502. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 14. september 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Þór Hauksson Reykdal, varamaður, Hákon Bjarki Harðarson, varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Gestir
Anna Guðmundsdóttir, formaður skipulagsnefndar
Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur
Boðað var til fundarins til að halda áfram vinnu og yfirferð í sveitarstjórn yfir drög skipulagsnefndar að greinargerð með tillögu að aðalskipulagi, en tillagan er í vinnslu, ásamt tilheyrandi gögnum.
Gestir fundarins eru Anna Guðmundsdóttir, formaður skipulagsnefndar og Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur, sem unnið hefur með sveitarfélaginu að endurskoðun aðalskipulags.
Góðar umræður voru um skipulagstillöguna í heild sem og einstaka atriði hennar.
Sveitartjórn þakkar gestum fundarins fyrir komuna. Miðað er við að fullbúin tillaga að aðalskipulagi til kynningar komi frá skipulagsnefnd til sveitarstjórnar. Stefnt er að því að það geti orðið á næsta fundi sveitarstjórnar, 28. septemeber nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00