507. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 30. nóvember 2017 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður og Stefán Árnason, ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. Félag aldraðra - samráðsfundur - 1711036
Á fundinn mættu Ólafur Vagnsson og Hildur Gísladóttir fulltrúar frá félagi aldraðra
Eftirfarandi var rætt:
a) heimilisþjónusta, fellur niður ef starfsmenn forfallast og stundum um nokkuð langan tíma. Spurt er hvort hægt sé að bregðast við þessu?
b) akstur t.d. í félagsstarfið, hvort er hægt að bregðast við og kanna þörfina.
2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 277 - 1711017F
Fundargerð 277. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðar bera með sér.
2.1 1711019 - Holtsel - Ósk um leyfi til að stofna lóð/landspildu úr landi Holtsels f.nr. 152634 og afturköllun á máli nr. 1711004
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
2.2 1709011 - Heimavöllur ehf - umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 1711002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar heimreiðar að heilsárshúsi í landi Eyrarlands
Jón Stefánsson vék af fundi vegna vanhæfi undir þessum lið. Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
2.4 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
2.5 1711031 - Fífilgerði - grenndarkynning
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefdar og verður erindið sett í grenndarkynningu.
2.6 1711006 - Hranastaðir - Beiðni um leyfi til að reisa hænsnahús í landi Hranastaða
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt og tekur sveitarstjórn undir bókun nefndarinnar.
3. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 853. fundar - 1711005
Fundargerðin er lögð fram til kynnigar.
4. Óshólmanefnd - Þrjár fundargerðir; 19. og 21. okt. og 2. nóv. 2017 - 1711017
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.
5. Aðalfundur Eyþings 2017 á Siglufirði 10.-11. nóv. 2017 - 1711020
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
6. Eyþing - fundargerð 300. fundar - 1710023
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. Hrafnagil, lóð, skógur/Aldísarlundur - 1709019
Fyrir fundinum lá samantekt Hólmgeirs Karlssonar varðandi hugmyndasamkeppni um þróun og nýtingu svæðis ofan Hrafnagilshverfis til útivistar.
Sveitarstjórn þakkar Hólmgeiri fyrir greinargóða samantekt og samþykkir tillögu hans um næstu skref. Sveitarstjórn óskar eftir því að Hólmgeir verði fulltrúi sveitarstjórnar í fyrirhuguðum vinnuhóp.
8. Íþrótta- og tómstundanefnd, skipti á aðal- og varamanni í nefndinni - 1711016
Málið er sett á dagskrá að beiðni formanns íþrótta- og tómstundanefndar. Það kom fram hjá Elmari Sigurgeirssyni oddvita H listans að Dagný Kristjánsdóttir aðalmaður í nefndinni hefur óskað eftir að skipta um sæti við Helgu Berglindi Hreinsdóttur sem er varamaður H listans í nefndinni. Var það samþykkt og verður Helga Berglind aðalmaður fyrir H listann í íþrótta- og tómstundanefnd.
9. Samstarfsamningur við Hestamannafélagið Funa um uppbyggingu reiðvega í Eyjafjarðarseit. - 1702005
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samning.
10. Ályktun hreyfihamlaðra gesta sundlaugarinnar á Kristnesi og beiðni um upplýsingar - 1711025
Erindi til Eyjafjarðarsveitar og fleiri frá fulltrúum einstaklinga sem eru hreyfihamlaðir eða búa við aðra skerðingu á hreyfifærni. Hópurinn fer fram á að ráðstafanir verði gerðar til að tryggja aðgengi að innanhúss sundaðstöðu sem nýst geti hreyfihömluðum með þeim hætti sem sundlaugin að Kristnesi hefur gert fram til þessa. Sjúkahúsið á Akureyri hefur kynnt hópnum að vegna umfangs starfsemi SAK á Kristnesi verði ekki hægt að bjóða hópnum þá aðstöðu sem verið hefur.
Sveitarstjóri hefur fundað með forstjóra SAK um málið. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að skoðun málsins og kanna hvaða leiðir kunna að vera færar að lausn þess.
11. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Samþykkt stækkun friðlands í Þjórsárverum - 1710007
Lagt fram til kynningar. Samþykkt að skipa Sigurlaugu Hönnu Leifsdóttur og Elmar Sigurgeirsson sem fulltrúa Eyjafjarðarsveitar í ráðgjafanefnd fyrir friðlandið í Þjórsárver.
12. Handverkshátíð 2017 og skipun stjórnar fyrir 2018 - 1711033
Lagt fram uppgjör fyrir sýninguna 2017. Samþykkt að fresta skipun í næstu sýningarstjórn.
13. Neytendasamtökin - Beiðni um styrkveitingu - 1709016
Samþykkt að styrkja samtökin um kr. 100.000.- á árinu 2018.
14. Búsaga áætlaðar framkvæmdir 2017 - 1711037
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
15. UMF Samherjar - Erindi vegna búnaðarkaupa skv. samningi við Eyjafjarðarsveit - 1711034
Sveitarstjórn samþykkir viðauka við áætlun ársins 2017 kr. 1.737.000.- til tækjakaupa samanber fyrirliggjandi erindi.
16. Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls - beiðni um fjárframlag vegna girðingar um Munkaþverárkirkjugarð - 1711032
Inn á áætlun fyrir menningarmál 2017 voru kr 500 þús. sem var styrkur til kirkjukórs Laugalandsprestakalls. Þessi upphæð er einnig á áætlun 2018 og hefur ekki verið ráðstafað. Sveitarstjórn samþykkir að á árinu 2018 verði þessi fjárhæð merkt Kirkjugörðum Laugalandsprestakalls og bætt við kr. 500.000.-
17. Fjárhagsáætlun 2018 og 2019 til 2021 - 1709013
Fjárhagsáætlun 2018 og 2019 - 2021, Fyrri umræða.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50