyggingar á landinu Fífilgerði land nr. 152597
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
3.2 1708006 - Lóð í landi Fellshlíðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt, jafnframt er nafn spildunnar samþykkt.
3.3 1708016 - Fundardagar sveitarstjórnar og skipulagsnefndar haust 2017 og fyrsti fundur jan 2018
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
3.4 1708020 - Víðigerði - Ósk um að fá að taka af landi undir afmarkaða aðkeyrslu
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
3.5 1708024 - Háaborg - Ósk um leyfi fyrir byggingu á atvinnuhúsi
Jóhanna Dögg vék af fundi við afgreiðslu þessara liðar vegna hæfisreglna.
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
4. Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 181 - 1708007F
Fundargerð 181. fundar íþrótta- og tómstundarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1602015 - Endurskoðun íþrótta- og hreyfistyrkja
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundarnefndar er samþykkt.
4.2 1708025 - Merking frisbígolfvallar
Afgreiðsla íþrótta- og skipulagsnefndar er samþykkt.
4.3 1707005 - Samstarfssamningur Umf. Samherja og Eyjafjarðarsveitar - Endurskoðun 2017
Afgreiðsla Íþrótta- og tómstundarnefndar um samstarfssamning sveitarfélagsins og Ungmennafélagsins Samherja er í þremur liðum, A, B og C.
Afgreiðsla Íþrótta- og tómstundarnefndar í lið A. er samþykkt.
Afgreiðsla Íþrótta- og tómstundarnefndar í lið B. er samþykkt.
Afgreiðsla Íþrótta- og tómstundarnefndar í lið C. er samþykkt.
5. Eyþing - fundargerð 298. fundar - 1708023
Farið yfir fundargerð 298. fundar stjórnar Eyþings og fyrirliggjandi samantekt vegna strætó 2017 sem lögð var fram á þeim fundi og sveitarstjóri kallað sérstaklega eftir frá Eyþing.
Í 2. lið er fjallað um almenningssamgöngur og grein gerði fyrir fjárhagslegri afkomu verkefnisins.
Á 435. fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 14. ágúst 2013, var tekið fyrir erindi þar sem stjórn Eyþings óskar eftir heimild fyrir yfirdráttarláni 10 mkr. til að standa undir skuldbindingum vegna rekstrar Srætó
Eftirfarandi var þá bókað:
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar setur sig ekki á móti því að stjórn Eyþings taki yfirdráttarlán til að standa undir rekstri sem Eyþing hefur ákveðið, en bendir á að aldrei var leitað heimildar Eyjafjarðarsveitar til að reka almenningssamgöngur og ekki hefur verið orðið við óskum um að ræða almenningssamgöngur til sveitarfélagsins. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hafnar því að bera ábyrgð á þeim rekstrarvanda sem nú er uppi."
Með vísan til þessarar bókunar og þess að almenningssamgöngur hafa ekki verið á vegum Strætó í Eyjafjarðarsveit, ítrekar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fyrri afstöðu og áskilur sér allan rétt í málinu. Sveitarstjóra falið að óska eftir greinargerð frá stjórn Eyþings um tilurð verkefnisins, framvindu þess, stöðu og horfur.
6. Fundardagar sveitarstjórnar og skipulagsnefndar haust 2017 og fyrsti fundur jan 2018 - 1708016
Fundaráætlun samþykkt.
7. Búfesti gerir tillögu til sveitarfélaga um samstarf um byggingu íbúða með stofnstyrkjum - 1709002
Sveitarstjórn þakkar Benedikt Sigurðarsyni f.h. Búfesti fyrir erindið. Í ljós þess að umtalsverður fjöldi íbúða og íbúðarhúsa er í byggingu nú eða í farvatninu á næstu vikum og mánuðum í sveitarfélaginu, telur sveitarstjórn ekki tímabært að taka þátt í verkefninu að svo stöddu við þær aðstæður. Afgreiðslan útilokar ekki að málið verði skoðað aftur síðar, gefi framvinda húsnæðismála efni til þess.
8. Leikskólastjóri - starfslokasamningur - 1706024
Fyrir fundinum liggur starfslokasamningur milli Eyjafjarðarsveitar og fyrrverandi leikskólastjóra.
Þá liggur fyrir bréf fyrrverandi leikskólastjóra með beiðn um skriflega upplýsingar um tiltekin atriði er varða starfslok hans hjá sveitarfélaginu.
Málefni leikskólans Krummakots hafa verið fyrirferðarmikil undanliðna mánuði og ekki ríkt full sátt um starfsemi og áherslur þar. Hefur málið verið rætt á fundi sveitarstjórnar, m.a. á 495. fundi, þann 12. apríl 2017. Í beinu framhaldi af fundi sveitarstjórnar þann 14. júní 2017 var málið rætt þar sem einróma stuðningur var við áform sveitarstjóra um að bjóða leikskólastjóra starfslokasamning. Er samningurinn í samræmi við skyldur sveitarstjóra til að halda daglegum rekstri sveitarfélagsins í viðunandi horfi og innan umboðs hans í þessu máli. Sveitarstjórn staðfestir einróma fyrirliggjandi starfslokasamning.
Með vísan til ofagreindrar afgreiðslu, er sveitarstjóra falið að svara erindi fyrrverandi leikskólastjóra í samræmi við umræður á fundinum og gera grein fyrir að sveitarstjóri hafði því fullan stuðning sveitarstjórnar til að gera ofangreindan starfslokasamning, sbr. ofangreind staðfesting.
9. AFE - Haustfundur 2017 - 1708022
Gefur ekki tilefni til ályktana.
10. Norðurorka - Vatnsveita við Laugaland - 1611050
Samningur um yfirtöku Vatnsveitu Staðarbyggðar á vatnsveitunni að Laugalandi lagður fram. Í samningum er gert ráð fyrir að Eyjafjarðarsveit áriti hann til staðfestingar á því að sveitarfélagið geri ekki athugasemd um það fyrir sitt leyti að þjónusta við vatnsveitu á Laugalandstorfunni verði tryggð með þeim hætti sem í samningum greinir.
Sveitarstjóra falið að óska eftir greinargerð frá Staðarbyggðarveitu um tæknilega getu, framtíðarsýn og önnur atriði sem máli kunna að skipta fyrir vatnsveitu á því svæði sem samningurinn tekur til.
Málið verði tekið aftur til umfjöllunar þegar upplýsingar liggja fyrir og er afgreiðslu þess frestað.
11. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Gert ráð fyrir að Anna Guðmundsdóttir, formaður skipulagsnefndar og Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur kynni vinnu við aðalskipulag. Aðgangur að vinnugögnum er á skýji á vinnusvæði skipulagsnefndar.
Gestir fundarins voru Anna Guðmundsdóttir, formaður skipulagsnefndar og Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur.
Sveitarstjórn þakkar þeim fyrir kynningu á drögum að tillögu um aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
Liðurinn gefur ekki tilefni til ályktana að svo stöddu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40