Sveitarstjórn

506. fundur 17. nóvember 2017 kl. 09:13 - 09:13 Eldri-fundur

506. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 16. nóvember 2017 og hófst hann kl. 18:30.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Stefán Árnason, ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004

Gestir
Ómar Ívarsson - 00:00
Farið var yfir fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018 - 2030. Sveitarstjórn þakkar skipulagsnefnd fyrir vel unna og ítarlega vinnu.
Sveitarstjórn samþykkir tillögguna þó með þeirru breytingu að reiðleið vestan Eyjafjarðarár frá Hrafnagilshverfi að Melgerðismelum meðfram Eyjafjarðarbraut vestari verði áfram héraðsleið en ekki stofnleið. Sigurlaug Leifsdóttir greiddi atkvæði gegn breytingu, hvað varðar reiðleiðina og leggur til að tillaga skipulagsnefndar verði samþykkt óbreytt.
Samþykkt að vísa tillögunni í kynningarferli.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:15

 

Getum við bætt efni síðunnar?